Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Hin kínverska Hou Yifan varð heimsmeistari kvenna í skák aðeins 15 ára gömul árið 2009, yngst allra í skák- sögunni, bæði karla og kvenna. Hún er nú stödd hér á landi á vegum Skáksambands Íslands og fékk ungt skák- fólk að reyna sig við heimsmeistarann í fjöltefli á Sjó- minjasafninu í gær. Það lá vel á hinum unga meistara þegar blaðamaður settist niður með henni skömmu fyrir fjölteflið. Hou seg- ir það vera ánægjulegt hve margir stundi hér skák í frí- stundum þótt þeir keppi ekki endilega. Almennt sé þó skák vissulega ekki jafnvinsæl íþróttagrein og til að mynda körfu- og fótbolti. Þá leiki yfirleitt fleiri strákar skák, en í sínum heimabæ sé skákin þó vinsæl meðal stelpna. Koma Hou hingað til lands er merkur viðburður í ís- lenskri skáksögu og markaði um leið upphafið að Stelpu- skákdeginum, sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta sinn í gær. Með deginum vill skákhreyfingin á Íslandi heiðra þær konur sem ruddu brautina fyrir þátttöku kvenna í skáklífinu og jafnframt hvetja stelpur til að tefla sem mest. Það kom snemma í ljós að Hou hafði gaman af hug- arleikfimi en sem barn lék hún damm, borðspil sem leik- ið er á skákborði, með vinkonum sínum. Upp úr því kynntu foreldrar Hou hana fyrir skák sem hún hefur leikið síðan hún var rúmlega fimm ára. Hou segir sannarlega vert að vekja meiri athygli stelpna á íþróttinni en fyrir bæði kynin skipti áhuginn mestu máli rétt eins og í öðru því sem fólk tekur sér fyrir hendur. „Þetta þarf að vera áhugamál manns og ekki eitthvað sem foreldrarnir reka mann til að gera. Áhug- inn þarf að vera hvatning manns. Hver leikur getur verið erfiður miðað við aðstæður. Það er t.d. alltaf svekkjandi að gera ein mistök sem verða til þess að leikurinn snýst algjörlega við og maður tapar. Ég undirbý mig sjaldnast lengi fyrir hvern og einn leik heldur reyni frekar bara að slappa af, hvíla mig og hlusta á tónlist,“ segir Hou. Spurð hvort hún þekki vel til íslenska skákheimsins nefnir Hou strax Bobby Fischer og einvígi hans við Bor- is Spasskí í Reykjavík árið 1972. „Fischer er fyrirmynd mín í skákinni,“ segir Hou. „Áhuginn þarf að vera hvatning manns“  Heimsmeistari kvenna í skák etur kappi við Íslendinga  Hou Yifan frá Kína varð heimsmeistari 15 ára gömul Morgunblaðið/Kristinn Stelpuskákdagur Kínverski heimsmeistarinn Hou Yifan í fjöltefli við íslenskar skákstúlkur. Í tilefni þess að í ár eru liðin 40 ár frá einvígi Fischers og Spasskís má sjá sýn- inguna Einvígi aldarinnar. Fischer og Spasskí í 40 ár í Horni á 2. hæð í Þjóð- minjasafni Íslands. Á sýningunni eru mun- ir og myndir sem tengjast skákeinvíginu 1972 en sýningin er unnin í samvinnu Skáksambands Íslands og Þjóðminja- safns Íslands. Munir og myndir á Þjóðminjasafninu EINVÍGIS MINNST Guðni Einarsson María Ólafsdóttir Aðalmeðferð í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefst í Þjóðmenn- ingarhúsinu klukkan 9.00 í dag. Sig- ríður Friðjónsdóttir, saksóknari Al- þingis, sagði í viðtali við Morgunblaðið eftir hádegi í gær að sennilega yrði einungis tekin skýrsla af ákærða í dag. Ekki var ljóst þegar rætt var við Sigríði hvort hún sem saksóknari og Andri Árnason hrl., verjandi Geirs, yrðu með forflutning. Í forflutningi er farið stuttlega yfir atvik málsins. Vitnalisti hafði ekki verið birtur í gær en verður mögulega birtur í dag. Á listanum eru nöfn rúmlega 50 vitna. Tökur skýrslna þeirra standa alla þessa viku og á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Hlé verður gert 14. mars og daginn eftir, 15. mars, verður ef til vill frekari skýrslutaka af ákærða og málflutn- ingur sækjanda. Málflutningur af hálfu verjanda Geirs verður svo föstudaginn 16. mars, að sögn Sigríð- ar. Þjóðmenningarhúsið hefur verið undirbúið fyrir réttarhöldin. Meðal