Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 Vibeke Nørgaard Nielsen vibe.nn@fibermail.dk Einn af þeim stöðum sem ég hef unun af að heim- sækja þegar leið mín liggur til Reykjavíkur er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Safnið er á ein- stökum stað á Laugarnestanga, rétt við sjóinn í úti- vistar- og náttúrsvæði með frábært útsýni. Þar er og mikið fuglalíf og fjöldi fornminja. Listaverk Sig- urjóns falla inn í náttúruna umhverfis safnið og skapa samhengi milli arkitektúrsins, listarinnar og náttúrunnar í anda hans. Ég heyrði Birgittu Spur fyrst getið og Sigurjóns Ólafssonar eiginmanns hennar 1994 í fyrirlestri Júlíönu Gottskálksdóttur í Norræna húsinu um frumherja í íslenskri myndlist. Allt frá þeirri stundu hef ég gert mér far um að kynnast betur ís- lenskri og danskri myndlist og hinu nána sambandi sem hefur verið á milli listamanna landanna tveggja. 1995 fór ég til Íslands með litlum hópi í því skyni og með fyrstu verkum okkar var að heim- sækja listamanninn Pál Ólafsson á Húsafelli. Einn ferðafélaga minna var Lilli Sigfusson fiðluleikari, sem leikið hafði með borgarhljómsveit Árósa, en hún var þá um áttrætt. Tengdafaðir hennar var hinn kunni dómorganisti og tónskáld Sigfús Ein- arsson og Lilli langaði til að leggja blómsveig að gröf hans í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þegar við komum að gröfinni varð ég gagntekin af bronslágmyndinni sem skreytti legsteininn, en á henni er mynd af Sigfúsi Einarssyni innrömmuð af orgelpípum. Mér var sagt að höfundur myndarinnar væri Sig- urjón Ólafsson og að listasafn hans væri á Laugar- nestanga. Allur hópurinn hélt því í safnið og þar tók á móti okkur stofnandi safnsins og stjórnandi Birg- itta Spur sem sagði okkur frá safninu og frá manni sínum listamanninum Sigurjóni Ólafssyni. Hún sagði okkur meðal annars frá því að á hverju ári væri ungum listamanni boðið að sýna verk sín með verkum Sigurjóns og þetta ár var gesturinn einmitt Páll Guðmundsson frá Húsafelli, sem við heimsótt- um skömmu áður, á sýningu sem hét Vættatal. Verk Páls féllu vel að verkum Sigurjóns, kannski vegna þess að afstaða þeirra til náttúrunnar var áþekk. Páll átti sinn „helga“ klett í Bæjargili, sem er skammt frá heimili hans á Húsafelli, og Sigurjón átti sér áþekkan stað á æskuslóðum sínum á Eyr- arbakka á suðurströndinni. Í samtali sem birt er í bókinni Rundt om en fjord segir Sigurjón dönskum vini sínum, Otto Gelsted, frá því að skammt frá æskuheimili hans sé lítil hæð, heilagur dulúðugur staður þar sem sauðfé mátti ekki bíta og ekki mátti heyja. Hann færði hæðinni fórnir, skeljar, bein og ámóta. Á þessari sandströnd við óravíddir Atlantshafsins hafði hann fundið efni- við í listaverk og risti sínar fyrstu teikningar í sand- inn. Birgitta sagði okkur frá þessu á meðan hún leiddi okkur um safnið og sýndi okkur listaverkin, dularfullar verur í hrókasamræðum sín á milli. Birgitta skýrði okkur einnig frá því að helstu granítverk Sigurjóns, tveir risaskúlptúrar sem vega hálft áttunda tonn hvor, eru á ráðhústorginu í Vejle sem er bær skammt frá heimili mínu, verk sem ég hef oft staðnæmst við og dáðst að. Frá því ég komst á snoðir um Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar í fyrsta sinn 1995 hef ég oft heim- sótt þetta einstaka safn í Laugarnesinu og alltaf hefur Birgitta Spur tekið á móti mér af mikilli gest- risni. Birgitta er fædd 28. desember árið 1931 á Fjóni og nam höggmyndalist hjá Luckow-Nielsen 1950 til 1952 og við höggmyndadeild Konunglegu Listakademíunnar í Kaupmannahöfn 1952 til 54. Hún flutti til Íslands með eiginmanni sínum Sig- urjóni Ólafssyni árið 1956 og tveimur áratugum síð- ar hóf hún nám í dönsku og íslensku við Háskóla Ís- lands og lauk BA-prófi árið 1980. Hún kenndi við framhaldsskóla og stundaði einnig nám í listasögu við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla til ársins 1985. Skömmu eftir fráfall Sigurjóns 1982 beittu Birgitta og fjölskylda hennar sér fyrir því að opnað yrði safn með verkum hans á Laugarnes- tanga og eftir stækkun og endurbætur á vinnustofu hans var safnið vígt 21. október 1988, en þann dag hefði listamaðurinn orðið áttræður. Nú, skömmu fyrir