Morgunblaðið - 06.02.2012, Side 4

Morgunblaðið - 06.02.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Unga konan hafði áður en henni var nauðgað í júní 2010 verið opin og skemmtileg, að sögn vinkonu hennar sem kom fyrir dóminn. Eftir nauðg- unina varð hún grátgjörn og megnaði oft ekki að koma út úr herberginu sínu dögum saman. Ungur karl- maður sem varð fyrir alvarlegri lík- amsárás árið 2006 varð kvíðinn, hann forðaðist að vera úti og einangraði sig nokkuð. Hann varð óvinnufær, dap- ur, orkulaus, glímdi við svefntruflan- ir, lystarleysi og talsvert vonleysi. Árásirnar sem þetta unga fólk varð fyrir eru raktar í tveimur dóm- um sem féllu í liðinni viku. Bæði þjáð- ust þau af áfallastreituröskun og árásirnar hafa haft veruleg áhrif á líf þeirra. Þótt áverkar á líkama hafi horfið eða horfið að mestu, þá eru hin andlegu ör ekki síður alvarleg og þau geta verið varanleg. Í báðum þessum tilvikum er óvíst um bata en í mjög mörgum tilvikum, njóti fólk réttrar meðferðar, eru batahorfur góðar að sögn dr. Berg- lindar Guðmundsdóttur, sálfræðings, klínísks dósents við Háskóla Íslands og verkefnastjóra áfallateymis bráðasviðs og geðsviðs Landspít- alans. Hún er sérfræðingur í grein- ingu og meðferð við áfallastreit- uröskun. „Áföll geta haft hræðilegar afleið- ingar,“ segir hún. Afleiðingarnar geta verið langvarandi og ekki tekst öllum að jafna sig. „En það er líka fullt af fólki sem nær að vinna úr áföllum,“ segir hún. Margir ná mjög góðum bata, þótt hann sé ekki full- kominn. „Ef við t.d. líkjum þessu við alvarlegt fótbrot, þá ná sumir 100% bata en aðrir jafna sig aldrei alveg og fá alltaf verk í fótinn við ákveðnar kringumstæður.“ Flestir þeirra sem verða fyrir alvarlegum áföllum, s.s. alvarlegum líkamsárásum eða gróf- um kynferðisbrotum, glíma við sömu eða svipaðar sálrænar afleiðingar þeirra strax eftir atburðinn. Ein- kennin eru missterk og fjölbreytileg; yfirþyrmandi tilfinningar eða tilfinn- ingadoði, einbeitingarskortur, þung- lyndi, martraðir, kvíði, löngun til að deyja, sjálfsvígstilraunir og svefn- leysi eru meðal þeirra. Oft ganga alvarlegustu einkennin yfir á nokkrum vikum eða mánuðum en vari þau lengur getur verið að þol- andinn hafi þróað með sér langvar- andi áfallastreituröskun. „Almennt sýna rannsóknir að nauðgun sé lík- legri en öll önnur áföll til að valda áfallastreituröskun,“ segir Berglind. Hún nefnir sem dæmi að að með- altali þjáist um 9% þeirra sem lenda í alvar- legum bílslysum af áfallastreit- uröskun en meðal fórnarlamba nauðgana sé hlut- fallið 50-60%. Brotin sjálfsmynd og sjálfstraust, erfiðleikar í fé- lagslegum samskiptum, erfiðleikar í starfi eða námi eru einnig meðal af- leiðinga, segir Berglind. Mörg dæmi séu um að frábærir námsmenn eða harðduglegir starfsmenn hafi koðnað niður og hafi þurft að ganga í gegn- um erfiða áfallameðferð til að ná fót- festu á ný – slík dæmi þekkir Berg- lind sjálf af vinnu sinni hér á landi. Alvarleiki skiptir miklu máli Áföll fá misjafnlega á fólk. Sumir vinna tiltölulega hratt úr sínum mál- um en aðrir þurfa lengri tíma. En hvers vegna hafa sumar árásir al- varlegri sálrænar afleiðingar en aðrar? Berglind segir að annars vegar þurfi að leita skýringa í at- burðinum sjálfum, s.s. hversu al- varleg líkamsárásin eða nauðg- unin var. „Hve sterk voru viðbrögð þolandans, óttaðist hann um líf sitt eða var hann kannski farinn að vona að hann myndi deyja af því að þjáningin var svo mikil?