Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 mér með bros á vör. Þú varst mikill húmoristi og það var alltaf stutt í hláturinn og grínið. Ég sé þig fyrir mér sitjandi í sætinu þínu við eldhúsborðið í Stigahlíð- inni hlæjandi. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu í Stiga- hlíðina. Það var alltaf svo vel tek- ið á móti manni. Það var svo nota- legt að heyra píanóóminn úr stofunni. Þú varst mjög músík- alskur og spilaðir mikið á píanóið. Þetta varð til þess að mig langaði líka til að læra á píanó og fór í framhaldi í söngnám og hvattir þú mig alltaf áfram og sagðir einnig þegar ég hætti að æfa, að ég mætti samt aldrei hætta að spila eða syngja sem ég mun heldur ekki gera. Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá ykkur ömmu alltaf þegar ég var í prófalestri í Versló. Það var alltaf gott að koma til ykkar og fá að vera í ró og næði hjá ykk- ur og einnig var stutt að fara út í skóla. Þið studduð alltaf vel við bakið á mér og hvöttuð mig áfram. Þú kenndir mér hvað það er gott að vera skipulagður og einnig önnur góð vinnubrögð. Mér þykir mjög vænt um þennan tíma. Ég á líka margar minningar um góðar stundir í Kjósinni hjá ykkur ömmu. Þar var alltaf gott að vera. Ég hef einnig ferðast mikið með ykkur ömmu, bæði innan- lands og erlendis. Þá ber helst að nefna skíðaferð til Austurríkis og svo Flórídaferðirnar. Síðasta Flórídaferðin með þér var 2006 þegar þið amma komuð út til okk- ar með mömmu, pabba og bræðr- um mínum til Naples þar sem Valdi var í flugnáminu. Það var dýrmætt að hafa þig með okkur á brúðkaupsdaginn okkar Valda hinn 4. júlí 2009. Gaman hvað þú varst hress þann dag. Þú varst alltaf svo barngóður og hlýr. Það leyndi sér ekki þegar við komum með Petru Björk og svo seinna Birnu Signýju í heim- sókn til þín á Sóltún. Það var gaman að sjá hvað þið Petra Björk höfðuð gaman hvort af öðru. Þú ljómaðir alltaf þegar þú sást litlu langafastelpurnar þínar. Þó að þú hafi verið orðinn mikið veikur undir það síðasta kom allt- af bros þegar þú sást þær. Mér þykir ótrúlega vænt um síðustu heimsóknina sem stelp- urnar komu í til þín núna í byrjun desember. Þá vorum við nýkomn- ar af jólaballi, þær í sparikjólun- um og við með smákökur sem ég var nýbúin að baka. Við sátum saman með ömmu og svo mömmu og pabba líka og borðuðum sam- an smákökurnar. Petra Björk stakk hverri smákökunni á fætur annarri upp í þig og svo teygðir þú þig eftir fleirum. Það þótti þér nú ekki leiðinlegt enda alltaf ver- ið mikill sælkeri. Minning um góðan afa og lang- afa lifir áfram. Þakka þér fyrir allt saman, elsku afi minn. Hvíldu í friði. Edda Ingibjörg Eggertsdóttir. Í dag kveð ég ástkæran afa minn, nafna og vin, Gísla V. Ein- arsson. Þegar ég hugsa til baka um allar þær góðu stundir sem við áttum saman kemur fram lit- róf tilfinninga. Þakklæti, auð- mýkt, hlátur, sorg og söknuður. Minningarnar eru svo margar og góðar „Gleðin er aldrei ein á ferð. Hún leiðir sorgina sér við hönd. Allt sem þú elskar vekur þér gleði og vekur þér sorg – þannig er nú einu sinni kjörum mannsins hátt- að.