annars var búið að koma fyrir búnaði til að taka skýrslur í gegnum síma. Þá hefur verið tekið frá herbergi þar sem vitni geta verið á meðan þau bíða skýrslutöku. Óheppilegt að birta vitnalista Í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagði Andri Árnason að útlit væri fyrir að forflutningur yrði ekki í dag. Endanlega tímasettur vitnalisti lá ekki fyrir í gærkvöldi en Andri sagði listann sífellt vera að breytast þar sem vitni þyrftu að fá úthlutaðan annan tíma og annað slíkt. Saksókn- ari hefði séð um boðun vitna og skýrðist væntanlega í dag hvernig endanlegur listi myndi líta út. Sagði Andri að í megindráttum vissu flestir hverjir myndu bera vitni en hann hefði ekki verið fylgjandi því að nafnalisti yrði birtur. Hann teldi óheppilegt að vitni vissu hvaða öðr- um vitnum bæri að koma fyrir dóm- inn og eins óheppilegt að vitni vissu í hvaða röð menn kæmu fyrir dóminn. Ekki væri sérstaklega gert ráð fyrir því að menn bæru saman bæk- ur sínar en þó væri óeðlilegt að vitni sem væru að fjalla um sama hlutinn gætu jafnvel borið saman bækur sín- ar að einhverju leyti. Aðalmeðferð í landsdóms- málinu hefst  Skýrsla tekin af ákærða í dag  Vitnalisti liggur enn ekki fyrir Morgunblaðið/Kristinn Landsdómur Salur Þjóðmenning- arhússins standsettur. Landsdómsmálið » Málið var þingfest 7. júní ár- ið 2011. » 29. október 2011 var ákveð- ið að Landsdómur tæki málið til aðalmeðferðar hinn 5. mars 2012. » Frávísunarkröfu ákærða var vísað frá í Landsdómi 5. sept- ember 2011. » Alþingi samþykkti 2. mars frávísunartillögu vegna tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um að fallið yrði frá ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi. Svartfugl settist upp í Vestmanna- eyjum og Grímsey um miðjan febr- úar. Það þótti í seinna lagi í Vest- mannaeyjum en óvenjusnemmt í Grímsey. Farfuglum á borð við álft- ir, stormmáfa og hettumáfa hefur fjölgað á landinu undanfarið að sögn vefsíðunnar fuglar.is. Þá er talið lík- legt að tjaldar sem fara til annarra landa yfir veturinn séu að snúa aftur en talsvert margir tjaldar hafa einn- ig vetursetu hér á landi. Svartfuglinn settist upp í Ysta- kletti í Eyjum 15. febrúar og var það sex dögum síðar en í fyrra þegar hann settist upp 9. febrúar, að sögn Sigurgeirs Jónassonar, ljósmyndara og fuglaáhugamanns. Hann hefur lengi fylgst með því hvenær svart- fuglinn sest upp í Eyjum. Sigurgeir sagði að loðnan hefði verið seinna á ferðinni nú en í fyrra og svartfuglinn kæmi yfirleitt rétt á undan loðnu- göngunni til Vestmannaeyja. Eftir að svartfuglinn settist nú fyrst upp í Eyjum gerði frost og snjó í nokkra daga. Fuglinn hvarf þá frá en kom aftur 20. febrúar í Ystaklett og fyllti alla kóra, syllur og koppa í berginu. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að langvía og stuttnefja fylli nú allar syllur í Grímsey og álka sé væntanlega í urðinni fyrir neðan. Svartfugli hefur fjölgað mjög við heimskautsbaug á undanförnum ár- um og telja Grímseyingar að fuglinn hafi sest svo snemma upp nú til að tryggja sér hreiðurstað, að því er segir á Akureyrarsíðunni. Þrútin brum lerkitrjáa Vorið minnir víða á sig þessa dag- ana. Í lok febrúar var starfsfólk Héraðs- og Austurlandsskóga að mæla skóga til grisjunar þegar það rakst á lerkitré með svo þrútin brum að farið var að sjást í grænt. Vegna hlýindanna í febrúar er vöxtur lerkis og fleiri tegunda trjáa og runna óvenjusnemma á ferðinni. Ef hlýindin halda áfram má ætla að lerkið verði orðið býsna grænt í lok mars, segir á skogur.is. Fáum detta frjókorn í hug um þetta leyti árs, en í Grasagarðinum í Reykjavík þjófstörtuðu frjókorn elr- is, að því er segir á heimasíðu Nátt- úrufræðistofnunar. gudni@mbl.is Fuglinn rétt á undan loðnunni  Vorið hefur víða minnt á sig Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.