Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 29
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is S öngkonan Anna Vil- hjálms fagnar 50 ára söngafmæli með tón- leikum í Austurbæ fimmtudaginn 8. mars. „Ég ætlaði að halda þessa tónleika í fyrra en frestaði þeim af ýmsum ástæðum,“ segir Anna. „Á tónleik- unum syng ég lög sem ég hef ver- ið þekktust fyrir að syngja á þess- um 50 árum. Ég byrja á laginu sem ég söng níu ára gömul á ensku í Sjálfstæðishúsinu, Que sera sera, sem Doris Day gerði frægt. Svo syng ég ýmis þekkt lög með Connie Francis og Brendu Lee. Líka sveitatónlist og lög Tammy Wynette og Patsy Cline. Auðvitað syng ég svo líka þekkt- ustu lögin sem ég söng á sínum tíma: Ég bíð við bláan sæ, Heim- ilisfriður og Fráskilin að vestan. Ég hef í gegnum árin aðallega verið að syngja gamalt rokk og sveitatónlist.“ Bara að ná í röddina Anna, sem verður 67 ára á þessu ári, er spurð hvernig röddin sé. „Röddin hefur breyst, ég var með sterka og hvella rödd, en hún er orðin mýkri. Ég greindist með lungnaþembu fyrir einhverjum ár- um. Þegar ég hélt upp á 40 ára söngafmæli veit ég ekki hvernig ég komst í gegnum það því ég var með bronkítis og kvef, sem var byrjun á lungnaþembunni. Eftir það hætti ég að mestu að syngja. Samt ekki alveg því ég er í hópi sem heitir Rokkgengið og sam- anstendur af gömlum söngvurum og við hittumst með reglulegu millibili. Síðstliðið haust fór ég á Reykja- lund og hjúkrunarkonan hvatti mig til að halda áfram að syngja og sagði að ég gæti það vel. Ég tók þessari hvatningu en það er ýmislegt sem ég þurfti að læra upp á nýtt. Röddin er þarna, það er bara að ná í hana.“ Anna segist hafa sungið frá því hún man eftir sér. „Ég hafði svo gaman af að syngja, lá yfir út- varpinu og kunni mikið af lögum. Sem krakki söng ég á jólaböllum. Þegar ég fór að syngja opin- berlega þá var það þannig að ef einhver söngkona forfallaðist var hægt að hringja í mig því að ég gat sungið óæft. Ég held að það hafi fleytt mér áfram en ég ætlaði aldrei að verða söngkona. Ég ætl- aði að læra hárgreiðslu.“ Komst á samning hjá MGM Leið Önnu lá til Ameríku og þar komst hún á samning, en kaus svo að snúa heim til Íslands. Af hverju ílengdist hún ekki í Ameríku? „Ég giftist og við hjónin eign- uðumst tvær dætur saman. Við skildum þegar ég var 25 ára og þá fór ég í fyrsta skipti til Bandaríkj- anna til að hitta vini mína. Vin- irnir höfðu ýmis sambönd og vildu koma mér á framfæri í bandarísk- um tónlistarheimi. Ég komst á 50 ára samning hjá MGM. Ég fór að hlæja vegna þess að ég var bara 25 ára og þeir ætluðu að eiga mig þar til ég yrði 75 ára. Ég var ekki einu sinni viss um að ég myndi vera lifandi þá. En allt var þetta frágengið en þá guggnaði ég. Það átti að breyta nafni mínu og laga tennurnar. Ég átti líka að breyta um háralit og verða ljóska, ég sem var og er alveg dökkhærð. Ég fór heim til Íslands. Ég hugsaði um að fara aftur út en svo ákvað ég að gera það ekki.“ Hún er spurð hvort hún hlakki mikið til tónleikanna. „Ég verð að viðurkenna að ég bæði hlakka til og kvíði fyrir. Þetta verða senni- lega síðustu tónleikarnir sem ég held,“ segir hún og bætir við: „Ég hef átt góðan tíma í tónlist- arbransanum vegna þess að ég hef alltaf verið svo heppin að vinna með verulega góðum tónlist- armönnum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Vilhjálms Ég hef átt góðan tíma í tónlistarbransanum vegna þess að ég hef alltaf verið svo heppin að vinna með verulega góðum tónlistarmönnum. Ætlaði aldrei að verða söngkona  Anna Vilhjálms heldur upp á 50 ára söngafmæli í Austurbæ Komst á sínum tíma á samning í Bandaríkjunum en ákvað að fara heim til Íslands Sennilega síðustu tónleikarnir mínir, segir Anna »Ég verð að viðurkenna að ég bæði hlakka til ogkvíði fyrir. Þetta verða sennilega síðustu tón- leikarnir sem ég held.“ MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Íslandsriðill hinnar svokölluðu Wacken Metal Battle fór fram á laugardagskvöldið á Nasa. Sex þungarokkssveitir kepptu þá sín á milli um sæti í samnefndri hljóm- sveitakeppni sem fram fer á Wacken Open Air í sumar en hátíðin sú er stærsta þungarokkshátíð heims. Sveit- irnar sem kepptu voru Memoir, Angist, Moldun, Grue- some Glory, Blood Feud og Gone Postal. Fóru leikar á þann veg að sú síðastnefnda sigraði og það nokkuð örugglega. Gone Postal hefur verið starfandi í allnokkur ár og lengi verið með fremstu öfgarokkssveitum landsins. Í upphafi lék sveitin „grúv“-kennt nýdauðarokk en hefur að undanförnu verið að færa sig á framandlegri slóðir. Lögin eru orðin lengri og tilraunakenndari – og betri. Reyndar var sett Gone Postal á föstudaginn svo gott sem fullkomið og greinarhöfundur – sem og flestir aðrir í salnum – var agndofa yfir frammistöðunni. Sveitin hélt áheyrendum á tánum frá fyrstu nótu til hinnar síðustu, lögin flóðu áfram taktfast og örugglega en með snún- ingum á hárréttum stöðum. Spennan stigmagnaðist með hverri mínútu og endalokin voru ekkert minna en epísk. Hreint ótrúlegt að heyra og magnað að sjá hvert sveitin er komin. Þetta er orðið „keppnis“ eins og sagt er og vonandi að einhver af þeim níu erlendu blaðamönnum og útgefendum sem voru á staðnum hafi verið með blokk og penna á sér. Það er síðan til mikils að vinna á keppninni í sumar. Það var hin ógurlega Atrum sem fór utan í fyrra en hún er tvímælalaust ein allra besta þungarokkssveit landsins í dag. Gone Postal sigraði í Wacken-keppninni Rísandi Gone Postal hefur verið starfandi í fimm ár og hefur jafnt og sígandi verið að sækja í sig veðrið. Sveitin átti ótrúlega innkomu á Nasa. Á afmælistónleikunum ætlar Anna Vilhjálms að fara í gegnum söngferilinn og flytja vinsælustu lög sín ásamt uppáhaldslögum sínum. Einar Júlíusson, Bjarni Arason og Viðar Jónsson verða gestasöngvarar kvöldsins. Hljóm- sveitina skipa Vilhjámur Guð- jónsson, Hilmar Sverrisson, Finn- bogi Kjartansson, Ásgeir Óskarsson, Lárus Grímsson og Þorleifur Gíslason. Kynnir kvölds- ins verður Þorgeir Ástvaldsson. Anna Vilhjálms og söngvarar 50 ÁRA SÖNGAFMÆLI FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTATÍMINN FRÁ FRAMLEIÐENDUM “DRIVE” KEMUR HRÖÐ OG SPENNANDI GLÆPA- MYND ÚR ÍSLENSKUM VERULEIKA. Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ SVARTHÖFÐI.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% SVARTUR Á LEIK KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 SVARTUR Á LEIK LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 TÖFRATENINGURINN KL. 3.40 L HAYWIRE KL. 5.50 - 8 16 GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.15 12 THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10 SAFE HOUSE KL. 10.10 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.40 L ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS FRÉTTABLAÐIÐ SVARTUR Á LEIK KL. 6 - 8 - 10 16 / THIS MEANS WAR KL. 6 14 GHOST RIDER 2 3D ÓTEXTUÐ KL. 10 12 / HAYWIRE KL. 8 16 SVARTUR Á LEIK KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 TÖFRATENINGURINN KL. 6 L GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 12 THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.15 10 THE DESCENDANTS KL. 5.30 L LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.