“ (D.G. Monrat.) Afi minn var sterkur persónu- leiki sem hafði ákveðnar skoðan- ir. Hann var gjarn á að taka mann á eintal til þess að fara yfir það helsta sem sneri að okkar nán- asta umhverfi. Skýr markmið- asetning og hvatningarorð voru þar ofarlega á baugi. Árangur var honum mikilvægur en staðfestan og að gefa sig allan í verkefnið, hvert sem það var, skipti öllu. Að vera trúr sinni sannfæringu og láta ekki bugast þó að á móti blési. Þetta var einkennandi fyrir afa minn allt til loka. Hann lét verkin tala, elti ekki ólar við ósannindi eða annan rógburð, enda verkin sá veruleiki sem skipti öllu máli. Samband mitt við afa minn var mér afar kært og hann gerði mig að betri manni með því að deila með mér viðhorfum sínum og gildum, kunnáttu og kímni. Þegar öllu er á botninn hvolft eiga orð og athafnir það til að falla í gleymsku. En fólk gleymir aldrei þeim tilfinningum sem við vekj- um með því og hvernig við látum fólki líða í návist okkar. Ég mun aldrei gleyma. Þinn nafni, Gísli Valur. Það kom ekki óvænt símtalið frá nafna mínum og frænda Egg- erti Gíslasyni til að tilkynna um andlát föður síns Gísla V. Einars- sonar. Hann hafði lengi barist við erfiðan sjúkdóm og ég hafði frétt- ir af því að stutt gæti verið í enda- lokin. Það sýnir vel hve tíminn er af- stæður að í mínum huga er nú ekki svo ýkja langt síðan ég fékk að fara í helgarheimsóknir á Birkimelinn til Eddu frænku og Gísla til að gista og fá pínu extra dekur í tilveruna. Ég naut þeirra forréttinda sem lítill drengur og fram á unglings- ár að vera uppáhaldsfrændinn hennar Eddu móðursystur minn- ar. Ég man að ég hafði smáá- hyggjur, af því þegar Gísli kom inn í spilið og þau Edda giftu sig, að ég myndi eiga á hættu að missa þessi forréttindi að vera uppáhaldsfrændinn. En það kom strax í ljós að svo var ekki heldur þvert á móti eignaðist ég í Gísla nýjan vin, sem ég strákpollinn fann frá upphafi að vildi vera vin- ur minn og á margan hátt talaði við mig sem jafningja um okkar sameiginlegu áhugamál þegar við vorum saman. Ég man enn hvað ég var montinn af þessu og fannst ég bara vera orðinn alvörumaður, stráklingurinn. Ég leitaði oft í smiðju til Gísla vinar míns, einkum á yngri árum og ávallt lagði hann sig fram um að aðstoða mig við að leysa vandamálin á farsælan hátt. Ég man vel, eins og það hefði gerst í gær, þegar ég heimsótti Gísla árið 1966 og bað hann um að aðstoða mig þegar brúðkaup okk- ar Guðlaugar stóð fyrir dyrum. Faðir hennar hafði boðið til stór- veislu í tilefni af giftingu einka- dótturinnar og nú þurfti hinn ný- orðni 18 ára tilvonandi brúðgumi að standa sig og flytja sína fyrstu ræðu. Þá eins og endranær var auðsótt að leita til Gísla og á einni kvöldstund varð til með hans hjálp ræða, sem hinum unga og taugaóstyrka brúðguma tókst með hjálp og hvatningu Gísla að flytja með sæmd á stóru stund- inni. Gísli lét mikið til sín taka í ís- lensku atvinnulífi um áratuga skeið og valdist til ýmissar for- ystu á þeim vettvangi og skilaði miklu og heilladrjúgu starfi þar. Hann var mér alla tíð mjög kær og þótt samband okkar væri minna síðustu árin þótti mér allt- af jafn vænt um að hitta Eddu og Gísla og rifja upp liðna tíð. Hann var hamingjumaður í einkalífinu og mikill fjölskyldu- faðir, sem alla tíð var mjög um- hugað um velferð barna sinna og seinna barnabarna. Ég vil að leiðarlokum fá að þakka þér, Gísli minn, fyrir allar góðu minningarnar. Elsku góða frænka Edda og kæra frændfólk, innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Minningin um góðan mann lifir. Eggert Magnússon. „Þegar ég leit ofan í vögguna og sá litla bróður minn í fyrsta sinn þá varð allt gott aftur.