“ segir hún. Einnig skiptir máli hvort gerandi hafi verið einhver sem þolandinn treysti, en þá sé oft erf- iðara að takast á við það sem gerðist. Hins vegar verði að horfa til þess að fólk sé misjafnlega í stakk búið til að takast á við afleiðingarnar. Það að vera kona, eða ungur að árum auki áhættuna. Bágborin félagsleg staða skipti máli og það að viðkomandi hafi áður lent í áfalli auki áhættuna sömu- leiðis. Allir þessir þættir hafi þó aðeins hóflegt forspárgildi. Góður fé- lagslegur stuðningur og umönnun í kjölfar áfalla geti á hinn bóginn dreg- ið úr áhættunni. Óheilbrigðar hugmyndir Berglind segir ljóst að líkams- árásir hafi á síðustu árum orðið mun grófari en áður. Hömluleysið í árás- unum sé meira og þær feli í sér gróf- ari aðför. Hið sama eigi við um nauðganir. „Ég hef áhyggjur af ung- um karlmönnum. Þeir hafa margir mjög bjagaða mynd af kynlífi og óheilbrigðar hugmyndir um hvernig samskipti kynjanna fara fram. Við upprætum ekki kynferðisofbeldi fyrr en við finnum leið til að breyta þessu. Þetta er mitt stærsta áhyggjuefni í dag, hvernig við leiðréttum þessar hugmyndir,“ segir Berglind. Meiri harka sé í fleiri málum sem komi inn á borð hjá áfallateyminu á Landspítalanum. „Við erum ekki lengur litla Ísland. Þetta er að verða eins og víða erlendis,“ segir Berglind Guðmundsdóttir. Varð grátgjörn og fékkst ekki út Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ofbeldi Árásir geta haft alvarlegar sálrænar afleiðingar. Þær geta verið langvarandi og ekki tekst öllum að jafna sig.  Alvarlegar árásir geta leitt til áfallastreituröskunar  Getur sett lífið úr skorðum til langs tíma  Flestir ná bata en þurfa góða og öfluga meðferð  Toppnámsmenn geta koðnað niður Veruleg áhrif á lífið »M at á áfallastreituröskun fylgir alþjóðlegum greining- arkerfum. » Þegar rætt er um áfall er átt við atburð sem viðkomandi verður fyrir eða verður vitni að og ógnar lífi eða veldur alvar- legum áverkum eða áfall sem misbýður líkama viðkomandi. » Einkennum áfallastreiturösk- unar er skipt í þrjá flokka. Í fyrsta lagi síendurteknum minningum um áfallið. Í öðru lagi að forðast minningar um atburðinn og/eða allt sem get- ur minnt á hann og tilfinning- ardoða. Í þriðja lagi getur fólk átt erfitt með svefn, einbeit- ingu, verður gjarnan reitt eða pirrað og finnst það þurfa vera stöðugt á varðbergi fyrir hættu. Berglind Guðmundsdóttir Hæstiréttur þyngdi í liðinni viku dóm yfir Grétari Torfa Gunnarssyni fyrir að hafa nauðgað ungri konu í íbúð sinni í Reykjavík í júní 2010. Sálfræðingur sem kom fyrir dóm- inn sagði að áfallastreituröskun konunnar yrði rakin til hinnar meintu nauðgunar. Ekkert annað hefði komið fyrir hana sem gæti skýrt þessi einkenni. Hún hefði upplifað mikla ógn og bjargarleysi, en það væru algeng viðbrögð þeirra sem yrðu fyrir kynferðisof- beldi að frjósa eða