Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 mánudaginn 6. febrúar, kl. 18, í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Louisa M atthíasdóttir Louisa M atthíasdóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Neitunin harðlega fordæmd  Rússar og Kínverjar hafna ályktun um Sýrland  Gáfu Assad „leyfi til að drepa“ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Opinberir embættismenn, mannúðarsamtök og aðgerðasinnar út um allan heim, hafa um helgina fordæmt þá ákvörðun Rússa og Kínverja að beita neitunarvaldi sínu við afgreiðslu álykt- unar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laug- ardaginn, þar sem aðgerðir sýrlenskra stjórn- valda gegn borgurum sínum eru fordæmdar. Gagnrýnendur segja niðurstöður atkvæða- greiðslunnar vekja spurningar um hlutverk og gagnsemi ráðsins. Ályktuninni var öðrum þræði ætlað að vera stuðningsyfirlýsing við aðgerðir Arababanda- lagsins, sem sent hafa eftirlitssveitir til landsins og hafa hvatt forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, til að segja af sér embætti og binda þannig frið- samlega endi á þær blóðsúthellingar sem kostað hafa um 6.000 manns lífið frá því í mars í fyrra. Utanríkisráðherra Tyrklands, Ahmet Davu- toglu, sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að „kaldastríðshugsunarháttur“ hefði ráðið ákvörð- unum Rússlands og Kína um að beita neit- unarvaldinu. Khalid Mohamed al-Attiyah, utan- ríkisráðherra Katar, sagði neitunina „slæm skilaboð til Assad um fullt leyfi til að drepa.“ Með neitun sinni bera Kína og Rússland sið- ferðilega ábyrgð á blóðsúthellingunum, sagði Tawakkul Karman, friðarverðlaunahafi Nóbels. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, kallaði atkvæðagreiðsluna skrípaleik. „Andspænis vönuðu öryggisráði verðum við að tvíefla aðgerðir okkar utan Sameinuðu þjóðanna, í bandalagi við þá bandamenn og félaga sem styðja rétt sýrlensku þjóðarinnar til betri fram- tíðar,“ sagði hún við blaðamenn í gær. Rússar hins vegar þvertóku fyrir að bera ábyrgð á þróun mála og sökuðu Vesturveldin um óþolinmæði. Þeir hefðu viljað ná sátt um álykt- unina en vildu ekki að hún yrði notuð sem rétt- læting fyrir hernaðaríhlutun, að í henni yrði kallað eftir afsögn Assad né að vopnasala til Sýrlands yrði bönnuð. Sýrlenskar öryggissveitir urðu um 250 borg- urum að bana í borginni Homs aðfaranótt laug- ardags, að sögn mannréttindasamtaka en þetta er ein mannskæðasta árás sveitanna frá upphafi átakanna. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur fordæmt blóðsúthellingarnar harðlega en sýrlensk stjórnvöld segja stjórnarandstæðinga hafa sett þær á svið til að þrýsta á Öryggisráð SÞ. Reuters Nei Efnt var til mótmæla við sendiráð Sýrlands víða um heim í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. Viðræður um 130 milljarða evra björgunarpakka til handa Grikkjum munu halda áfram í dag en eftir mikil fundahöld um helgina óskuðu grísk stjórnvöld eftir því í gær að þeim yrði frestað til mánudags. Komið er að úrslitastundu, segja samningsað- ilar. Engin niðurstaða fékkst í viðræð- ur grískra stjórnvalda og þríeykisins svokallaða: Evrópusambandsins, Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðla- banka Evrópu, á laugardag þrátt fyrir 12 tíma fundahöld en í fram- haldinu voru leiðtogar