Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 11
Grænlendinga er langt fyrir neðan öryggisvitund okkar Íslendinga. Við þurftum að vera harðir á því að öryggismálin séu í lagi, enda grannt fylgst með okkur. Við höf- um verið heppnir að ekki hefur orðið stórslys, einungis smávægileg óhöpp, en það er líka góðum for- vörnum að þakka,“ sagði Ingvi. Haraldur þurfti þó að takast á við mannslát fyrstu nóttina sína í starfi þegar starfsmaður fékk heilablóðfall og hjartastopp út frá því. Þeir Ingvi dvelja í vinnubúðum ásamt öðru starfsfólki og fara til vinnu á hverjum morgni í þyrlu sem lendir á þyrlupalli í 740 metra hæð. Þar býr starfsfólkið sig í við- eigandi öryggisbúnað og leggur í þverhnípt einstigi niður í 600 metra hæð þar sem námuopið er. Verið er að undirbúa námuna fyrir blý- og sinkvinnslu, sem stefnt er á að hefja árið 2013. Búið er að gera 250 km göng. Það sem gerir starfsfólki erf- iðast fyrir er að ekki er kláfur á milli námuops og þyrlupalls, en hann er í smíðum. Það er því þrautin þyngri að koma slösuðum manni í börum úr námu og upp að þyrlupalli. „Við þurfum að fara um sama þverhnípta einstigið og til og frá vinnu nema nú með börur. Þar sem aðeins einn sjúkraflutninga- maður er á vakt í senn þurfum við að stóla á aðra starfsmenn í nám- unni til aðstoðar.“ Missti næstum af eigin brúðkaupi Haraldur fór upphaflega til starfs við gullnámu í Nalunaq á Suður-Grænlandi en þegar björg- unar- og sjúkraflutningamenn vantaði til starfa í blý- og sink- námu sem unnið er við að koma í gagnið, færði hann sig um set og gerðist „Health and safety mana- ger“ sem Haraldur segir öryggis- stjóra og sjúkraflutningamann á ís- lensku. „Auðvitað var ekki stokkið á starfið, þetta þurfti að ræða við fjölskylduna,“ sagði Haraldur sem er giftur þriggja barna faðir með ung börn. Ingvi er einnig giftur og þriggja barna faðir. Þeir Ingvi dvelja sex vikur á Grænlandi í senn og þrjár vikur heima á Ís- landi og starfið telst því vart fjöl- skylduvænt, en þeir eiga auðvelt með að sjá kostina. „Við erum heima þrjár vikur í senn og það er góður kostur. Í raun er þetta ekk- ert öðruvísi en að vera sjómaður,“ sagði Ingvi. Gallarnir eru helst þeir, auk fjarveru frá fjölskyld- unni, að erfitt er að stóla á sam- göngur til og frá Grænlandi vegna rysjótts veðurfars. Vegna þessa missti Haraldur næstum af eigin brúðkaupi. „Ég gifti mig á Ljósa- nótt í byrjun september og pantaði flug fimm dögum áður. Ég taldi það vera nægan fyrirvara en það skall á mikil þoka svo ekki var flogið. Mér tókst að lenda kvöldið fyrir giftingu,“ sagði Haraldur, sem getur brosað að atvikinu í dag. Ingvi bætir um betur og sagðist eitt sinn hafa tafist í 16 daga. Þá er eins gott að framundan sé ekki ein af stóru stundunum í lífinu. „Þeir eru nú nokkuð sveigjanlegir við okkur þarna úti og við getum eitthvað stokkið inn hvor fyrir ann- an, þar sem við vinnum einungis saman í nokkra daga í senn.“ Fyrirtækið sem þeir vinna hjá heitir Angel Mining og náman gengur undir nafninu Black angel eða Svarti engillinn. Vilja sjá námuna taka til starfa Þó að bæði Haraldur og Ingvi hafi enga stefnu tekið með vinn- una, aðra en þá að sinna henni af alúð meðan þeir starfa fyrir Angel Mining, langar þá báða að sjá námuvinnsluna fara í gang, sem áætlað er að verði árið 2013 með 550 menn starfandi. En viðlíka vinnuumhverfi og þeir starfa í er langt frá því að vera auðvelt og því oft og tíðum óráðið hversu menn endast lengi við slíkar aðstæður. Ingva leist t.d. ekki á blikuna þeg- ar svæðið varð sambandslaust í þrjár vikur í sumar og eina sam- skiptatækið sem virkaði var um borð í þyrlunni. En hvernig skyldu þeir annars stytta sér stundir á milli vakta? „Það er lífsnauðsynlegt að eiga flakkara og fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta til að horfa á í frístundum. Þá notum við heima- tilbúin æfingatæki sem Haraldur bjó til úr steinum og köðlum til að halda okkur í góðu formi. Þá daga sem við erum saman notum við vel til æfinga, förum yfir öryggisatriði og fræðin. Annars erum við alltaf á vakt 24/7,“ sögðu ævintýragjörnu vinirnir að lokum. Ljósmynd/frá viðmælendum Þarfasti þjónninn Þyrla er eini fararskjótinn sem hægt er að stóla á til og frá fjallinu þar sem náman Svarti engillinn er. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011  Nám sjúkraflutningamanna stunduðu Haraldur og Ingvi í Sjúkraflutningaskólanum á Akur- eyri. Starfsemi hans fellur undir velferðarráðuneytið.  Til að komast að í námi sjúkra- flutningamanna skal umsækjandi hafa lokið 60 eininga námi í fram- haldsskóla og hafa innan við tveggja ára gamalt skírteini í skyndihjálp, að lágmarki átta kennslustundir.  Námið er byggt á viðurkenndum bandarískum EMT-staðli (Emerg- ency Medical Technician) og inni- heldur bæði bóklega og verklega kennslu.  Markmið námsins er m.a. að nemendur verði færir um að tryggja öryggi á vettvangi og meta ástand sjúklings. Þeir þurfa einnig að geta meðhöndlað og flutt sjúk- ling(a) á viðeigandi hátt. Heimild: www.ems.is. Nám sjúkraflutningamanna BÆÐI BÓKLEGT OG VERKLEGT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.