Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Rúmenska söngkonan Elena Mosuc kemur fram á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 18. desember. Mosuc er sópran, mikil stjarna í heimi óp- erunnar og glæsilegasti lýríski kóló- ratúrinn í heiminum í dag, að sögn Kristjáns. Mosuc og Kristján munu syngja bæði jólalög og kirkjuaríur á tónleikunum og ekki er loku fyrir það skotið að Mosuc syngi aðalaríuna úr La Traviata. Þá mun hún syngja tvö rúmensk jólalög án undirleiks. Heiðruð í Rúmeníu Mosuc hefur starfað hjá óperunni í Zürich í Sviss sl. 20 ár og afrekalisti hennar er afar langur (þeir sem vilja kynna sér hann í þaula geta gert það á vefsíðu hennar, mosuc.com). Hún nam söng við George Enescu- listaskólann í Iasi í Rúmeníu og söng í óperuuppfærslum á meðan á náminu stóð. Mosuc hefur hlotið fjölda al- þjóðlegra verðlauna og viðurkenninga á ferli sínum og má af þeim nefna að árið 2005 hlaut hún heiðursorðu rúm- enska forsetaembættisins, mesta heiður sem tónlistarmanni getur hlotnast þar í landi. Fyrir tveimur ár- um hlaut hún doktorsgráðu í tónvís- indum, var kona ársins í Rúmeníu ár- ið 2009 og í fyrra gerð að heiðursborgara heimaborgar sinnar, Iasi, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal há- punkta á söngferli Mosucs má nefna túlkun hennar á Violettu í La Trav- iata í La Scala; á Ólympíu í Ævintýr- um Hoffmanns í Metropolitanóper- unni og Luciu í Luciu de Lammermoor í óperunni í Dallas. Blaðamaður sló á þráðinn til Mosuc í gær, heim til hennar í Zürich. Uppsker eins og hún hefur sáð Mosuc segist aldrei hafa sótt Ísland heim og hlakkar til heimsóknarinnar. Hún segist lítið sem ekkert vita um Reykjavík. -Þú syngur m.a. rúmensk jólalög á tónleikunum? „Já, ég fékk líka tvö lög send í tölvupósti sem ég þarf að læra,“ segir Mosuc og hlær. Hún þekki rúmensku lögin hins vegar afar vel, hún hafi sungið þau margoft í kirkju sem barn í heimalandi sínu. Spurð að því hvort hún hafi sungið mikið á jólatónleikum hin síðustu ár segir hún ekki svo vera, að vísu hafi hún gert það í fyrra en hún sé iðulega önnum kafin í desem- ber, nóg að gera í óperunni þegar jól- in nálgast. -Kristján sagði mér að hann ætlaði að reyna að fá þig til að syngja aðal- aríuna úr La Traviata á jólatónleik- unum … „Á tónleikunum, vill hann það? Sjáum til,“ segir Mosuc í glaðværum tóni. -Mér skilst að þú sért ein skærasta stjarnan í óperuheiminum? Mosuc hlær. „Já, ég hef lagt mikið á mig til að ná þessum árangri. Ég hef lagt mikla rækt við rödd mína og lagt áherslu á söngtækni. Hún er afar mikilvæg ef maður vill geta sungið ólík hlutverk, haldið röddinni í lagi og sungið án þess að vera alltaf þreytt- ur,“ svarar hún. Hún hafi verið í þjálf- un hjá virtum söngkennurum í Mílanó og Zürich, miklum meisturum og reynsluboltum. „Hlutverkin sem ég syng eru mjög erfið, ég söng í 250 sýningum hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflaut- unni,“ segir Mosuc, greinilegt að mikið mæðir á henni. Á næsta ári mun hún syngja hlut- verk Zerbinettu í Ariadne auf Naxos á Salzburg-hátíðinni í Austurríki. „Þetta er fyrsta útgáfa og hærri en sú sem er venjulega sungin. Í það þarf mikla tækni,“ segir Mosuc en hún þykir ná miklum tónhæðum og er afar fær í flúrsöng (coloratura). Allan tímann á sviði -Hvaða hlutverk er það erfiðasta sem þú hefur sungið? „Þau eru mörg en það er líklega Norma því það er dramatískt, flókið og langt. Ég var allan tímann á sviði og það var erfitt,“ svarar Mosuc og leggur áherslu á síðasta orðið. Hún hafi hins vegar notið þess mjög. Mosuc nefnir einnig hlutverk Zerbinettu. -Þú hefur einnig sungið inn á marg- ar hljómplötur … „Já, ég hef sungið inn á plötu með aríum eftir ólík tónskáld og aðra með verkum eftir Mozart. Þá hef ég sungið á plötu frönsk og rúmensk lög. Fyrsta platan mín var með Stabat Mater eftir Brunetti,“ segir Mosuc, hættir upp- talningunni og bendir á vefsíðu sína. Þar sé allan plötulistann að finna. „Ég hef ekki sungið inn á eins margar plöt- ur og Kristján, þær eru mjög margar,“ bætir hún við. „Hann er mikil stjarna, ég er aðdáandi hans,“ segir Mosuc hin kátasta. Blaðamaður segir henni þá frá 12 klukkustunda löngum söng Kristjáns í gjörningi Ragnars Kjart- anssonar, Bliss, sem framinn var fyrir viku í New York. „12 tímar! Hvernig er það hægt?“ segir Mosuc þá, furðu lostin. Blaðamaður getur ekki svarað því. Norma sú allra erfiðasta  Ein skærasta stjarna óperuheimsins í dag, sópransöngkonan Elena Mosuc, syngur á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Hallgrímskirkju  „Hlutverkin sem ég syng eru mjög erfið,“ segir Mosuc Ljósmynd/Suzanne Schwiertz Eftirsótt Mosuc er ein skærasta stjarna óperuheimsins í dag. NICOLAS CAGE AND GUY PEARCE JANUARY JONES SEEKING allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D á1.000 kr. SPARB NÚMERUÐ SÆMIÐASALA Á SAMBIO.IS - OK HHHHH - THE SUN HHHH MÖGNUÐ GAMANMYND SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI „BESTA KVIKMYND ÁRSINS“ - CBS TV HHHH „FYNDIN, TILKOMUMIKIL“ - BACKSTAGE HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „ÆÐISLEG FRAMHALDSMYND.“ - RICHARD CORLISS / TIME „BRAD PITT OG MATT DAMON ERU SPRENGHLÆGILEGIR.“ - MARA REINSTEIN / US WEEKLY „WE WERE DANCING IN OUR SEATS!“ „4 BROSKALLAR AF 4 MÖGULEGUM :).“ - NEWSDAY KIDSDAY „HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL BETRI EN FYRRI MYNDIN!“ „HIN FULLKOMNA HELGIDAGASKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN / US WEEKLY HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA MYNDIR ÞÚ FARA YFIR STRIKIÐ FYRIR HEFNDINA? FRÁBÆR SPENNUÞRILLER FRÁ LEIKSTJÓRANUM ROGER DONALDSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.