Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 37
smástelpa þegar ég kom fyrst í Glerárskóga með afa og ömmu og ári síðar var ég þar í nokkrar vikur yfir sumartímann og síðar sumarlangt í nokkur sumur. Á þeim árum sem ég var í sveit fyrir vestan var Ína að nálgast sextugt en þegar ég hugsa til þess í dag þá minnist ég þessarar góðu konu sem vinkonu minnar. Saman drukkum við kaffisopa þegar Ína hellti upp á kaffi fyrir mig, ég þá 9 ára gömul og hafði ekki drukkið kaffi fyrr. Ínu með sinni einstöku hógværð og manngæsku tókst að mynda vináttubönd við unga sem aldna. Síðar þegar móðir mín var í heimsókn og þá með dóttur mína aðeins 8 ára gamla fann dóttir mín góða vinkonu og jafninga í Ínu rétt eins og ég hafði upplifað áratugum fyrr. Í Glerárskógum voru sex mál- tíðir á dag. Fyrst var það hafra- grautur á morgnana síðan var það kaffi kl. tíu, hádegismatur og síðdegiskaffi, þá kvöldmatur og síðan kvöldkaffi kl. tíu. Ef ein- hver heldur að það hafi verið ein- faldað við matargerð eða kaffi- brauðið þá var það af og frá. Sem dæmi þá voru aldrei færri en fjórar sortir á boðstólum með kaffinu. Auk þess sem Magnús frændi minn fékk ávallt, auka- lega, kex með kvöldkaffinu. Það var ekki einungis maturinn sem var svo ljúfur við allar þessar máltíðir heldur einnig samræð- urnar, hláturinn og gleðin við borðið. Ína var að sjálfsögðu húsfreyja og allir þeir sem komu nutu góðgerða hvort sem það voru pönnukökur eða vínar- brauðin góðu, alltaf var hugsað um að gestir færu nú ekki án þess að þiggja eitthvert góðgæti. Ína var ávallt tilbúin að prófa eitthvað nýtt og í Glerárskógum smakkaði ég mína fyrstu pitsu hjá minni góðu vinkonu þá á sjö- tugsaldri. Ég minnist þess hve allt atlæti var gott og augljóst að saman höfðu Ína og Magnús skapað gott heimili í Glerárskóg- um, bæði til orðs og æðis. Ína var einstaklega flink í höndunum og í raun mjög list- ræn, þegar ég var í sveit fyrir vestan var hún ávallt með ein- hverja handavinnu. Sumardag- inn fyrsta árið 2004 gekk ég stolt inn í Gerðuberg ásamt eigin- manni mínum til þess að vera viðstödd opnun á málverkasýn- ingu. Þar var Ína að opna sína fyrstu málverkasýningu þá rúm- lega níræð. Ína hafði byrjað að mála árið 1997 og á sýningunni voru vatnslitamyndir eftir hana auk þess sem hún sýndi annað handverk. Það var í raun allt sem lék í höndunum á Ínu og hún var með ótrúlega styrka hönd og gott auga fyrir hinu fínlega og smáa. Þessi hógværa, broshýra og góða kona átti svo sannarlega stóran þátt í að fegra veröld okk- ar. Við erum þakklát fyrir kynni við einstaklega ljúfa og góða manneskju, blessuð sé minning Ínu. Kolbrún Jónsdóttir. Látin er hún Ína frænka frá Glerárskógum í Dölum. Á milli föður okkar og Ínu var sterkur ættarstrengur, sem þau bæði mátu mikils. Þau báru svip- uð nöfn að okkur fannst, hún Eð- valdína Magney, og pabbi, Magnús Eðvald. Þessi staðreynd gerði það að verkum að okkur fannst ennþá vænna um hana Ínu okkar. Að Glerárskógum var alltaf gott að koma og í raun einstök upplifun í hvert sinn. Hlýjan og væntumþykjan tók þar á móti okkur, borð svignuðu undan góð- gæti og kræsingum og Ína hljóp í kringum gestina undur glöð og létt á fæti. Hún fór með okkur í garðhúsið sitt og sýndi stolt blómin sem hún ræktaði af sömu hlýju og alúð og allt annað. Sameiginlegt áhugamál henn- ar og okkar voru margs konar hannyrðir. Þegar Ína varð níræð var slegið upp veislu og sýningu á hannyrðum hennar og mál- verkum í Gerðubergi. Báru mál- verkin hennar um alla veggi glöggt vitni um hve listræn hún var. Fallegar voru og blúndurn- ar hennar á sýningunni sem hún hafði orkerað af mikilli vand- virkni. Sýningin öll er ógleym- anleg og hverfur okkur seint úr minni ánægjan