Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 ✝ Guðfinna ÁsaJóhann- esdóttir fæddist á Siglufirði hinn 7. mars 1946. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 16. desem- ber sl. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Pálmi Ásgrímsson, fæddur 23.9. 1911, dáinn 22.4. 2001, frá Karls- stöðum í Ólafsfirði og Guðrún Jóhanna Þorláksdóttir, fædd 18.6. 1925, dáin 28.2. 2010, úr Fljótunum. Eftirlifandi systir Guðfinnu er Guðrún Þórlaug Jóhannesdóttir, fædd 18.6. 1943. Maki hennar er Haf- steinn Alfreðsson og á hún fjóra syni. Guðfinna á fjórar dætur. Með Leifi Halldórssyni á Guðfinna Jóhönnu Hafdísi Leifsdóttur, fædd 11.1. 1967, gift Óskari Tómasi Guðmunds- syni. Þau eiga fjögur börn. inn 24.9. 1989, Kristófer Vikt- or, fæddur 10.8. 1990, Sandra Júlíana, fædd 23.6. 1992, Frið- rik Grétar, fæddur 19.5. 1998. Fósturdætur Eydísar eru El- ínrós, fædd 24.7. 1981, Hulda Sigrún, fædd 9. 12. 1982, Tinna Björk, fædd 8.7. 1986 og eru þær dætur Haralds. Guð- björg Guðný Grétarsdóttir, fædd 28.3. 1975. Hennar mað- ur er Hilmar Bragi Bárðarson, fæddur 25.5. 1970. Þau eiga saman tvö börn. Bárður Sindri, fæddur 26.6. 2000 og Birta María, fædd 17. 10. 2006. Fyrir á Guðbjörg dótturina Anítu Ósk, fædd 31.5. 1995. Faðir hennar er Eiríkur Bark- arson. Guðfinna Ása bjó með for- eldrum sínum á Siglufirði til 1963, þegar þau fluttu Suður með sjó. Guðfinna starfaði við ýmis störf á sinni lífsleið. Sem dæmi við fiskvinnslu, í slát- urhúsi, hjá Varnarliðinu, við bústörf í Eyjafirði og síðast hjá Matarlyst í Reykjanesbæ. Síðasta árið starfaði hún sem sjálfboðaliði hjá Hjálpræð- ishernum í Reykjanesbæ. Útför Guðfinnu Ásu fór fram frá Keflavíkurkirkju 28. desember 2011. Guðmundur Her- mann, fæddur 18.9. 1990, Guð- finnur Davíð, fæddur 7.3. 1992. Brynhildur, fædd 26.6. 1994. Daníel Máni, fæddur 8. 2. 2001. Guðfinna giftist Grétari Guðjónssyni, fædd- um 30.10. 1943. Þau skildu 1992. Þau eiga þrjár dætur saman. Guðrún Þórlaug Grétarsdóttir, fædd 11.12.1968. Hennar mað- ur er Ragnar Magnússon, fæddur 25.7. 1970. Börn þeirra eru Atli Már, fæddur 6.5. 1992, Magnús Smári, fæddur 12.6. 1996, Aron Ingi, fæddur 21.3. 2000. Eydís Grétarsdóttir, fædd 2.4. 1971, er í sambúð með Haraldi Jakobssyni. Eydís á 4 börn með fyrrverandi eig- inmanni sínum, Karli Friðriks- syni. Börn þeirra eru: Grétar Elfar, fæddur 30.6. 1989, dá- Elsku mamma mín, ég trúi ekki að þú sért farin frá mér, ég sakna þín. Þetta voru mjög ein- manaleg jól án þín, ég beið eftir að þú hringdir í mig á aðfanga- dag en engin mamma hringdi, það var mjög skrítið. En mikið var gaman að við fórum í ferða- lag saman allar systurnar, við fórum til Dalvíkur um verslunar- mannahelgina, svo vorum við líka á fiskideginum mikla, mikið fannst þér gaman og skemmtir þú þér vel með öllum börnunum þínum og barnabörnunum. Ekki hefði mig grunað að þetta væri síðasta ferðalag okkar með þér, en ég mun minnast þess vel og lengi, þetta var æðisleg vika með fólkinu mínu. Það verður skrítið að geta ekki hringt í þig og talað við þig um allt, ég gat alltaf tekið upp tólið og hringt í þig, mér leið alltaf betur þegar ég var búin að tala við þig og það var líka alltaf hægt að biðja þig um hjálp, þú varst alltaf tilbúin að vera hjá strákunum mínum, þetta verður stórt skarð hjá okkur. En eftir sumarið varstu mikið veik, ég var mikið með þér. Þetta voru erfiðir þrír mánuðir en þú varst svo dugleg, barðist eins og hetja, kvartaðir aldrei, þú ætlaðir svo að sigrast á þessum illvíga sjúk- dómi en hann hafði betur, en mikið var nú gott að halda í þína hönd síðustu stundina. Núna veit ég að þér líður betur, núna ertu hjá ömmu og afa, svo líka hjá ömmustráknum þínum honum Grétari Elfari. Ég kveð þig í bili, ég mun elska þig, elsku mamma mín. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þín dóttir, Guðrún. Elsku mamma mín, hvern hefði grunað að komið væri að kveðjustund en nú hefur þú hvatt þennan heim eftir stutta en erfiða baráttu við þennan ill- víga sjúkdóm sem þú barðist svo hetjulega við og kvartaðir aldrei þó að þú værir mikið kvalin, því- lík hetja. Ég sit og felli mörg tár við þessi skrif, því þau eru svo erfið, sár og óréttlát þar sem þú varst á besta aldri. Og óneitanlega leitar hugur- inn í þann minningabanka sem ég á um svo fallega og góða mömmu. Við brölluðum ýmislegt saman, við fórum í sólarlanda- ferðir saman og við ferðuðumst hér heima og í einni sólarlanda- ferðinni varstu orðin svo rík af barnabörnum. Við þessi skrif finn ég hvað það er mikið skarð sem myndast hefur í hjartað mitt við fráfall þitt. Alltaf gat ég leitað til þín, elsku mamma mín, hvort sem það þurfti að baka, sauma eða bara sjalla. Þú varst ekki bara góð mamma heldur góður og traustur vinur í senn. Það var aldrei langt í púkann í þér. Þú varst alltaf til í að fíflast með okkur og oft gleymdi maður því að þú værir orðin 65 ára þar sem þú varst alltaf svo hress. Alltaf varstu til í að koma í búðir og ferðalög með okkur og höfð- um við mikið gaman af. Nú kveð ég þig með sorg í hjarta. Megi guðs englar passa þig. Elsku mamma, hvíldu í friði, ég elska þig alltaf. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín dóttir, Eydís Grétarsdóttir. Elsku mamma mín, mikið sakna ég þín og ég fann fyrir því nú um jólin. Að geta ekki heyrt fallegu röddina þína. Þú varst ekki bara fallega mamma mín, þú varst líka besta vinkona mín eins og svo margir hafa talað um. Ég leitaði með svo margt til þín og nú veit ég ekki hvert skal leita. Ég gat sagt þér allt og þú hlustaðir alltaf. Og hver á núna að passa litlu kjötbolluna þína eins og þú kallaðir ömmugullið hana Birtu Maríu? Þegar þú komst til okkar eftir að hafa verið lengi í burtu þá sleppti hún þér ekki og vildi helst að þú svæfir heima hjá okkur. Ég veit það að Birta María saknar ömmu sinnar mik- ið og þó hún sé aðeins fimm ára þá áttaði hún sig strax á því sem hafði gerst kvöldið sem þú kvaddir. Bárður Sindri reyndi að vera sterkur fyrir mömmu sína og það sama má segja um Anítu Ósk. Söknuður þeirra er mikill og sár og við Hilmar söknum þín alveg óendanlega mikið. Þú varst hetjan mín í þínum erfiðu en skammvinnu veikind- um. Þú greindist með krabba- mein í byrjun september en mánuði áður hafðir þú verið með öllum dætrum þínum og fjöl- skyldum þeirra á fiskideginum mikla á Dalvík. Þar varðst þú fyrir því óhappi að flækjast í tjaldhæl og falla í jörðina og meiðast. Þú vildir ekki strax til læknis og ætlaðir að hrista þetta af þér. Þegar heimsókn til lækn- is varð að veruleika kom hins vegar í ljós að eitthvað alvar- legra hafði hreiðrað um sig í lík- ama þínum. Þú varst með krabbamein og það tók aðeins fáeinar vikur að leggja þig að velli eftir að það greindist. Þú barðist samt eins og hetja og sagðir oft við okkur systurnar að þú værir ekkert að fara að deyja. Ég leyfði mér að trúa að þú yrð- ir hjá okkur um jólin. Sú ósk rættist ekki en ég leyfi mér að trúa að þú eigir þátt í nokkrum óútskýrðum atvikum um jólahá- tíðina og nú brosi ég. Við töluðum oft um það okkar á milli að það væri ekki búið að klippa á naflastrenginn á milli okkar. Við gerðum svo margt saman, fórum svo margt saman og brölluðum svo mikið. Við vor- um saman í einu og öllu. Nú þarf ég að læra að lifa án þín en ég mun alltaf