“ Þetta kvaðst mamma okkar hafa hugs- að er hún leit litla nýfædda bróð- ur sinn augum í fyrsta sinn, þá tíu ára gömul. Þau voru tvö systk- inin, börn einstæðrar móður, verkakonu í Reykjavík á fyrri helmingi síðustu aldar. Saga þeirra er eins og saga margra á þessum tíma, saga fátækar, þrautseigju, dugnaðar og nægju- semi, en líka saga mikillar vænt- umþykju og umhyggju. Stóra systir gætti litla bróður síns, á meðan móðir þeirra vann myrkr- anna á milli. Þessi kærleikur á milli systkinanna varði alla tíð. Hann birtist okkur systrum glöggt, seinna þegar erfiðleikar vegna veikinda foreldra okkar steðjuðu að. Þá studdi Gísli syst- ur sína í hvívetna. Okkur systrum sem bjuggum í húsi ömmu okkar á Barónsstíg er minnisstætt hversu annt Gísla var um velferð móður sinnar. Nær daglega leit hann inn hjá henni þrátt fyrir mikið annríki. Okkur systrum var Gísli ímynd hins myndarlega og trausta frænda. Hann sýndi okkur alla tíð einstaka tryggð og áhuga. Hann rýndi í einkunnir okkar að vori og hvatti okkur áfram í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar þröngt var í búi hjá for- eldrum okkar studdi hann þau á ýmsan hátt eins og að standa straum af skólagjöldum einnar okkar og greiða fyrir keppnis- ferðalag annarra. Þá var efna- litlum námsmönnum í Osló boðið út að borða, þegar hann átti leið þar um og þeir leystir út með veg- legum fjárstuðningi. Á uppvaxtarárum okkar tengdumst við systkinabörnin tryggum böndum sem haldist hafa fram á þennan dag. Segja má að sú væntumþykja og tryggð sem ríkti milli Gísla og mömmu sé viðhaldið í vináttu okkar og er- um við systur þakklátar fyrir ein- staka frændsemi. Systkinin dvöldu bæði á hjúkr- unarheimilum síðustu árin. Myndin af öldruðum systkinum í heimsókn mömmu til Gísla á Sól- tún, þar sem þau horfðust ástúð- lega í augu og héldust í hendur, líður seint úr minni. Elsku Edda, Guðný, Eggert, Halldór, Gunnar og fjölskyldur, þið hafið staðið saman sem hetjur í erfiðum veikindum. Samheldni ykkar er einstök. Minningin um góðan eigin- mann, föður, afa og frænda mun aldrei gleymast. Blessuð sé minn- ing Gísla. Halldóra, Elísabet og Elín Konráðsdætur (Dóra, Beta og Ella). Látinn er góður vinur okkar til fjölmargra ára, Gísli V. Einars- son forstjóri. Kynni okkar hófust fyrir rúm- um 60 árum er við hófum nám við Verslunarskóla Íslands. Þegar námi lauk og við tóku störf á hinum ýmsu sviðum, héld- um við áfram góðum tengslum. Eftir að við höfðum fest ráð okk- ar byrjuðum við, þá fjórir félagar, að spila brids yfir vetrarmán- uðina á heimilum okkar. Var spil- að á síðkvöldum og um leið var notið góðra veitinga hjá eiginkon- um okkar. Héldum við þessum sið okkar um árabil eða þar til veik- indi tóku að hrjá menn. Gísli átti fleiri áhugamál. Hann hafði ánægju af tónlist og lærði ungur á píanó. Hlustaði hann jafnt á klassísk verk og létta mús- ík. Hann hafði einnig gaman af íþróttum, lék handbolta og var góður skíðamaður á yngri árum. Síðar bættist golfíþróttin við sem hann iðkaði sér til ánægju bæði heima og erlendis. Þá stundaði hann einnig lax og silungsveiði, var mikill náttúruunnandi og hafði yndi af ferðalögum, bæði innanlands og