og gleðin sem skein úr andliti Ínu á þeirri stundu. Aldurinn fór vel með Ínu frænku. Njóta þess fáir að eldast eins fallega og virðulega og hún. Eftir að hún fluttist til Reykja- víkur var aðdáunarvert að fylgj- ast með henni þegar hún fór stig- ana í blokkinni sinni í Breiðholtinu eins og léttstíg, lið- ug og ákveðin ær. Það fannst henni ekki slæm samlíking kom- andi úr sveit. Þar kenndi hún okkur meðal annars að prjóna stúkur, ekki fyrir svo löngu. Hún var við þá leiðsögn vel undirbúin, eins og góðum kennara sæmir, nákvæm, vandvirk og með allt á hreinu, þó svo að árin hennar hafi þá verið orðin 96. Síðustu mánuðina á lífsleiðinni dvaldi Ína á Hrafnistu. Þar undi hún hag sínum ágætlega, enda ætíð jákvæð, glöð og hress í öllu fasi. Gott var að líta til hennar þangað. Þar fyrir skömmu dró hún upp orkeringarnálina sína og sýndi okkur að enn væri hún að reyna að orkera blúndur, en þær voru sannkölluð listaverk í hennar höndum. Hún hafði engu gleymt og ekki vantaði viljann, að láta ekki verk úr hendi falla og gera sitt besta. Sannkölluð ís- lensk sómakona. Við munum ætíð minnast Ínu frænku með mikilli hlýju, virð- ingu, söknuði og þökk fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Guðrún og Þuríður Magnúsdætur. Góð vinkona mín hún Ína í Glerárskógum hefur hvatt þetta líf rúmlega 98 ára að aldri. Frá æskuárum mínum vestur í Döl- um á ég margar ljúfar minningar tengdar Ínu og ættingjum mín- um frá Glerárskógum. sérstak- lega kemur upp í hugann vin- skapur Ínu og Sigurborgar ömmu minnar frá Vígholtsstöð- um. Þær Ína áttu mjög vingott saman og báru ómælda virðingu hvor fyrir annarri alla tíð. Það var sammerkt með þeim báðum að þegar maður talaði við þær þá töluðu þær alltaf mjög fallega hvor um aðra. Þær voru mjög góðar vinkonur og svo líkar að mörgu leyti. Hjartahlýja og kær- legur eru réttu orðin yfir þær vinkonurnar. Vinskapur Ínu og ömmu held ég að hafi orðið til þess að mér hefur alltaf fundist Ína vera svolítil amma mín, og í seinni tíð hef ég gantast með það og kallað Ínu ömmu númer 3 líka svo hún heyrði til og alltaf brosti Ína þegar ég sagði að hún væri eiginlega amma mín líka. Það var alltaf jafn gaman hinn 8. ágúst ár hvert að hringja í Ínu á afmælinu hennar og óska henni til hamingju með daginn því maður fann alltaf fyrir svo miklu þakklæti. „Já þú manst alltaf eft- ir gömlu kerlingunni,“ sagði hún og hló. Það var ekki hægt annað en að muna eftir Ínu. Ég man sérstaklega eftir einu símtali mínu til hennar þegar ég var að keyra rútu á Fjallabaki hjá Aust- urleið hf. árið 1998 á sólbjörtum degi. Ég var bara með tvo er- lenda farþega um borð og ég sagði þeim að ég ætlaði að gefa þeim sérstaka útsýnisferð og sýna þeim yfir Skaftártunguna. Ég vissi nefnilega um einn stað sem stóð hátt og þar var ágætis símasamband. Ég stoppaði þar til að hringja í Ínu en á meðan fóru útlendingarnir út að taka myndir. Myndastoppið var bara yfirskin, ég var að stoppa þarna til að hringja í vinkonu mína. Það var alltaf gott og mikið til- hlökkunarefni fyrir mig að heim- sækja Ínu, hvort sem var í Gler- árskóga, Dvergabakka eða á Hrafnistu þar sem hún dvaldi síðustu ævidagana. Í einni heim- sókn minni til hennar í Dverga- bakka fyrir tveimur eða þremur árum sýndi hún mér ljósmyndir frá heimsókn sem hún fór í til Bessastaða fyrir nokkrum árum. Ína sagðir mér að Dorrit for- setafrú hefði spurt hana hver galdurinn væri á bak við svo góða heilsu og háan aldur. Þá hefði hún svarað: „Ég borða allt.