Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 9
Ferðakostnaður Alþingis erlendis árið 2011 Meðalkostnaður á hvern ferðalang Alþingis: 308.711 kr. Þingmenn sem fóru í utanlandsferðir 40 Fjöldi ferðalaga (í flestum fara fleiri en einn) 69 Heildarfjöldi ferða þingmanna 155 Heildarfjöldi ferða starfsmanna Alþingis 66 Fargjöld 31.052.703 kr. Dagpeningar 19.578.833 kr. Dvalarkostnaður 14.197.721 kr. Samtals 64.829.257 kr. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Kostnaður við utanlandsferðir al- þingismanna nam alls ríflega 64 milljónum króna í fyrra. Ferðir ráð- herra eru ekki taldar með því þær eru greiddar af viðkomandi ráðu- neyti og ekki fóru heldur allir þing- menn til útlanda. Kostnaður við al- þjóðasamstarf nam 80 milljónum árið 2008 og 172 milljónum árið 2007 en þá var hér haldið NATO-þing. Á vef Alþingis má sjá allar þær ferðir sem farið var í árið 2011 og hverjir fóru, jafnt þingmenn sem starfsmenn þingsins. Þar má sjá að 40 þingmenn fóru til útlanda í 69 ferðir. Samtals voru þingmannaferð- irnar 155. Þingmannaleiðirnar voru misjafnlega langar. Flestar voru til Kaupmannahafnar í tengslum við norrænt samstarf og til Brussel í tengslum við Evrópusamstarf. Einna lengstu ferðirnar voru til Víetnam, á fund framkvæmda- stjórnar þingmannanefndar EFTA, og til Panamaborgar til að sækja 124. þing Alþjóðaþingmanna- sambandsins. Ferðir á hvern þingmann eru afar mismargar enda láta þeir misjafn- lega mikið til sín taka í alþjóðlegu samstarfi. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA og EES, fór í flestar utan- landsferðir, alls 16. Helgi Hjörvar, sem á sæti í utanríkismálanefnd og er formaður Íslandsdeildar Norð- urlandaráðs, fór í ellefu ferðir. Ell- efu þingmenn fóru í fimm til átta ferðir, sextán þingmenn fóru í tvær til fjórar ferðir og ellefu þingmenn fóru í eina ferð. Í um helmingi allra ferða á vegum Alþingis fara þingmenn einir, oftast þó með starfsmann þingsins með sér. Í öðrum fara þeir tveir eða fleiri saman. Fjölmennasta sendinefndin fór á fund sameiginlegrar þing- nefndar Íslands og Evrópusam- bandsins eða níu þingmenn og einn starfmaður Alþingis. Næstflestir voru í nefndarferð utanríkismála- nefndar til Helsinki, Tallinn, Riga og Kaupmannahafnar í september í fyrra eða alls átta þingmenn og einn starfsmaður. Sjö þingmenn og einn starfsmaður fóru á janúarfund Norðurlandaráðs í Esbo, sex þing- menn fóru á þemaráðstefnu Vest- norræna ráðsins í Færeyjum í júní, ásamt tveimur starfsmönnum, og sami fjöldi fór á marsfund Norð- urlandaráðs í Stokkhólmi í mars. Ferðakostnaður Alþingis bliknar hjá ferðakostnaði starfsmanna ráðu- neytanna en upplýst hefur verið að fargjöld og dagpeningar þeirra námu alls 1,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Utanferðir Alþingis kostuðu 64 milljónir  40 þingmenn fóru í utanlandsferðir á vegum Alþingis í fyrra  Oftast farið til Kaupmannahafnar og Brussel  Sá sem fór oftast fór 16 sinnum til útlanda Þingmenn í ferðalögum 2011 Arkhangelsk 1 Azores-eyjar 1 Árósar 1 Belgrad 1 Bern 1 Brussel 6 Búdapest 3 Búkarest 1 Dubrovnik 1 Edinborg 1 Esbo 1 Genf 1 Haag 1 Helsinki 3 Kaupmannahöfn 7 Kænugarður 2 Lofoten 1 Málmey 1 Murmansk 1 New York 1 Nuuk 1 Ósló 4 Panamaborg 1 Pskov 1 Riga 3 San Diego 1 Washington 1 Víetnam 1 Þórshöfn 2 Tromsö 3 Stokkhólmur 2 Turku 1 Valletta 1 Strassborg 5 Varna 1 Varsjá 3 Tallin 2 Svalbarði 1 Vín 2 Vaduz 1 Syktyvkar 1 [Rauðu tölurnar tákna fjölda ferða] FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 41 63 2 Frá kr. 199.800 Ferð fyrir eldri borgara Heimsferðir gerir eldri borgurum frábært tilboð í ferð til Benidorm í vor. Einstakt sértilboð með gistingu á Hotel Mediterraneo. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Benidorm á ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd fararstjóra Heimsferða. Benidorm Sértilboð 199.800 á mann í tvíbýli með allt innifalið 20. apríl í 19 nætur 250.900 á mann í tvíbýli með allt innifalið 20. apríl í 26 nætur 289.900 á mann í tvíbýli með allt innifalið 20. apríl í 33 nætur Tilboðið gildir til 15. febrúar! Eftir það hækkar verðið um 10.000 kr. með öllu inniföldu 20. apríl í 19, 26 eða 33 nætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.