utan. Gísli var mikill fjölskyldumað- ur og lét sér mjög annt um sína stóru fjölskyldu. Þau hjónin, hann og Edda, voru höfðingjar heim að sækja og áttum við öll oft ánægjulegar stundir á heimili þeirra. Undanfarin ár átti Gísli við erfið veikindi að stríða er Parkinsonsjúkdómurinn herjaði á hann. Hann tók sjúkdómi sínum af karlmennsku og aldrei heyrð- um við hann kvarta. Hann var glaður að sjá okkur þegar við komum í heimsókn til hans þó að hann ætti undir lokin erfitt með að tjá sig. Við lát hans þökkum við hon- um hans góðu vináttu og minn- umst hans með hlýjum huga. Við sendum Eddu og fjölskyld- unni allri innilegar samúðar- kveðjur frá okkur og eiginkonum okkar. Árni J. Steinsson og Guðjón Eyjólfsson. Við kveðjum í dag með söknuði athafnamanninn Gísla V. Einars- son. Kynni mín af Gísla hófust í árs- byrjun 1988 er ég var ráðinn til Verslunarbankans sem banka- stjóri. Skömmu síðar tók Gísli við sem formaður stjórnar bankans. Hann axlaði þá ábyrgð af festu og vann ötullega að framgangi bank- ans. Það var ekki eðli Gísla að sitja í þægindum heldur vildi hann sækja fram. Hann var hug- myndaríkur og síspyrjandi mark- vissra spurninga. Með þeim hætti gerði hann sér betur grein fyrir stöðu mála og til hvaða úrræða mætti helst grípa. Gísli var alls óhræddur við átök ef hann taldi að hjá þeim yrði ekki komist. Má með sanni segja að Gísli hafi verið frumkvöðull að kaupum einkabankanna á Útvegsbanka Íslands í júní 1989 sem svo sam- einuðust í Íslandsbanka. Upphaf- ið var með þeim hætti að í ágúst 1988 kallaði Gísli á okkur Þorvarð Elíasson til fundar við sig í Mata hf. Þorvarður sat með Gísla í stjórn Verslunarbankans og var þar hans nánasti samstarfsmað- ur. Sléttu ári áður höfðu annars vegar hópur einkaaðila og hins vegar Samband Íslenskra Sam- vinnufélaga gert tilboð í kaup á meirihluta hlutafjár Útvegsbank- ans án árangurs. Eins höfðu fyrri tilraunir til sameiningar einka- bankanna runnið út í sandinn. Á fundinum ákvað Gísli að Verslunarbankinn skyldi taka af skarið. Helst vildi hann að Versl- unarbankinn myndi einn kaupa hlutabréfin en eftir viðræður við ráðherra og ráðgjafanefnd hans var leitað eftir samstöðu með stjórnendum Alþýðubankans sem tókst fyrir lok ársins. Í maí 1989 bættist Iðnaðarbankinn í hópinn sem varð til að styrkja hann enn frekar og mánuði síðar samþykkti ríkið að selja hópnum Útvegsbankann. Fyrir sameiningu bankanna vann bankastjórnin og bankaráð- ið undir forystu Gísla að því að tryggja betur útlán Verslunar- bankans til hagsbótar fyrir hlut- hafa. Stærsta málið sem leysa þurfti var að efla eiginfjárstöðu Íslenska útvarpsfélagsins (Stöðv- ar 2). Þá reyndi á þolrifin og Gísli hvikaði hvergi þegar á þurfti að halda. Sameiningin í Íslandsbanka var framfaraskref sem svaraði kalli tímans. Hún gerði einka- bönkunum kleift að standa jafn- fætis stóru ríkisbönkunum tveim- ur, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í harðnandi samkeppni. Nokkrum árum áður hafði bönkunum verið gefið frelsi til að ákveða sína eigin vexti og þóknun sem eðlilega hleypti af stað samkeppni þar sem á reið að bjóða góða þjónustu og kjör og halda kostnaði niðri. Eftir sam- eininguna í Íslandsbanka í árs- byrjun 1990 tóku við tvö erfið ár í efnahagslífinu sem hefðu getað farið illa með litlu einkabankana. Eftir