hafa þig með mér. Ég tók til dæmis fyrir þig dagatal fyrir árið 2012 í búðinni fyrir jól- in, alveg óhugsað. Ef ég fór í lengri ferðir lét ég þig alltaf vita af ferðum mínum og þegar ég var komin á áfangastað. Það verður erfitt að geta ekki hringt í þig í ferðalögunum næsta sum- ar til að segja frá áfangastað. Ég held samt að það verði auðveld- ara fyrir þig að fylgjast með okkur öllum núna því þú ert orð- in fallegur engill sem vakir yfir mér og mínum. Ég gæti skrifað heila bók sem væri bara um þig, elsku mamma mín, og allar þær góðu minn- ingar sem ég á um þig. Þær minningar ætla ég að geyma í hjarta mínu. Nú ertu komin til foreldra þinna sem þú elskaðir svo heitt. Það hafa verið fagn- aðarfundir. Þá hefur ömmubarn- ið þitt hann Grétar, sem fór frá okkur svo fljótt, tekið vel á móti ömmu sinni. Þú verður jarðsett hjá honum í Útskálakirkjugarði, eins og þú óskaðir fyrir svo löngu. Ég bið Guð að passa þig, elskulega móðir mín, þar til við hittumst á ný. Þín dóttir, Guðbjörg. Elsku amma okkar, tíminn líður svo hratt, við trúum því varla að það sé kominn tími til að kveðja þig, við eigum eftir að sakna þín svo mikið, við munum ávallt gleðjast vegna þeirra stunda sem við áttum saman með þér. Við finnum fyrir hlýju í hjarta okkar að þú sért kominn til Grétars þíns, nú líður þér bet- ur og kvelst ekki meir. Þú varst frábær amma og góður vinur, nú kveðjum við þig í bili, elsku amma. Þínir ömmustrákar, Atli Már, Magnús Smári og Aron Ingi. Elsku amma, Við söknum þín mikið. Þú varst alltaf tilbúin að passa okkur. Þú verður alltaf besta Ása amman okkar. Nú ertu komin til langömmu og langafa. Við munum sakna þín, elsku amma okkar. Núna ertu fallegasti engillinn á himnum. Guð geymi þig, elsku besta amma okkar. Þín ömmubörn, Birta María, Bárður Sindri. Elsku amma mín, þú getur ekki ímyndað þér hvað ég sakna þín. Það er stundum of erfitt að vakna á morgnana og heyra ekki rödd þína því þú hringdir alla morgna til að vekja alla, þú varst litli morgunhaninn okkar. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farin, ég næ því ekki alveg en ég verð því miður að gera það, þótt það sé of erfitt. Ég skoða oft myndir af þér til að reyna átta mig á því hvar þú ert. Ég er ekki viss. Stundum hugsa ég; hvar ertu, ertu virkilega al- veg farin frá mér, ertu ekki bara í löngu ferðalagi og kemur svo einhvern tímann aftur? Fæ ég að heyra röddina þína aftur og ynd- islegu ömmu mína? Þetta er erf- itt en það verður því miður að venjast. Ég man þegar við vorum á Dalvík á fiskideginum þegar þú hittir uppáhaldssöngvarann þinn hann Friðrik Ómar og þú komst út og varst svo ánægð að fá að hitta hann. Þú varst húmorinn í fjölskyldunni sem hélst öllum í stuði, ég sakna þess að fá ekki að heyra í þér. Þú varst yndisleg amma og verður það alltaf, þú verður alltaf besta amman, ég sakna þín svo mikið, ég væri svo til í að geta knúsað þig allavega einu sinni og hafa þig hjá mér. Þín ömmustelpa, Aníta Ósk. Elsku systir, nú ertu farin í ferðina löngu eftir stutta en erf- iða baráttu við krabbameinsvá- gestinn grimma. Ég dáðist að hetjudáð þinni og baráttuþreki. Aldrei kvörtunartónn, ekki orð. Vildir ekki ræða veikindin en ræddir því meira um hvað gera skyldi þegar heim kæmi. Þú varst orðin máttvana og bundin við hjólastól en ræddir samt um það við dætur þínar að þú þyrft- ir að skreppa í búðir fyrir jólin. Svona var baráttuandinn hjá þér. Lífsganga þín var enginn dans á rósum. Hún einkenndist af eilífri baráttu. En aldrei neinn kvörtunartónn. Þú tókst á móti öllu eins og það kom fyrir. Það sem einkenndi þig var þrautseigja. Þú varst dugnaðar- forkur, vannst