Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 Írska tónlistarkonan Sinéad O’Connor er skilin við eiginmann sinn Barry Herridge eftir 16 daga hjónaband. O’Connor og Herridge gengu í það heilaga í Las Vegas, 8. desember sl. O’Connor kennir um þrýstingi frá fjölskyldu og vinum Herridge en hún greindi frá skiln- aðinum á bloggsíðu sinni, mánu- daginn síðastliðinn, þ.e. annan í jól- um. Þau Herridge hafi búið saman enn skemur, eða aðeins í eina viku og ákveðið að skilja á jóladag. Í bloggfærslu sinni segir O’Connor að hegðun ákveðins fólks sem standi Herridge nærri hafi rústað hjónabandið örfáum klukkustund- um eftir að vígslan fór fram. Þá hafi hún átt sinn þátt í því líka, leit- að kannabisefna um brúðkaups- nóttina þar sem hún drekki ekki áfengi. Það hafi valdið Herridge miklum skaða og særindum sem og andstaða vina hans og ættingja við hjónabandið. Hún hafi því talið Herridge fyrir bestu að skilja við hann en hann var fjórði eiginmaður hennar. O’Connor segir það hafa verið mistök hjá þeim Herridge að ganga í hjónaband. O’Connor skildi við þriðja eiginmann sinn á árinu, tónlistarmanninn Steve Cooney. Reuters Búið Hjónaband O’Connor og Herridge entist aðeins í 16 daga. O’Connor skilin eftir 16 daga hjónaband B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 49 29 6 96.900 kr. Sértilboð 31. janúar í 7 nætur - allt innifalið Heimsferðir bjóða einstakt tilboð 31. janúar í viku. Veðurfarið er eintaklega milt og notalegt, sem og allt umhverfið. Flug með Primera Air Primera Air, systurfyrirtæki Heimsferða, annast leiguflug fyrir Heimsferðir í sumar. Þjónusta um borð er fyrsta flokks og að sjálfsögðu á íslensku. Vikulegt flug í allt sum ar Sala haf in - Frábær verð Tenerife Frá kr. kr. 96.900 Villa Adeje Beach með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi í viku. Verð m.v. tvo fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi kr. 119.900 á mann. Sértilboð 31. janúar í viku. Frá kr. 99.300 Adonis Isla Bonita með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi í viku. Verð m.v. tvo fullorðna í herbergi kr. 124.900 á mann. Sértilboð 31. janúar í viku. Verðdæmi: Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Bíóforsýning Holmes og Watson snúa aftur Skuggaleikur Úr kvikmyndinni Sherlock Holmes: A Game of Shadows. Robert Downey Jr. snýr aftur sem Holmes og Jude Law einnig í hlutverki Watsons. morðið tengist miklu ráðabruggi. Holmes hittir fyrir spákonu nokkra, Sim, sem hann telur tengjast málinu. Holmes, Wat- son og Sim komast í bráða lífshættu við rannsókn sína á málinu dularfulla, hinn snjalli Moriarty reynist Holmes afar erf- iður viðureignar og ávallt skrefinu á undan. Leikstjóri myndarinnar er Guy Ritchie og í aðalhlutverkum Robert Downey Jr, Jude Law, Noomi Rapace, Rachel McA- dams og Jared Harris. Metacritic: 48/100 Empire: 80/100 Rolling Stone: 50/100 Kvikmyndin Sherlock Holmes: A Game of Shadows, var forsýnd í gær og verða fleiri forsýningar á henni í dag. Myndin verður hins vegar frumsýnd á morgun. Í henni segir af hinum víðfræga, enska spæjara Sherlock Holmes, sköpunarverki rithöfundarins Arthur Conan Doyle, og aðstoðarmanni hans, lækninum John Watson. Að þessu sinni þarf Holmes að glíma við erkifjanda sinn, Moriarty pró- fessor. Austurríski krónprinsinn finnst látinn og lögregluforinginn Lestrad kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi svipt sig lífi. Holmes er á öðru máli, tel- ur að hann hafi verið myrtur og að Ein af stjörnunum úr gömlu Tarsanmyndunum hefur safnast á vit feðra sinna, áttræð að aldri. Um er að ræða simpansann Cheetah sem lék á móti sundkappanum Johnny Weissmuller í mörgum Tarsanmyndum á fjórða áratug síð- ustu aldar. Cheetah eyddi mestallri ævinni í dýragarði í Palm Harbour á Flórída en bjó um tíma á búgarði Weissmullers. Félagar Weissmuller og Cheetah taka það rólega í þá gömlu góðu daga. Stjarna úr Tarsan- myndunum öll Skilnaður hjónanna Mels og Robyn Gibsons tekur gildi 9. jan- úar. Mel Gibson þarf að greiða fyrrverandi eig- inkonu sinni helminginn af eignum sínum, eða um 425 millj- ónir dala. Það svarar til rúmlega 52 milljarða króna. Að sögn bandarískra fjöl- miðla er þetta dýrasti skilnaður í sögu Hollywood. Gamla metið var sett þegar kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg skildi við þáver- andi eiginkonu sína, Amy Irving. Dýrasti skilnaður í sögu Hollywood Dýr Mel Gamli Gibson er stúrinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.