“ Það er kannski allur gald- urinn. Ína var alltaf hress og bros- andi og með allt á hreinu. Það eina sem maður heyrði hana kvarta yfir í seinni tíð var að skrokkurinn væri að svíkja hana. En mér fannst Ína alltaf vera sem unglamb. Í einlægni sagt var ég farinn að hlakka til að mæta í 100 ára afmælið hennar hinn 8. ágúst 2013. En þróttur- inn dvínaði hjá Ínu og svo var það mikið áfall þegar Kristrún dóttir hennar féll frá hinn 10. október síðastliðinn langt fyrir aldur fram eftir baráttu hennar við krabbamein. Að lokum þakka ég Ínu fyrir samfylgdina og votta Björk, Bjarnheiði og fjölskyldum þeirra samúð mína. Kveðja til Ínu: Með gleði og þökk, ég minnist þín nú þú bættir upp barnæsku mína. Þú glæddir mitt hjarta, gæsku og trú, hafðu þökk fyrir allt elsku Ína. Sigurður Sigurbjörnsson, Vígholtsstöðum. Sól gyllir spegilsléttan Hvammsfjörðinn. Handan víkur- innar, við enda Hólafjalls, gnæfir Krosshólaborgin, minnismerki landnámskonunnar Auðar djúp- úðgu. Fjölskylda mín og ég renn- um í hlað í Glerárskógum. Ilm töðu leggur að vitum og fuglarn- ir víðóma í þessari náttúruparad- ís. Við knýjum dyra, von bráðar opnast dyr og í dyragættinni stendur gráhærð, ungleg og létt- stíg brosandi kona. Hún breiðir út faðminn og segir fagnandi: „Verið öll hjartanlega velkomin, elskurnar mínar.“ Þetta er Ína í Glerárskógum. Hún trítlar inn langa ganga og hleypur eins og unglingur upp snarbrattan háan stiga. Við fylgjum á eftir. Hún snarast inn í eldhús, smellir kaffikönnunni á, fer svo inn í búr og ber fram matföng þannig að borðendarnir svigna. Mikið er spjallað og fleiri gestir bætast í hópinn. Það er mikil gleði í eld- húsinu í Glerárskógum nú sem fyrr. Eftir góðan málsverð býður Ína til stofu. Þar eru forn hús- gögn og virkileg sveitastemning sem minnir á æskuárin forðum. Stofan er líka skreytt málverk- um, máluðu postulíni og hann- yrðum af öllum toga sem lista- konan Ína hefur dundað við á efri árum. Rifjaðir eru upp gaml- ir tímar og hlátur hljómar um allan bæinn. Tíminn flýgur og gestir tygja sig til heimferðar. Ína fylgir gestum sínum út á hlað. Komið er við í fögrum gróðurreit sem hún hefur ræktað á langri ævi. Mitt í reitnum er gróðurhús opið til suðurs. Þar eru blómstrandi rósir og suðrænar jurtir, sem bera listfengi hennar gott vitni. Ína hafði verið ekkja í meira en aldarfjóðung. Glerárskógar voru hennar sælureitur. Áður bjó hún hér rausnarbúi með Magnúsi bónda og dætrum. Magnús var bóndi góður, átti vel ræktaða sauðahjörð, sinnti sel- veiðum og stuðlaði að laxarækt í ánum beggja vegna jarðarinnar og var í sinni sveit til forystu val- inn. Saman voru þau sannkall- aðir bústólpar í landi Laxdælu. Við kveðjum Ínu og rennum úr hlaði. Svona hafa sumarferðirnar í Glerárskóga verið fastur punkt- ur í tilverunni í meira en þrjá áratugi. Nú er lífshlaupi Ínu lokið. Hún verður til hvílu borin og lögð við hlið Magnúsar bónda í þá mold sem þau unnu og rækt- uðu af elju í landnámi Auðar djúpúðgu. Nú eru veturnætur. Kaldur vindur gárar Hvamms- fjörðinn og skýjahula liggur við brúnir Hólafjalls. Guð blessi minningu Ínu, hús- freyjunnar í Glerárskógum, sem í tæpa öld tók fagnandi, brosandi og veitandi á móti öllum þeim sem þar bar að garði. Benedikt Ó. Sveinsson. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjöl- mörgu sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför móður, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá Gjögri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki fyrir frábæra þjónustu og umönnun. Þorsteinn B. Einarsson, Ester Grímsdóttir, Hrefna Einarsdóttir, Gylfi Jóhannesson, Hansína Bjarnfríður Einarsdóttir, Jón Rafn Högnason, Bryndís Einarsdóttir, Vigdís Rasten, Guðrún Agnes Einarsdóttir, Einar Jónsson, Einarína Einarsdóttir, Stefán Öxndal Reynisson, Gunnar Jens Elí Einarsson, Pálmi Einarsson, Oddný Anna Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu, sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, sonar, tengdaföður