að samvinnu okkar Gísla í rekstri banka lauk héldum við áfram góðum tengslum m.a. sem félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík Austurbær. Margt mátti af Gísla læra og ég er þakk- látur honum fyrir árangursríka samvinnu og vinsemd. Ég ber virðingu fyrir þeim mannkostum sem Gísli var búinn. Gísli og Edda voru glæsileg hjón sem afar skemmtilegt var að vera með. Við Rannveig vottum Eddu og fjölskyldunni samúð. Tryggvi Pálsson. Fréttin um andlát Gísla V. Einarssonar kom í sjálfu sér ekki á óvart, við vissum af baráttu hans við illvígan sjúkdóm um nokkurra ára bil. Nú rifjast upp áratuga minn- ingar, allt frá upphafi kynna okk- ar þegar við fluttum á fjórðu hæð á Birkimel 10 í Vesturbæ Reykja- víkur. Við hjónakornin vorum ný- byrjuð að búa þegar Gísli og hans einstaka eiginkona Edda, nýkom- in heim frá námi erlendis, fluttu inn á sömu hæð í sama húsi. Síðan komu börnin sem styrktu vin- áttutengslin enn frekar. Gísli var afburða fræðimaður, menntaður hérlendis og erlendis, í Danmörku og Bandaríkjunum. Hann varð stundakennari við Há- skóla Íslands að námi loknu. Hann gat sér mjög gott orð sem kraftmikill og traustur forystu- maður í atvinnulífinu og stofnun- um þess um árabil. Það var sóst eftir því að fá Gísla til þátttöku í fjölmörgum verkefnum og hvar- vetna sem hann kom að var hann liðsmaður góður. Þekking, skarp- skyggni og sanngirni voru ein- kennandi fyrir vinnu hans við lausn þeirra verkefna sem hann tók þátt í. Hann var maður sátta og samkomulags þegar á reyndi í erfiðum málum. Ég naut þess að kynnast Gísla í starfi að nokkrum verkefnum sem hann átti aðild að. Hvergi bar skugga á okkar góða sam- band alla tíð, hvorki í leik né starfi. Gísli og Edda voru höfðingjar heim að sækja, þar réð hlýja, glaðværð og jákvæðni sem seint mun gleymast. Gísli var vinur vina sinna. Við hjónin þökkum kynni okk- ar Gísla, vottum Eddu og fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúð og hluttekningu. Guðrún R. Eiríksdóttir, Jónas A. Aðalsteinsson. Kveðja frá skólafélögum Gísli V. Einarsson, samstúdent frá Verzlunarskólanum, lést 20. des. eftir langvarandi og erfið veikindi. Á skólaárunum í Versló var hann jafnan í fremstu röð nem- enda og góður félagi í samhentum stúdentahópi þar sem mynduðust sterk vináttutengsl. Hann vann sér alls staðar tiltrú og traust í öllum verkefnum sem hann annaðist. Að loknu háskólaprófi í við- skiptafræðum og framhaldsnámi erlendis starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri og var virkur í fé- lagsmálum atvinnulífsins þar sem hann gegndi mörgum trúnaðar- störfum. Hann var m.a. formaður skóla- nefndar Verzlunarskólans þar sem hann vann að skipulags- breytingum og endurskoðun námsefnis sem reynst hafa vel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Með söknuði og trega kveðjum við góðan vin og félaga. Eddu, börnum þeirra og venslafólki vottum við dýpstu samúð. Valdimar Hergeirsson. Það er með söknuði að ég kveð Gísla V. Einarsson, góðan vin minn, sem ég starfaði með meg- inhluta starfsævi minnar eða í meira en aldarfjórðung. Við höfð- um þekkst svo lengi, sem ég man eftir, því móðir mín og Halldóra Pálsdóttir móðir Gísla voru vin- konur. Halldóra var hörkudugleg einstæð móðir, sem bjó ásamt börnum sínum þeim Gísla og Páldísi á Barónsstíg 