Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í him- inhæðum með honum. (Ef. 2, 6. ) Enn eru Víkverja netmál hug-leikin. Hann hefur tekið eftir því á síðustu vikum að svo virðist sem fólk verði alltaf kræfara og kræfara á samskiptavefjunum. Sem dæmi má nefna nýlegan eld sem fór um sinu Snjáldurskinnu þegar frétt- ir bárust af andstöðuhópi við bygg- ingu mosku sem hafði verið settur saman á téðum vef. Þetta tilfelli er samt nokkuð sögulegt. Það er mjög sjaldan sem fólk virðist standa sam- an og rísa upp gegn mismunun, sama hvers eðlis hún kann að vera og mætti ætla að tilvikið áðurnefnda kallaði á frekari skoðun. x x x Snjáldra er nokkuð víðtækur vef-ur, svo ekki sé dýpra í árinni tekið og þar hafa blómstrað ýmsir hópar fólks sem standa saman til að fá einhverju ágengt. Oftar en ekki eru þessir hópar settir saman í góð- gerðarskyni og aðstandendur þeir sem vilja styðja við bakið á ein- hverju eða einhverjum og þá er oft- ast fátt út á að setja. Einstöku sinn- um virðist Víkverji þó rekast á hópa fólks sem hefur sett sig í andstöðu við málefni, oftast er það skiljanleg andstaða við ósanngirni hvers konar eða óréttlæti, en þó ekki alltaf. x x x Andstæðingar byggingar mosku áÍslandi eru, þegar þetta er rit- að, 1.570 talsins sem gerir þá vissu- lega að minnihlutahópi og þess vegna finnst fólki kannski auðveld- ara að úthrópa fáránleikann sem settur er fram innan vébanda þessa hóps. Það ber svo að athuga að hóp- urinn er opinn og öllum aðgengileg- ur þannig að það sem fer þar fram er ekki einkamál þeirra sem að honum standa heldur opinber skrif. Það er aðdáunarvert hversu margir hafa tekið fyrir fordómana og lokað á þá sem setja nafn sitt við hræðsluáróð- urinn sem þarna fer fram undir yf- irskini öryggismála. Það er spurning hvort fólk fari svo að hópa sig saman og setja sig upp á móti yfirgrips- meiri málefnum eins og kynbundnu ofbeldi eða launamun kynjanna eða eru það kannski of viðkvæm mál? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 refur, 8 skán- in, 9 kjaga, 10 greinir, 11 ávöxtur, 13 eldstæði, 15 æki, 18 gort, 21 kven- dýr, 22 birgðir, 23 slétta, 24 spjalla. Lóðrétt | 2 böggla, 3 grjót- skriðan, 4 höfuðklútur, 5 ljós- færi, 6 spil, 7 fornafn, 12 blóm, 14 stormur, 15 rótgróinn siður, 16 frægðarverk, 17 al, 18 skjá- gluggi, 19 slitið, 20 mólendi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hefja, 4 flóra, 7 ruður, 8 rýjan, 9 akk, 11 Anna, 13 þrár, 14 kolla, 15 hopa, 17 kukl, 20 ask, 22 rytju, 23 umbun, 24 innra, 25 bytta. Lóðrétt: 1 harða, 2 fæðin, 3 arra, 4 fork, 5 ósjór, 6 asnar, 10 kólfs, 12 aka, 13 þak, 15 horfi, 16 pútan, 18 umbót, 19 lynda, 20 ausa, 21 kubb. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 6. febrúar 1826 Timburstofan á Möðruvöllum í Hörgárdal og tvö önnur hús brunnu til kaldra kola ásamt miklu af amtsskjölum og fjár- munum. 6. febrúar 1958 Naustið bauð þorramat, fyrst íslenskra veitingahúsa, reidd- an fram í trogum. Í frétt Morgunblaðsins var tekið fram að með þorramat væri átt við „íslenskan mat, verk- aðan að fornum hætti, reykt- an, súrsaðan og morkinn“. 6. febrúar 1971 Frönskukennsla hófst í Sjón- varpinu. Vigdís Finnboga- dóttir annaðist kennsluna en henni til aðstoðar var Gérard Vautey. 