áramót, varð Birgitta svo átt- ræð. Sigurjón Ólafsson maður hennar var braut- ryðjandi í óhlutbundinni list í Danmörku og á Ís- landi og sem portrettlistamaður er hann með helstu listamönnum Norðurlanda. Birgitta Spur er sjálf brautryðjandi í kynningu á myndlist. Hún hefur komið að fjölda merkilegra listsýninga í Danmörku á undanförnum árum og æviverk hennar, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga, er perla í miðju Reykjavíkur. Frá Dan- mörku sendi ég henni hjart- anlegar hamingjuóskir og þakkir fyrir fjölmargar auðgandi stundir. Vibeke Nørgaard Nielsen er danskur kennari á eft- irlaunum sem hreifst af Íslandi í heimsókn til dóttur sinnar í Reykjavík 1990. Hún setti upp sýningu um Íslands- ferðir þeirra Daniels Bruuns og Johannes F. Kleins 1898 og Johannes Larsens 1927 og 1930 á síð- asta ári. Morgunblaðið/ÞÖK Brautryðjandi Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, æviverk Birgittu Spur, á Laugarnestanga, er perla í miðju Reykjavíkur. Sigurjónssafn er æviverk  Birgitta Spur, stofnandi og stjórnandi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, varð átt- ræð í gær  Hún er brautryðjandi í kynningu á myndlist Elektra Ensemble býður upp á ár- lega flugeldasýningu í tali og tónum á Kjarvalsstöðum á föstudaginn kl. 20. Á efnisskrá tónleikanna bregður fyrir ýmsum dansformum úr verk- um eftir meðal annarra Dvorák, Tchaikovsky og Piazzolla auk þess sem hópurinn frumflytur verk eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Sér- stakur gestur á tónleikunum er Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleik- ari en hún kemur reglulega fram með fjölmörgum kammerhópum og sem einleikari víða um heim. Elektra Ensemble skipa Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleik- ari, Helga Björg Arnardóttir klarín- ettuleikari, Helga Þóra Björgvins- dóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Tónleikarnir eru samstarfsverk- efni Elektra Ensemble og Lista- safns Reykjavíkur. Flugelda- sýning í tali og tónum  Elektra Ensemble á Kjarvalsstöðum Morgunblaðið/Heiddi Flugeldasýning Elektra Ensemble leikur á Kjarvalsstöðum. Að þessu sinni þarf Holmes að glíma við erkifjanda sinn, Moriarty prófessor. 39 » Seinni jóla- tónleikar Mót- ettukórs Hall- grímskirkju verða haldnir í Hallgrímskirkju í kvöld og hefjast kl. 20. Einsöngv- ari er Þóra Ein- arsdóttir sópr- ansöngkona, Daði Kolbeinsson leik- ur á óbó, Áshildur Haraldsdóttir á flautu og orgelleikari er Björn Stein- ar Sólbergsson. Stjórnandi er Hörð- ur Áskelsson. Erlendir kórfélagar leggja til jólalög frá sínum heima- löndum, flutt verður ný jólatónlist eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Halldór Hauksson og Martin J. Cieslinski og jólalög eftir Áskel Jónsson, Sigvalda Kaldalóns, Hörð Áskelsson o.fl. Seinni jólatón- leikar Mótettu- kórsins í kvöld Þóra Einarsdóttir 2006 -2007 Hraunblóm/Lavaens blå blomst Carl-Henning Pedersen og Else Alfelts Mu- seum, Herning maí 2006 Norðurbryggja, Kaupmannahöfn 2. nóvember 2006-15. janúar 2007. Carl-Henning Pedersen, Else Alfelt, Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson Sýning á vatnslitamyndum og olíukrítar- og tússverkum dönsku COBRA-listamannanna Else Alfelt og Carl-Henning Pedersen sem þau hjónin gerðu er þau dvöldu hér á landi sumarið 1948. Einnig voru sýnd verk Svavars Guðnasonar og Sigurjóns Ólafssonar frá sama tíma. 2008 Portrett Sigurjóns Friðriksborgarhöll á Sjálandi Det Nationalhistoriske Museum på Freder- iksborg Slot, 26. september - 31. desember. Sýning á 26 andlitsmyndum eftir Sigurjón í hinu þekkta safni í Friðriksborgarhöll í Hill- erød á Sjálandi. Samhliða sögulegri sýning um tengsl Danmerkur og Íslands. 2011 Íslenskir módernistar og Kai Nielsen Í Listasafninu í Svendborg á Fjóni, 11. september - 23. október. Valin verk eftir myndhöggvarana Kai Nielsen og Sigurjón Ólafsson, vatnslitamyndir eftir Hafstein Aust- mann og Björgu Þorsteinsdóttur og málverk eftir samtímamenn Sig- urjóns, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Guðmundu Andr- ésdóttur og Kristján Davíðsson. Nýlegar sýningar í Danmörku MENNINGARTENGSL Sigurjón Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.