Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Í Borgarbókasafni Reykjavík- ur í Tryggvagötu er rekið Artótek, en þar eru til leigu og sölu myndlistarverk eftir íslenska listamenn. Artótek- ið var opnað á menningarnótt árið 2004 og að sögn Katrínar Guðmunds- dóttur verkefnastjóra gengur rekst- urinn vel. „Fyrirmyndin er finnsk. Borgarbókavörður fór á sínum tíma í borgarbókasafnið í Helsinki og skoð- aði Artótekið þar og hreifst af þess- ari hugmynd. Borgarbókasafnið og Samband íslenskra myndlist- armanna ákváðu svo í sameiningu að koma upp Artóteki,“ segir Katrín. „Þetta var tilraunaverkefni í tvö ár og þar sem viðbrögðin urðu mjög góð hefur reksturinn haldið áfram.“ Tvö til þrjú hundruð verk Hvernig verk eru það sem fólk getur leigt og keypt í Artótekinu? „Það eru aðallega málverk, graf- íkverk, teikningar og ljósmyndir en líka eitthvað af þrívíðum verkum. Venjulega eru milli tvö og þrjú hundruð verk inni í einu. Listamenn- irnir koma með verkin hingað og það er að mestu leyti þeirra að ákveða hvað verður fyrir valinu og hvað verkið á að kosta. Við skiptum okkur ekki af verðlagningunni, en mán- aðarleigan ræðst svo af kaupverðinu. Fólk leigir verkin, borgar frá eitt þúsund til tíu þúsund krónur á mán- uði, getur síðan skilað verkunum hvenær sem er eða haldið þeim og keypt þau með þessum mánaðarlegu greiðslum. Málverkin njóta mestra vinsælda og töluvert fer af grafík en mun minna af þrívíðum verkum, sem er kannski skiljanlegt, sjaldnast er mikið pláss heima fyrir og þá helst að veggirnir geti tekið við. Í þessu hús- næði hér í Artótekinu höfum við ekki tök á að vera með mjög stór verk, og það kemur sér stundum illa fyrir fyr- irtæki sem eru oft einmitt að leita að stórum verkum. En við getum að- stoðað fyrirtæki sem eru í leit að stærri verkum og höfum þá samband við listamenn og finnum verk sem henta fyrir þau.“ Fjölmargir listamenn eru með verk sín í Artótekinu, ekki alltaf þeir sömu hverju sinni en oft um áttatíu listamenn að sögn Katrínar. „Það eru þekktir listamenn og svo aðrir sem færri þekkja til. Til dæmis erum við með verk eftir Daða Guðbjörnsson, Guðrúnu Kristjánsdóttur, Ingimar Waage, Guðjón Ketilsson, Önnu Hallin, Ingu Elínu, Steinunni Mar- teinsdóttur, svo ég nefni bara örfáa,“ segir Katrín. „Allir eiga listamenn- irnir það sameiginlegt að vera fé- lagsmenn í Sambandi íslenskra myndlistarmanna.“ Góður fjárfestingarkostur Hvaða hópur kemur aðallega hing- að til að fá listaverk? „Mér sýnist það vera allskonar fólk sem hingað kemur. Þó síst yngra fólkið og það elsta, á að giska eru flestir frá þrítugu og upp í sextíu og fimm ára. Og fyrirtæki nota líka þennan valkost. Flestir enda á því að kaupa verkin sem þeir taka á leigu, um 75-80 prósent þeirra listaverka sem hafa farið í leigu eru keypt. Mín tilfinning er að fólk sé síður að kaupa verkin til gjafa, heldur fremur fyrir sjálft sig og heimilið enda er þetta af- skaplega þægileg leið fyrir fólk til að eignast listaverk, og stundum eina leiðin, því listaverk kosta sitt. Það er því gott að geta skipt greiðslunni á einhverja mánuði eða jafnvel þrjú ár. Svo getur fólk borgað hærri upphæð en mánaðarleigan segir til um og eignast listaverkið fyrr og líka borg- að verkið upp þegar það vill. Það er töluvert um að fólk hafi fleiri en eitt verk í kaupleigu og áhættan – ef svo má að orði komast – er engin því það má alltaf skila verk- unum ef þau passa ekki þegar heim er komið. Það má líka líta á myndlist sem góðan fjárfestingarkost í rysj- óttu efnahagsumhverfi og þá er upp- lagt að kaupa sér íslenska myndlist í Artóteki. Bæði eru kjörin mjög hag- stæð og einnig má nefna eig- endasögu verkanna, sem er einfald- lega engin, þau eru eign listamannanna sjálfra og því öruggt að þau eru ekki fölsuð. Þess má líka geta að engir vextir eða aukakostn- aður fylgja því að leigja listaverk í Artótekinu, en eins og við vitum þá eru slík kjör ekki algeng hér á Ís- landi. Fólki finnst sjálfsagt að kaupa sér bíl eða sjónvarp á hundruð þús- unda, tæki sem eru ónýt eftir nokkur ár. Myndlist endist hins vegar ævina alla og ekki er verra ef afkomend- urnir geta notið góðs af henni eftir okkar dag. Þeir sem hingað koma hafa margir ákveðin listaverk í huga sem þeir hafa fundið á vefsíðunni okkar sem er www.artotek.is en þar eru upplýs- ingar og myndir af öllum listaverk- unum. Einnig hefur það gerst að listaverk hafa verið tekin á leigu óséð, það er að segja eftir að einhver hefur skoðað myndir af þeim á vef- síðunni og þá höfum við sent þau til viðkomandi. Ég mæli nú samt frekar með því að fólk skoði með eigin aug- um áður en það lætur slag standa.“ Í Borgarbókasafni eru reglulega haldnar sýningar og nú stendur þar yfir sýning á verkum Bjargar Eiríks- dóttur. „Það er mikil ásókn í að fá að sýna hér í salnum á fyrstu hæð og komast ekki allir að sem vilja,“ segir Katrín. „Sýning Bjargar er 33. sýn- ingin í safninu á vegum Artóteksins og á henni eru málverk, textíll, skúlp- túr og myndband. Á eftir Björgu mun svo Hrafnhildur Inga Sigurð- ardóttir sýna verk sín. Við höfum lát- ið prenta litla kynningarbæklinga um þann listamann sem sýnir hverju sinni og liggja þeir frammi í Artótek- inu fyrir þá sem vilja vita meira um listamennina. Og svo er líka stutt kynning á listamönnunum á vefsíð- unni. Fólk vill gjarnan vita örlítið um höfunda listaverkanna sem það hefur áhuga á.“ Morgunblaðið/Ómar Katrín Guðmundsdóttir Mín tilfinning er að fólk sé síður að kaupa verkin til gjafa, heldur fremur fyrir sjálft sig og heimilið. Myndlist endist alla ævina  Í Borgarbókasafni Reykjavíkur er rekið Artótek  Hægt að leigja eða kaupa myndlistarverk  Góður fjárfestingarkostur í rysjóttu efnahagsumhverfi, segir Katrín Guðmundsdóttir verkefnastjóri » Fólki finnst sjálfsagt að kaupa sér bíl eða sjón-varp á hundruð þúsunda, tæki sem eru ónýt eft- ir nokkur ár. Myndlist endist hins vegar ævina alla og ekki er verra ef afkomendurnir geta notið góðs af henni eftir okkar dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.