6. febrúar 1998 Vala Flosadóttir setti heims- met í stangarstökki kvenna innanhúss á móti í Bielefeld í Þýskalandi, stökk 4,42 metra. „Þetta var yndislegt,“ sagði Vala í samtali við Morg- unblaðið. 6. febrúar 1999 Steingrímur J. Sigfússon var kosinn formaður „Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs“ á stofnfundi henn- ar. Í Alþingiskosningum þremur mánuðum síðar fékk hreyfingin sex þingmenn kjörna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Ég held alltaf upp á afmælið. Er mikill veislu- maður og finnst gaman að bjóða fólki heim. Það er leiðinlegt að eiga afmæli að vetri til því ég vil hafa gott veður og vera úti,“ segir Jón Þór Brynj- arsson, stálvirkjasmiður á Hjalteyri við Eyjafjörð, sem verður fimmtugur í dag. Jón Þór er að vinna á afmælisdaginn, í þjónustu- miðstöð Hörgársveitar. Því ætlaði hann að vera með kaffiboð fyrir fjölskylduna í gær. Hann er giftur Lilju Gísladóttur og á þrjú börn og fóst- urdóttur. „Svo verður heljarinnar veisla síðustu helgina í júní. Matseðillinn verður í anda þess sem ég hef verið að gera. Ég vann lengi við lúðueldi og því verður boðið upp á lúðu. Ég hef mikinn áhuga á veiðimennsku og verð með villi- bráð,“ segir Jón Þór og bætir við: „Öllum sem þekkja mig er boðið og þá kemur í ljós hvað margir vilja það.“ Hann bendir á að kosturinn við að fresta afmælisveislunni sé sá að hann verði 49 ára aðeins lengur. Hluti af starfi Jóns Þórs er að annast snjómokstur á vegum sveitar- félagsins. Hann hefur því verið í sífelldri baráttu við snjó og sér- staklega svell frá því í lok nóvember. Vonast hann til þess að þeim kafla sé nú lokið. helgi@mbl.is Jón Þór Brynjarsson undirbýr veislu 49 ára aðeins lengur (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert hugrakkur – jafnvel hugrakk- ari en vanalega. Gerðu ráð fyrir því að sinna skapandi störfum á næstunni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Einhver kemur þér skemmtilega á óvart svo taktu þátt í gamninu. Enda hafa ekki allir sömu skoðanir og þú og það ber að virða. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Fræðilega séð ertu á móti því að verða einn af hópnum. Mundu að þótt auð- velt sé að taka lán þá getur verið erfitt að standa í skilum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú finnur fyrir sigurtilfinningu í dag og átt auðvelt með að setja hlutina í sam- hengi. Hvaða ánægju leitar þú? Hafðu ávallt í huga að leggja þig allan fram til að ná því. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú sérð ekki fram úr augum vegna anna og þarft að komast frá í smátíma. Og ótrúlegt en satt: það verður auðvelt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur lokað á sköpunarhæfileika þína um tíma svo nú verður ekki lengur við unað. Aðalmálið er að finna sjálfum sér tíma. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Gættu þess að bregðast ekki of hart við minniháttar málum. Stundum er vinnan skemmtilegri en besta skemmtun, finnst þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér hættir til að vera of ráðríkur og þú þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín. En alvara lífsins tekur alltaf við aftur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Áður en þú verðlaunar sjálfan þig með einhverju uppátæki skaltu ganga úr skugga um að öllum skyldustörfum sé lokið. Andaðu djúpt og hugsaðu áður en þú talar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú þarft að búa svo um hnútana að ekki verði hægt að koma þér á óvart með aðfinnslum við starf þitt. Aðrir líta til þín um forustu svo þú mátt hvergi bregðast. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú hefur dregið að þér ögrandi fólk upp á síðkastið. Reyndu að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Nú er komið að þér að láta ljós sitt skína. Ekki verða hissa þótt þeir sem eru í kringum þig njóti óbeinnar ánægju af við- fangsefnum þínum. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 5 2 8 9 1 4 1 5 6 8 2 4 6 5 9 9 1 2 1 6 8 7 7 2 6 5 9 6 9 3 5 2 4 6 7 9 4 7 8 3 4 8 6 8 5 7 5 3 6 5 1 8 2 1 8 4 7 7 5 8 2 5 1 1 6 7 5 7 9 6 8 4 2 6 3 6 7 4 8 2 1 9 5 9 5 4 6 3 1 2 8 7 8 1 2 5 9 7 4 6 3 6 8 3 9 2 5 7 4 1 4 2 1 3 7 8 9 5 6 5 7 9 1 6 4 8 3 2 1 9 5 7 4 6 3 2 8 2 3 6 8 1 9 5 7 4 7 4 8 2 5 3 6 1 9 5 1 6 2 3 9 4 8 7 9 4 7 8 6 1 2 5 3 8 2 3 4 5 7 9 1 6 1 6 2 5 7 4 3 9 8 4 3 9 6 1 8 5 7 2 7 8 5 3 9 2 6 4 1 3 7 4 1 2 5 8 6 9 2 5 1 9 8 6 7 3 4 6 9 8 7 4 3 1 2 5 1 2 7 8 6 9 3 4 5 8 6 4 7 5 3 2 9 1 5 3 9 2 4 1 6 7 8 3 7 2 4 9 8 1 5 6 4 5 8 1 7 6 9 2 3 6 9 1 3 2 5 4 8 7 2 4 3 5 1 7 8 6 9 9 1 5 6 8 4 7 3 2 7 8 6 9 3 2 5 1 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 6. febrúar, 37. dag- ur ársins 2012 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Léttvægur munur. Norður ♠ÁK92 ♥DG ♦ÁD ♣Á8643 Vestur Austur ♠G108 ♠4 ♥ÁK763 ♥1092 ♦K83 ♦G1094 ♣52 ♣KD1097 Suður ♠D7653 ♥854 ♦7652 ♣G Suður spilar 4♠. Vestur tekur tvo slagi á ♥Á-K, en skiptir síðan yfir í lauf. Sagnhafi drepur á ♣Á og leggur niður ♠Á-K. Hverju á austur að henda í síðara trompið? Skoðum kostina, einn af öðrum: (1) Ef austur hendir laufi fríast það fimmta á endanum. (2) Hendi austur tígli er nóg að stinga einu sinni tígul í borði. (3) Að lokum – ef austur kastar hjarta verður átta suðurs góð og þá er hægt að trompa tígul tvisvar. Í öll- um tilfellum fær vörnin aðeins slag á ♠G í viðbót. Spilið kom upp í sveitakeppni Bridshátíðar, síðasta leik. Reyndar ekki nákvæmlega í þessari mynd, því suður var með ♥7xx, en vestur ♥ÁK8xx. Sá fyrirfram léttvægi mun- ur skipti sköpum, því austur gat þá hent hjarta útgjaldalaust. Flóðogfjara 6. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.34 3,7 11.53 0,8 17.55 3,5 9.54 17.30 Ísafjörður 1.26 0,3 7.32 2,0 14.00 0,3 19.57 1,8 10.13 17.21 Siglufjörður 3.38 0,3 9.51 1,2 16.16 0,1 22.33 1,1 9.57 17.03 Djúpivogur 2.52 1,8 9.03 0,4 15.00 1,6 21.05 0,2 9.27 16.56 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið 1. c4 Rf6 2. g3 e6 3. Bg2 d5 4. d4 Be7 5. Rf3 O-O 6. O-O dxc4 7. Dc2 b5 8. a4 b4 9. Bg5 Rbd7 10. Re5 Rxe5 11. Bxf6 gxf6 12. dxe5 Hb8 13. Hd1 De8 14. Dxc4 Bb7 15. Bxb7 Hxb7 Staðan kom upp í C-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Sænski stórmeistarinn Hans Tikkanen (2549) hafði hvítt gegn heimamanninum Etienne Goudriaan (2279). 16. Dg4+ Kh8 17. exf6 Bxf6 18. Df3! hvítur vinn- ur nú mann. Framhaldið varð eftirfar- andi: 18…Bxb2 19. Ha2 Hb6 20. Hxb2 f6 21. Hbd2 e5 22. a5 Ha6 23. Hd7 Hxa5 24. Hd8 og svartur gafst upp. Loka- staða efstu manna varð eftirfarandi: 1. Maxim Turov (2645) 10 1/2 vinning af 13 mögulegum. 2. Hans Tikkanen (2549) 10 v. 3.-4. Daan Brandenburg (2527) og Baskaran Adhiban (2561) 8 1/2 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.