þeirra grísku stjórnmálaflokka sem stutt hafa samningsumleitanir við þríeykið, fengnir að borðinu í gær. Viðræður um niðurfellingu skulda í eigu banka og fjármálafyrirtækja eru á lokastigi en hart er deilt um þann viðbótarniðurskurð sem þríeykið hefur farið fram á. Í honum felst m.a. að lágmarkslaun verði lækkuð um 20% og að 15.000 opin- berum starfsmönnum verði sagt upp störfum. George Karatzaferis, leiðtogi hægriflokksins LAOS, og Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðis- flokksins, sögðust um helgina báðir mundu berjast á móti auknum nið- urskurði. „Ég mun ekki stuðla að sprengingu byltingar úr örbirgð sem mun brenna alla Evrópu,“ sagði Kar- atzaferis. Stíf fundahöld í Grikklandi  Getur enn brugðið til beggja vona Íhaldsmaðurinn og Evrópusinn- inn Sauli Niinistö fór með sigur af hólmi í seinni umferð finnsku forsetakosning- anna, sem fram fór í gær. Hafði hann hlotið 63,1% atkvæða þegar 90% þeirra höfðu verið talin en keppinautur hans, græninginn Pekka Haavisto, 36,9% atkvæða. Niinistö er fyrrverandi fjár- málaráðherra og þótti þess vegna mjög fýsilegur kostur í ljósi skulda- kreppunnar í Evrópu. Sigur hans bindur enda á 30 ára forsetatíð sósíaldemókrata í landinu. Sauli Niinistö næsti forseti Finnlands Sauli Niinistö FINNLAND Læknar á barna- spítalanum í Boston í Banda- ríkjunum til- kynntu í gær undraverðan bata níu ára stúlku, sem gekkst undir að- gerð síðastliðinn þriðjudag þar sem í hana voru grædd sex ný líffæri. Stúlkan, Al- annah Shevenell, hefur barist við af- ar ágengt krabbamein frá árinu 2008 og hafði það dreift sér maga hennar, lifrina, brisið, vélindað, milt- að og smáþarmana. Líffæragjafinn var barn á sama aldri og í sama blóð- flokki og Shevenell. Læknar vænta þess að stúlkan nái fullum bata. Skiptu um sex líf- færi í ungri stúlku BANDARÍKIN Fleiri en 300 hafa látist í kuldakastinu sem nú gengur yfir Evrópu, þar af 131 í Úkraínu, 53 í Póllandi og 34 í Rúmeníu. Langflestir þeirra látnu eru heimilislaust fólk en í Úkraínu, sem hefur orðið verst úti, dvelja nú um 75 þúsund manns í 3.000 neyðarskýlum, þar sem í boði er matur, hiti og skjól. Á Bretlandi var helmingi brottfara frá Heathrow-flugvelli aflýst í gær vegna mikillar snjókomu og víða þurfti fólk að hafast við í bifreiðum sín- um aðfaranótt sunnudags. Á Ítalíu var engu líkara en Róm lægi í dvala undir fönninni nema í matvöruverslunum, þar sem borgarbúar hömstruðu matvæli af ótta við langvarandi kuldatíð. Í Serbíu hefur neyðarástandi verið lýst yfir í 32 héruðum og hermenn og lögregla unnu hörðum hönd- um að því í gær að dreifa mat og öðrum nauðsynjum til afskekktra þorpa. Yfir 300 látnir úr kulda í Evrópu Reuters Norski krón- prinsinn Hákon og kona hans Mette-Marit voru meðal 135 far- þega sem þurftu að fara frá borði eftir að spreng- ing varð í hreyfli McDonnell Dou- glas MD-82- flugvélar Scand- inavian-flugfélagsins í gær. Vélin var að taka á loft frá Kastrup- flugvelli þegar atvikið átt sér stað en flugmaður vélarinnar gat hætt við flugtak og var flugvélin rýmd í skyndi í kjölfarið. Engin slys urðu á fólki. „Morgunninn reyndist aðeins meira spennandi en ég átti von á,“ tísti krónprinsinn í gær. DANMÖRK Prins um borð þegar hreyfillinn sprakk Hákon og Mette-Marit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.