lamast. Miska- bætur voru 1.200.000 krónur. Hinn dómurinn sem féll í liðinni viku og áfallastreituröskun kom við sögu í, var í máli sem portú- galskur maður höfðaði gegn tveimur Íslendingum sem réðust á hann í verslun í Kópavogi í nóv- ember 2006. Hann var rúmlega tvítugur þegar árásin átti sér stað. Sérfræðingur í klín- ískri sálfræði sagði að samkvæmt frásögn stefn- anda hefði hann upplifað mikla skelfingu og ótta við að deyja meðan á árásinni stóð. Hennar álit var að hann hefði upplifað alvar- legt sálrænt áfall þegar hann varð fyrir árásinni. Einkenni hinna ýmsu kvíðaraskana sem hann þjáðist af skýrðust helst af undirliggjandi áfallastreituröskun. Tveir óvilhallir matsmenn töldu að afleiðingar árásarinnar hefðu verið áfalla- streita og með tímanum hefðu bæst við einkenni þunglyndis sem hefðu farið versnandi í fyrstu, einkum eftir að maðurinn missti föður sinn á jóladag 2007. Líkams- árásin árið 2006 hefði verið kveikjan að geðrænum vanda- málum hans. Þriðja dómsmálið í liðinni viku þar sem fjallað var um alvarleg sálræn áhrif árása er mál gríska ferðamannsins sem ráðist var á í miðborg Reykjavíkur. Fyrir dómi í vikunni upplýsti móðir hans að í kjölfar árásarinnar hefði honum liðið mjög illa, andlega og lík- amlega og verið óttasleginn. Hann svipti sig lífi á Ítalíu í sumar. Þrír íslenskir karlmenn eru ákærðir fyrir árásina. Kveikja að sálrænum kvillum ÁRÁS Á LÍKAMA ER LÍKA ÁRÁS Á SÁLARHEILL Stór hluti þolenda kynferðisofbeldis þróar með sér svokallaða áfalla- streituröskun (e. posttraumatic stress disorder). Þetta kemur fram í meistararitgerð Önnu Bentínu Her- mansen í kynjafræði við Háskóla Ís- lands um afleiðingar kynferðisof- beldis á konur. Þar má helst nefna afneitun og viðbjóð þolenda gagnvart eigin lík- ama og sjálfssköðun sem birtist í ár- áttukenndri hegðun gagnvart mat og fíkn í áfengi eða aðra vímugjafa. Viðmælendur Önnu Bentínu í rit- gerðinni höfðu allir upplifað ein- kenni áfallastreituröskunar. Einn þeirra lýsti líðaninni á eftirfarandi hátt: „Ég þjáðist alla ævi vegna mis- notkunarinnar, hann bara eyðilagði líf mitt, það er ekkert öðruvísi. Ég drakk og drakk til þess að deyfa þennan sársauka, hann [sársaukinn] var bara eins og svarthol inni í mér og var að rista mig á hol. Neyslan lagaði hins vegar ekki neitt; ég var bara ennþá tómari inni í mér, svart- holið stækkaði og mergsaug allar til- finningar mínar.“ Í ritgerðinni kemur jafnframt fram að nokkrir viðmælendanna áttu erfitt með að gefa börnum sín- um brjóst og tengjast þeim tilfinn- ingalega. Ein kvennanna lýsti því svo: „Ég þoldi aldrei börn, alveg frá því að ég man eftir mér. Ég man að mamma sagði að þetta myndi breyt- ast þegar ég eignaðist sjálf börn, en það gerðist ekki. Ég fann litlar til- finningar gagnvart börnunum mín- um. Ég meina, ég sinnti öllum lík- amlegum þörfum þeirra, fyrir utan að hafa þau á brjósti. Ég bara gat ekki látið einhvern nærast á líkama mínum, mér fannst það viðbjóðs- legt.“ Áfallastreituröskun algeng  Þolendur kynferðisofbeldis glíma við alvarlegar og langvinnar andlegar og líkamlegar afleiðingar Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.