og afa, GÍSLA PÁLSSONAR aðstoðaryfirlögregluþjóns. Sérstakar þakkir viljum við færa lögreglu- kórnum og starfsfélögum í lögreglunni. Kolbrún Gísladóttir, Arnþrúður Anna Gísladóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Hafþór Gíslason, Svanfríður Gísladóttir, Aldís Anna og Maríanna Hlíf Jónasdætur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, PÁLS HEIÐARS JÓNSSONAR löggilts dómtúlks, skjalaþýðanda og fv. útvarpsmanns, Miðtúni 32, Reykjavík. Ásta Björgvinsdóttir, Jón Heiðar Pálsson, Anna Jóna Einarsdóttir, Erla Óladóttir, Jóhanna Gunnheiðardóttir, Maria Christie Pálsdóttir, Magni Árnason, Egill Heiðar Anton Pálsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Viktoria Jóna Pröll, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, ÓSKARS BÖÐVARSSONAR fyrrum mjólkurbifreiðarstjóra. Unnur Árnadóttir, Steinþór Óskarsson, Valgerður Anna Guðmundsdóttir, Hörður Óskarsson, Ingvar Árni Óskarsson, Ásdís María Jónsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, fóstra og afa, ÞORSTEINS BJÖRNSSONAR, Bergstaðastræti 8, Reykjavík. Anna V. Heiðdal, Jón Örn Þorsteinsson, Ólína S. Þorvaldsdóttir, Ingvar Björn Þorsteinsson, Sigríður Júlíusdóttir, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Herdís Finnbogadóttir, Daníel Magnús Guðlaugsson, Hafdís Guðmundsdóttir og barnabörn. Það er komið að kveðju- stund, stóra systir mín, Gyða, er kvödd í hinsta sinn sátt við allt og alla, hún var lengi búin að þrá hvíldina. Ég man hana fyrst sem unga stúlku sem heillaði alla í kringum sig og var mikið gefin fyrir hesta, kom hún oft á hestum með vin- konur í heimsókn, þá var glatt á hjalla. Síðan fór hún suður og vann í verslun Guðbjargar Bergþórs í mörg ár. Svo tók alvaran við, hún kynntist manni sínum, Ingvari Ívarssyni, og var gam- an að sjá hvað þau voru ham- ingjusöm, sem entist þeim alla tíð. Þau byrjuðu búskap við Suðurgötu 49 í Hafnarfirði og eignuðust þar fyrsta barnið, Þóri. Flutti ég til þeirra, þá tíu ára gömul, en hún var nítján árum eldri en ég. Það sumar fórum við til Helgu systur sem var elst okkar systkina. Eftir þetta var ég yfir sumarið hjá Helgu en á veturna hjá Gyðu. Börnunum fjölgaði hjá Gyðu og Ingvari, þau eignuðust Hjör- dísi og síðan Ólöfu. Þar sem ég Gyðríður Þorsteinsdóttir ✝ Gyðríður Þor-steinsdóttir fæddist á Þjótanda í Árnessýslu 6. október 1916. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. nóv- ember 2011. Útför Gyðríðar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 14. nóvember 2011. var yngst minna systkina fannst mér ég eignast yngri systkini. Á þessum tíma byggðu þau Hlíða- braut 8 á móti mömmu og pabba. Gyða var ætíð myndarleg hús- móðir og var vinur vina sinna, hrein- skiptin og dreng- lynd, einnig var hún myndarleg í höndum, bæði við bakstur og sauma. Erfiðleikarnir sóttu að þegar Eddan sökk og Ingvar slasaðist, þá var ekki um neinar tryggingar eða bætur að ræða og í kjölfarið fór Gyða aftur út á vinnumarkaðinn, kjarkmikil og dugleg, og vann alla tíð eftir það. Þegar ég kynntist mínum manni var honum vel tekið. Það var svolítið gaman að þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn þá átti hún Þuríði og síðar Ingveldi. Í veikindum mínum var gott að leita til Gyðu, hún var alltaf tilbúin að hjálpa. Þau létu draum sinn rætast og byggðu sér sumarhús við Heklu og áttu þar sælar stundir. Gyða var einnig með hestana sína þar öll sumur. Viljum við hjón- in þakka henni langa og góða vegferð. Lifðu sæl á lífsins vegi ljúfur drottinn fylgi þér. Frelsarinn þig faðma megi fögnum því, sem liðið er. (Ólöf Kristjánsdóttir) Sigríður og Sverrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.