Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 44
RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Slavneskur gustur þaut semhaglél yfir vötnin á fjölsótt-um tónleikum Kammermús-íkklúbbsins á sunnudag. Einkum sópaði af fyrstu tveim verk- unum eftir tékknesku landana Bo- huslav Martinu (1890-1959) og Leos Janacek (1854-1928) er báðir stigu stór skref á vit módernismans á seinni hluta ferilsins – þó sjaldnast á kostnað lagrænu og púlshrynjandi. Og eins og bezt vill verða kraftbirtust töfrar tónverkanna í seiðandi innlifun hins nafnlausa strengjakvartetts Sig- rúnar Eðvaldsdóttur og félaga úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, er komu jafnvel hlustendum til að halda að dvergríki í kreppu væri kjörið fyrir kammeriðkun. Líkt og Dívertímentó Bartóks frá 1938 bar Strengjakvartett Martinus nr. 5 í g-moll H.268 frá sama tíma undir niðri keim af yfirvofandi ógn seinni heimsstyrjaldar, enda meðal ómstríðustu tónverka þessa víðförula Bæheimsbúa. Blóðrík en innsæ með- ferð fjórmenninganna hvatti mann frómt frá sagt til að taka Martinu úr fulllöngu hlustunarsalti. Og þó að nærstaddir efuðust um að stundum draugalegt tónmálið hefði fallið í kramið á upphafsárum KMK, þá stóð verkið nú, eftir gegndarlausa til- raunamúsík síðustu 60 ára, uppi sem magnað dæmi um frjóa nýklassík er skilin var hálfköruð eftir í fram- úrstefnunni. Hinn sérkennilegi „Ástarbréfa“- kvartett Janaceks nr. 2 frá 1928, er kvikmyndakerar kannast við úr Óbærilegum léttleika tilverunnar (1988), var sömuleiðis skemmtilegur áheyrnar, ekki sízt fyrir ýmis ófyr- irsjáanleg innskot er minntu ósjálf- rátt á „klausurnar“ skringilegu í Fóstbræðru. Engu að síður gengu duttlungar Janaceks upp í samfellda heild, og kastað var tólfum í fínalnum með argverskum gaucho-tilþrifum er leiddu fyrir hugskotssjónir frægan lostadans Östu Nielsen í Afgrunden. Loks var 3. og síðasti Strengja- kvartett Tsjækovskíjs í es-moll frá 1876. Þvert á fordóma hreif verkið mann óvænt minna en hin yngri. E.t.v. setti hnausþykkur ritháttur I. þáttar, er minnti á njörvaðan Brahms, fyrsta strikið í reikninginn, þó að fislétt scherzóið (II) veitti að vísu ágæta tilbreytingu. Alltjent virt- ist blóðheit nálgun nafnlausa kvart- ettsins hér orðin einum of rómantísk, og þrátt fyrir frábæra dulúð á loka- metrum Andante funebre (III) verk- aði tempóið fullhratt. Þá trufluðu ein- staka yfirskot 1. fiðlu í efstu og heyranlegustu tónhæðum mann meira en í fyrri dagskrárliðum. IV. þáttur var þó röggsamur við hæfi, og heildaráhrif tónleikanna náðu vel upp fyrir meðallag. Enda til marks um að jafnvel hnípin smáþjóð í vanda getur státað af kammer- flutningi í ótrúlegu misræmi við að- stæður. Morgunblaðið/Kristinn Innsæi Kammertónlistarhópur þeirra Sigrúnar Eðvaldsdóttur, Zbigniew Dubik, Þórunnar Óskar Marinósdóttur og Bryndísar Höllu Gylfadóttur. Slavneskur gustur Bústaðakirkja Kammertónleikarbbbbn Strengjakvartettar eftir Martinu, Jana- cek og Tsjækovskíj. Sigrún Eðvalds- dóttir & Zbigniew Dubik fiðla; Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla og Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Sunnudaginn 20. nóvember kl. 20. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Hátíðartónleikar verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju á morg- un og hefjast kl. 14. Fram koma Barbörukórinn í Hafn- arfirði undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar og fé- lagar úr Bachsveitinni í Skálholti, leiðari er Sigurður Halldórsson sellóleikari. Flutt verður aðventukantatan „Nun komm der Heiden Heiland“ eftir Johann Sebastian Bach. Einsöngvarar eru Þóra Björnsdóttir sópran, Örv- ar Már Kristinsson tenór og Ásgeir Eiríksson bassabaritón. Einnig verða flutt kórverk án undir- leiks í útsetningum Smára Ólasonar og Róberts Abrahams Ottóssonar auk gregorsöngs. Tónlist Hátíðartónleikar í Hafnarfirði Johann Sebastian Bach Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna Breytingar í Mjólk- urbúðinni í Listagili á Akureyri í dag kl. 14. Á sýningunni eru veggskúlptúrar úr silki og ull, unnir með japanskri sibori- tækni. Anna hefur starfað að textíllist í aldarfjórðung og tekið þátt í fjölda sýninga um allan heim. Í sumar tók hún þátt í samsýningunni Skulp- ture by the Sea í Danmörku og nýverið í Cheongju International Craft Biennale í Suður-Kóreu, þar sem verk hennar, ullar- skúlptúrinn Glowing sea-shell, hafnaði í fyrsta sæti í sínum flokki. Mjólkurbúðin er opin kl. 14-17 laugardaga til sunnudaga og eftir samkomulagi. Myndlist Breytingar Önnu í Mjólkurbúðinni Anna Gunnarsdóttir Jón Svavar Jósefsson og djass- kvartettinn Ferlíki leika djass- perlur og dægurlög úr ýmsum áttum á Café Rosenberg á sunnudag og hefjast tónleik- arnir kl. 21. Kvartettinn Ferlíki skipa Ásgrímur Angantýsson píanó- leikari, Jón Ómar Árnason gít- arleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommuleikari og Þórður Högnason bassaleikari. Jón Svavar er óperusöngvari og kórstjóri Bar- tóna, karlakórs Kaffibarsins. Ferlíki hefur víða leikið á undanförnum mánuðum, en þetta er í fyrsta sinn sem Jón Svavar kemur fram með sveitinni. Óperudjass Jón Svavar og Fer- líki á Rosenberg Jón Svavar Jósefsson Fyrsta sinfónía Mozarts, sem hann samdi aðeins átta ára gamall, verð- ur flutt á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna í Sel- tjarnarneskirkju á sunnudag. Einnig verða fluttar aríur og ein- leiksstykki eftir Mozart, Sperger, Rossini, Hoffmeister og Müller. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð haustið 1990 og starfs- árið 2011-2012 er því 22. starfsár hennar. Í hljómsveitinni leika hljóð- færaleikarar sem flestir hafa at- vinnu af öðru, en hún er einnig vett- vangur nemenda og tónlistarkennara til að iðka tónlist og viðhalda færni sinni. Hljómsveit- ina skipa að jafnaði 40-60 manns, en alls hafa meira en 130 manns leikið með henni í lengri eða skemmri tíma. Fjöldi þekktra, íslenskra ein- leikara og einsöngvara hefur komið fram með hljómsveitinni. Gestir hljómsveitarinnar á tón- leikunum verða Dean Ferrell kontrabassaleikari og Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari. Þeir flytja aríur og einleiksstykki eftir Mozart, Sperger, Rossini, Hoff- meister og Müller, ýmist saman eða hvor í sínu lagi og leita svara við spurningunni: Hvað gekk Mozart til þegar hann samdi aríuna „Per questa bella mano“? Stjórnandi á tónleikunum er Oliver Kentish. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Einleiksstykki Dean Ferrell kontrabassaleikari bregður á leik. Fyrsta sin- fónía Moz- arts flutt  Sinfóníutónleikar í Seltjarnarneskirkju Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hugmyndafræðin að baki efnisval- inu eru andstæður þar sem kallast á tveir ólíkir heimar endurreisnar og samtíma,“ segir Hörður Áskelsson sem stjórnar kammerkórnum Schola cantorum á upphafstónleikum Jóla- tónlistarhátíðar í Hallgrímskirkju 2011 á morgun kl. 17. Á efnisskránni eru aðventumótettur eftir endur- reisnartónskáld á borð við Palestrina, Lassus og Scarlatti, í miðju tón- leikanna eru fjórar jólamótettur eftir Francis Poulenc og tvær nýlegar mótettur eftir Skotann James Mac- Millan ramma inn prógrammið. Öll tónverkin eru sungin á latínu og án undirleiks, nema hvað í öðru skoska verkinu leikur Eiríkur Örn Pálsson með á trompet. Sextán söngvarar syngja á tónleikunum og koma fram í misstórum hópum eftir verkum. „Yfirskrift tónleikanna er Exultate deo eða Lofsyngið drottni, en með því viljum við tóna inn 30. starfsár List- vinafélags Hallgrímskirkju sem er að byrja. Með þessum tónleikum fagnar Schola cantorum einnig 15 ára afmæli sínu,“ segir Hörður og tekur fram að hann eigi erfitt með að trúa því hversu hratt tíminn hafi liðið en hann hefur stjórnað kórnum frá stofnun. „Þetta er þéttur kjarni þar sem sumir hafa verið með frá upphafi, en kórinn er orðinn mjög vel samsung- inn. Það eru því mikil forréttindi og í raun eintóm gleði að fá að stjórna svona góðum hópi,“ segir Hörður og tekur fram að gaman gæti verið að komast með kórinn í fleiri tónleika- ferðir til útlanda. „Áheyrendahópur okkar hér heima er yndislegur en til- tölulega lítill. Mann mundi því langa til að komast meira í burtu og þau skipti sem við höfum farið til útlanda hafa verið okkur heilmikil vítamín- sprauta,“ segir Hörður og nefnir í því samhengi tónleika kórsins í Kölnar- dómkirkju fyrir ári sem hafi fallið í einstaklega góðan jarðveg. Óvenjulegt verkefni Raunar er kammerkórinn á leið til útlanda, því á þriðjudaginn kemur heldur Hörður ásamt átta söngvurum úr Schola cantorum til Japans en þar hefur hið þekkta franska tískuhús Louis Vuitton boðið kórnum að syngja við opnun nýrrar tísku- miðstöðvar í Osaka 1. desember nk. „Þetta er óvenjulegt verkefni, en það er ekki hægt að slá hendinni á móti svona tilboði og sem betur fer gátum við hliðrað öðrum verkefnum og þegið boðið,“ segir Hörður, en kór- inn mun dvelja í vikutíma í Japan á vegum Louis Vuitton og syngja á nokkrum stöðum á vegum gestgjafa síns. Að sögn Harðar er greinilega mikið lagt í viðburðinn því kórinn muni koma fram í sérsaumuðum föt- um frá Louis Vuitton. „Þau óskuðu sérstaklega eftir því að við syngjum íslenska tónlist og við munum því flytja bæði íslensk og er- lend jólalög, lag eftir Björk auk nokk- urra íslenskra þjóðlaga,“ segir Hörð- ur og tekur fram að sér hafi þótt sérlega vænt um hve mikið skipu- leggjendur hafi hrifist af laginu Betlehemsstjarnan sem faðir Harðar, Áskell Jónsson, samdi. Spurður hvernig boðið sé tilkomið bendir Hörður á að Louis Vuitton hafi leitað til umboðsmanns sænska dúettsins Wildbirds and Peacedrums og beðið hann að finna fyrir sig góðan norrænan kammerkór og umboðs- maðurinn hafi um hæl bent á Schola cantorum og sagt hann þann besta, en kórinn tók þátt í tónleikum með sænska dúettinum í Fríkirkjunni fyr- ir ári við góðar undirtektir. Morgunblaðið/Golli Tilhlökkun Hörður Áskelsson stjórnandi (lengst t.h.) heldur ásamt fríðu föruneyti til Japans fyrir Louis Vuitton. „Ólíkir heimar kallast á“  Schola cantorum fagnar aðventu í Reykjavík og Osaka Margrét Eir er orðin býsna sjóuð í Frostrósum, hefur sungið með þeim öll árin að undanskildu einu.47 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.