55. Þangað var ég oft sendur í tímabundna pössun á barnsárunum eins og gengur. Aftur lágu leiðir okkar saman í Verslunarskóla Íslands, þar sem hann var að ljúka stúdentsprófi, þegar ég var að hefja þar nám. En samstarf okkar hófst fyrir alvöru árið 1963, þegar hann bauð mér starf á skrifstofu Kassagerð- ar Reykjavíkur, þar sem hann var þá skrifstofustjóri. Árið 1966 gerðist hann framkvæmdastjóri hjá heildverslun Eggerts Krist- jánssonar hf. Starfsemi fyrirtæk- isins var mjög umfangsmikil og dreifðist víða um borgina. Hlut- verk Gísla var að endurskipu- leggja starfsemina og koma henni í nútímahorf. Því miður lést stofnandi fyrirtækisins og tengdafaðir Gísla síðar á sama ári og því naut hann ekki lengi stuðn- ing hans. Hann hafði forgöngu um að tekin var í notkun ein fyrsta tölv- an í einkafyrirtæki hérlendis árið 1966. Tölvur þess tíma voru að vísu í öðru formi en nú til dags, því þá voru gataspjöldin allsráð- andi með viðeigandi vélbúnaði. Tilkoma þessarar tækni var al- gjör bylting á sínum tíma, þar sem farið var úr meira og minna handfærðu reikningshaldi yfir í vélrænt. Sú breyting gekk ekki alveg átakalaust fyrir sig, því ekki höfðu allir trú á þessari nýju tækni, en Gísli hafði sitt fram. Þá lét hann teikna og byggja nýtt húsnæði fyrir heildversl- unina, sem reist var í Sundagörð- um í næsta nágrenni við nýtt hafnarsvæði, sem þá var í upp- byggingu og þangað var flutt um 1975. Nokkrum árum seinna var fyr- irtækinu skipti upp á milli erf- ingjanna í 4 sjálfstæðar einingar. Hluti Eddu og Gísla var Mata hf. og Sundagarðar hf. og byggði hann sérstakt hús undir starf- semina á lóð félagsins í Sunda- görðum. Þessi fyrirtæki eru nú rekin af börnum þeirra og dafna vel. Hann var einnig í forystusveit félagasamtaka atvinnulífsins eins og kunnugt er. Samskipti okkar á þessum ár- um voru líka mikil utan vinnu, því við hjónin ferðuðumst oft með honum, Eddu og börnum okkar þá aðallega um hálendið. Lax- og silungsveiðiferðirnar voru líka fjölmargar og ánægjulegar. Við hjónin sendum Eddu, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Óli Örn Tryggvason. Í dag fer fram útför Gísla V. Einarssonar, fyrrverandi for- stjóra. Gísli var einn af forystu- mönnum íslensks viðskiptalífs og baráttmaður fyrir frjálsum og heilbrigðum viðskiptaháttum. Ég kynntist Gísla V. Einars- syni sumarið 1974 þegar ég kom til starfa hjá Verzlunarráði Ís- lands sem hagfræðingur þess eft- ir nám í rekstrarhagfræði í Bandaríkjunum. Gísli hafði þá tekið við formennsku fyrr á árinu en hann var formaður ráðsins í fjögur ár eða þar til í febrúar 1978. Áður hafði Gísli setið í stjórn Félags íslenskra stórkaup- manna og veitt skólanefnd Versl- unarskóla Íslands forystu. Gísla fylgdu á margan hátt ný vinnubrögð þar sem leitast var við að taka á málum með fagleg- um hætti. Viðskiptaþing var vett- vangur til þess. Fyrsta Viðskipta- þingið 1975 tók verðlagsmálin fyrir. Nýsköpun íslenskra fjár- mála var rædd á þinginu 1977 og gjaldeyris- og utanríkisviðskiptin á þinginu 1979. Öll þessi umfjöll- um varð mikilvægt innlegg í þær breytingar sem síðar urðu. Gísli var einbeittur baráttu- maður fyrir frjálsum viðskipta- háttum. Í því efni á viðskiptalífið honum margt að þakka. Gísli SJÁ SÍÐU 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.