m.a. í fiski, í mötuneyti og starfaðir sem ráðskona. Nú síðast vannstu í Rauðakrossbúðinni í sjálfboða- vinnu og fannst það gefandi starf enda hjálpsöm við aðra þegar þú gast lagt einhverjum lið. Frændrækin varstu með ein- dæmum og endalaust að segja mér frá frænkum og frændum sem þú fannst á fésbókinni eða hafðir spurnir af. Dætur þínar fjórar voru perl- urnar þínar og hugsaðir þú vel og fallega um þær enda gastu leitað til þeirra með allt því sam- bandið við þær var svo náið. Þær reyndust þér vel í veikind- unum og véku ekki frá þér. Eins var með barnabörnin, þau voru þér allt. Móðurmálið notaðir þú á ákaflega hvatvíslegan hátt, stundum fannst mér nóg um. Tengdasynir þínir fengu óspart að heyra hreina íslensku frá þér. Það þurfti engan túlk. Misskiln- ingur gat ekki átt sér stað, svo skýrt var talað. Samt varstu um- vafin af strákunum og þið báruð fulla virðingu hvert fyrir öðru. Aldrei tókstu bílpróf og ræddi ég það stundum við þig að lífið yrði þér léttara ef þú hefðir próf og bíl til umráða. Það fannst þér óþarfi. Þess í stað fékkstu þér reiðhjól og svo hafðir þú tvo jafnfljóta eins og þú orðaðir það. Einnig voru dæturnar duglegar að bjóða þér far. Fyrir fjórum mánuðum veikt- ist ég og þurfti á spítala. Eftir að ég kom heim aftur hringdir þú daglega í mig til að fylgjast með mér og baðst mig í hvert sinn að fara vel með mig. Ekki eitt orð um sjálfa þig. Ekki óraði mig fyrir því að þú sjálf værir orðin fársjúk. Þvílíkt æðruleysi sem þú hafðir. Þú faldir fyrir öðrum líðan þína eins lengi og stætt var enda undrumst við sem eftir erum hversu fljótt þú fórst en vitum að þú hefur ein í hljóði borið þinn harm. Enn og aftur þá varstu alþýðuhetja. Ég elska þig. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Ég minnist þín með væntum- þykju og kærleika og kveð þig með þinni eigin kveðju sem þú notaðir ávallt: Guð veri með okkur öllum. Ég votta dætrum þínum og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Þín systir, Guðrún. Guðfinna Ása Jóhannesdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, INGUNN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, Eyrarvegi 3, Flateyri, sem lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtu- daginn 22. desember, verður jarðsungin frá Flateyrarkirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldu hennar, Svala Björnsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, SVAVAR F. KJÆRNESTED skrúðgarðyrkjumeistari, Kleppsvegi 134, andaðist að kvöldi sunnudagsins 25. desem- ber. Fyrir hönd aðstandenda, Svanlaug Jónsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURGÍSLI SIGURÐSSON, húsgagna- og innanhússarkitekt, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítala, Fossvogi, mánudaginn 26. desember. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju þriðudaginn 3. janúar kl. 13.00. Guðmundur Vikar Einarsson, Guðrún Garðars, Hjördís Sigurgísladóttir, Dennis Davíð Jóhannesson, Hilmar Sigurgíslason, Ásgerður Atladóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir, Stefán Jökull Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN HAUKSSON, Skarðshlíð 23b, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 2. janúar kl. 13.30. Sigríður Hermanns, Friðrik Jóhannsson, Eygló Björnsdóttir, Sólveig Margrét Jóhannsdóttir, Sushant Sinha, Ásta Jóhannsdóttir, Guðrún Birna Jóhannsdóttir, Guðmundur Örn Njálsson, afa- og langafabörn. ✝ Móðir mín, HRAFNHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, lést sunnudaginn 1. desember á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Arnar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.