Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 13
Almenni » Sjóðfélagar kjósa stjórn Al- menna lífeyrissjóðsins á árs- fundi. Lífeyrissjóðurinn er op- inn öllum en jafnframt starfsgreinasjóður arkitekta, lækna, leiðsögumanna, hljóm- listarmanna og tæknifræðinga. » Almenni lífeyrissjóðurinn seldi hlutabréf í Kaupþingi fyrir 170 milljónir á síðasta ársfjórð- ungi 2008 og jók eign sína í Glitni sem því nam. Sjóðurinn keypti mikið í FL Group 2007 í gegnum verðbréfasjóði Glitnis. Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Hlutabréfaeign Almenna lífeyris- sjóðsins var fyrir hrun áberandi mest í Glitni eða allt að 77% af hlutabréfa- safninu í árslok 2006. Lengi vel var stór hluti af eignum lífeyrissjóðsins ávaxtaður í verðbréfasjóðum Glitnis. Með rekstrarsamningi var Glitni falin stjórn og rekstur sjóðsins í mörg ár og eru þessi tengsl gagnrýnd í skýrslu úttektarnefndar á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða. Áætlað tap Almenna lífeyrissjóðs- ins á árunum 2008–2010, er 29,7 millj- arðar króna. Í ársreikningum sjóðs- ins eru gjaldmiðlavarnarsamningar við bankana hins vegar gerðir upp sem þýðir m.ö.o. að ársreikningur sjóðsins sýnir verstu mögulegu stöðu á samningunum gagnvart bönkunum. Samkvæmt því yrði tap sjóðsins 33,2 milljarðar króna. Sjóðurinn er nú fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Í skýrslunni er mikið fjallað um tengsl sjóðsins við Glitni en Almenni lífeyrissjóðurinn og sjóðir þeir sem sameinuðust í honum, höfðu um tutt- ugu ára skeið rekstrarsamning við Ís- landsbanka/Glitni sem fól í sér að bankinn sá alfarið um framkvæmda- stjórn og daglegan rekstur sjóðsins. „Ástæða er til að hyggja aðeins að svona nánu sambandi banka og lífeyr- issjóðs,“ segir í skýrslunni. Á árunum fyrir hrun var stór hluti af eignum Almenna lífeyrissjóðsins ávaxtaður í verðbréfasjóðum Glitnis. Þannig voru 29.134 milljónir króna af eignum sjóðsins vistaðar í Glitnissjóð- um í lok árs 2006 en það svaraði til 35% af hreinni eign sjóðsins til greiðslu lífeyris. Þá var hlutabréfaeign sjóðsins áberandi mest í Glitni eða allt að 77% af hlutabréfasafninu í árslok 2006. Almenni lífeyrissjóðurinn tók þátt í skuldabréfaútboði bankans í mars ár- ið 2008. Um var að ræða útboð á svo- kölluðum „víkjandi og breytanlegum skuldabréfum“. Skuldabréfin voru án gjalddaga. Almenni lífeyrissjóðurinn keypti skuldabréf fyrir 1.620 milljónir króna sem töpuðust að fullu strax við fall bankanna. Banki og lífeyrissjóð- ur í nánu sambandi  Almenni lífeyrissjóðurinn setti mikla fjármuni í Glitni FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Heildverslun með vinsælar sérvörur. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 15 mkr. • Rótgróin tölvuverslun óskar eftir góðum sölumanni sem meðeiganda. Viðkomandi gæti eignast fyrirtækið allt eftir nokkur ár þegar núverandi eigandi hættir vegna aldurs. Fyrirtækið er með góðar vörur bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fjárhagsstaða er góð og félagið skuldlaust. Sameining við annað fyrirtæki kemur einnig til greina. • Sérhæfð verslun með vaxandi veltu og góða framlegð. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 20 mkr. Engar skuldir. • Spennandi fylgihlutaverslun á besta stað í Kringlunni. • Heildsala með þekktan tískufatnað. Selur vörur í 20 verslunum um land allt, auk 5 eigin verslanna, m.a. í Kringlunni og Smáralind. Ársvelta um 260 mkr. • Allt að 100% hlutur í litlu framleiðslufyriræki í málmiðnaði sem er mjög vel tækjum búið. Sameining kemur til greina. • Spennandi sérverslun í miðbæ Reykjavíkur. Verslunin er vel þekkt og hefur langa og stöðuga rekstrarsögu. Ársvelta um 65 mkr. og EBITDA um 10% af veltu. Orðspor, saga og staðsetning bjóða upp á spennandi möguleika á að þróa reksturinn frekar. – fyrst og fremst ódýr! TILBOÐ 99kr.kg Kartöflur í lausu 998kr.kg Ýsuflök með roði – aðeins í dag! Takmarka ð magn Fylgstu með í MBL sjónvarpi alla mánudaga Marta María ræðir við einstaklinga sem glímt hafa við offitu og haft betur í baráttunni. Afskriftir hjá Lífeyrissjóði verk- fræðinga á skuldabréfum banka og sparisjóða árin 2008-2010 voru næstum því helmingi hærri en öll lífeyrisiðgjöld til sjóðsins á árinu 2009. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umfjöllun um sjóðinn í nýútkominni skýrslu úttekt- arnefndar Landssamtaka lífeyr- issjóða. Afskriftirnar námu samtals rúmlega 5,1 milljarði króna. Langmestu afskriftirnar voru hjá Kaupþingi banka, 2.122 mkr., og Glitni banka, 2.068. mkr. Á meðal annarra stórra af- skrifta hjá sjóðnum má nefna 276 mkr. afskriftir hjá VBS fjárfest- ingarbanka og 182 mkr. afskriftir hjá Landsbanka Íslands. Aðrar af- skriftir námu samtals um 506 mkr. skulih@mbl.is Afskriftir voru næstum helmingi hærri en iðgjöld finnst miður að lífeyrissjóðir hafi tapað fjármunum á Baugi Group hf. Ég minni þó á að skiptum á þrota- búinu er ekki lok- ið og Baugur Gro- up hf. hafði greitt þeim háar fjár- hæðir í vexti á ár- unum á undan.“ Jón Ásgeir hafnar því alfarið að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á Glitni banka hf. „Lífeyrissjóðirnir í landinu höfðu fjárfest í Glitni banka hf. frá stofnun hans, bæði í hlutabréf- um og skuldbréfum. Lífeyrissjóð- irnir voru stórir hluthafar bankans, þegar FL Group hf. eignaðist 29% í Glitni á vormánuðum 2007. Á þeim tíma átti Baugur 20% í FL Group hf. og átti því beint og óbeint 9% hlut í Glitni banka hf þegar mest var. Ég fellst ekki á að hægt sé að kenna mér Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum að- aleigandi Baugs Group hf., hafnar því alfarið að bera ábyrgð á tapi líf- eyrissjóðanna á Glitni banka. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yf- irlýsingu Jóns Ásgeirs um lífeyr- issjóðaskýrsluna. Þar kemur m.a. fram að Baugur Group hf. hafi borið ábyrgð á 77 milljarða tapi lífeyr- issjóðann aí gegnum beina og óbeina eignarhluti. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingunni að tvö fyrirtæki, sem voru undir hans yfirráðum, Hagar hf. og Baugur Gro- up hf, hafi fengið lánsfé frá lífeyr- issjóðum. „Hagar hf. greiddu upp allar skuldir alls 8. 7 milljarða með vöxtum við lífeyrissjóðina í október 2009 – á þeim tíma eitt íslenskra fyrirtækja. Lán lífeyrissjóðanna til Baugs Group hf. voru að fjárhæð 4,8 millj- arðar. Þessar lánveitingar námu 1,5% af efnahag Baugs Group hf. og 1% af tapi lífeyrissjóðanna. Mér eða Baugi Group hf. um 47 milljarða tap lífeyrissjóðanna á Glitni banka hf., sem er m.a. vegna fjárfestinga fyrir árið 2007, þegar ég eða aðilar mér tengdir höfðu engan snertiflöt við bankann né stjórnuðum fjárfest- ingum lífeyrissjóða hvorki þá né seinna.“ Þá segir Jón Ásgeir að Landic hf., FL Group hf. og Teymi hf. hafi ekki verið undir meirihluta yfirráðum hans eða Baugs Group hf.. Þessi fyr- irtæki hafi gengið í gegnum nauða- samninga og lífeyrissjóðir eignast hlutafé í þeim. „Hvers virði þau verða á endanum hefur ekki enn ver- ið leitt í ljós – en umræða um að allt sé tapað er ábyrgðarlaus. Það eru forsvarsmenn lífeyrissjóð- anna, sem báru ábyrgð á fjárfest- ingum þeirra og engir aðrir.“ Jón Ásgeir segir að hrunið verði ekki gert upp í „einsleitum skýrslum“ og telur sannleiksnefnd fyrir opnum tjöldum betri kost. Jón Ásgeir Jóhannesson hafnar alfarið ábyrgð  Forsvarsmenn lífeyrissjóða báru ábyrgð á fjárfestingum Jón Ásgeir Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.