Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 5. MARS 65. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fimm Íslendingar komust á pall 2. Ólafur Ragnar gefur kost á sér 3. LV seldi bílinn 4. Allsber í stigagangi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarhátíðin Reykjavik Folk Festival verður haldin í þriðja sinn á Rósenberg dagana 7.-10. mars næst- komandi. Meðal flytjenda í ár eru KK, Svavar Knútur, Gunnar Þórðarson og Guðrún Gunnarsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Reykjavik Folk Festival í þriðja sinn  Tríó trommu- leikarans Scotts McLemore kemur fram á sjöundu tónleikum djass- tónleikaraðar- innar á Kex host- eli við Skúlagötu í Reykjavík annað kvöld. Tríóið skipa auk hans þeir Hilmar Jensson á gítar og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. Tónleikar tríós Scotts McLemore á Kexi  Leikhópurinn Sómi þjóðar, í sam- starfi við Norðurpólinn á Seltjarn- arnesi, hefur ákveðið að sýna verkið Gálma eftir Tryggva Gunnarsson á ný en fresta þurfti sýningum í vetur vegna anna leikara, m.a. Hilmis Jens- sonar í Vesaling- unum. Sýningar verða í Norð- urpólnum 13. og 27. mars og 2. apríl. Leikritið Gálma aftur á fjalirnar á Nesinu Á þriðjudag Suðvestan og sunnan 8-13 m/s og él, en hvessir með snjókomu A-til um kvöldið. Hiti kringum frostmark. Á miðvikudag til föstudags Vestan- og suðvestanátt með éljum. SPÁ KL. 12.00 Vaxandi suðaustanátt, 18-23 og slydda, en síðar rigning S- og V-lands síðdegis. Hægara og úrkomulítið NA-til fram á kvöld. Frost víða 0 til 5 stig, en hiti 1 til 6 stig síðdegis. VEÐUR „Ég vissi allan tímann hvar ég stóð og langaði að kom- ast á pall. Það var rosalega gaman að fá að standa á verðlaunapallinum og mað- ur fær heilmikla athygli hérna, sem er góð hvatning,“ sagði Blikinn Kári Steinn Karlsson við Morgunblaðið eftir að hafa unnið til brons- verðlauna í maraþoni á Ítal- íu í gær. »1 Kári ánægður að komast á pall Karatekonan Aðalheiður Rósa Harð- ardóttir segir það hafa hjálpað sér að vera aðeins „klikkaðri“ en andstæð- ingurinn þegar hún varð tvöfaldur Ís- landsmeistari í kata um helgina, annað árið í röð. Kristján Helgi Carrasco varð Íslands- meistari karla í fyrsta sinn. » 2 Aðalheiður Rósa og Kristján Helgi meistarar Fram var ekki í vandræðum með að leggja Stjörnuna að velli í N1-deild kvenna í handknattleik í gær. Fram heldur því áfram pressu á Val, sem er tveimur stigum á eftir í öðru sæti, en á þó leik til góða. Stjarnan gerði lítið til að ógna Fram í leiknum og bjóst þjálfari Safamýrarliðsins við meiri spennu en raunin varð. Grótta og KA/Þór unnu einnig um helgina. » 5 Stjarnan gerði lítið sem ekkert til að ógna Fram ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég veit ekki hvað við stöndum lengi í þessu, en sem betur fer erum við bæði með fullum fimm,“ segir Benóný Benediktsson, formaður og fram- kvæmdastjóri Verkalýðsfélagsins í Grindavík. Hann verður 84 ára í vor og nýtur dyggrar að- stoðar starfsmanns skrifstofunnar, Ásu Lóu Ein- arsdóttur. Svo vill til að hún er eiginkona Benónýs til fimmtíu og fimm ára og er rúmum fimm árum yngri en hann. Bæði hafa þau lengi verið viðloðandi félagið með störfum og stjórnarsetu, Ása þó heldur lengur. Verkalýðsfélagið varð 75 ára í liðnum mánuði og haldið var upp á áfangann með pomp og pragt. „Og svo tóku þau upp á því að gera kallinn að heið- ursfélaga,“ segir Benóný. Nú er eingöngu land- verkafólk í félaginu, alls rúmlega 600 manns. Innfæddur og hreinræktaður Benóný er innfæddur Grindvíkingur, hreinrækt- aður eins og hann orðar það sjálfur. „Ég er fæddur á Þórkötlustöðum, sem er austast af hverfunum þremur í Grindavík, og byrjaði að vinna þegar ég var fjórtán ára. Þá reri ég úr Þórkötlustaðanesi á opnum sjö tonna vélbáti sem hét Svanur. Við vor- um fjórir fermingarbræðurnir upp á hálfan hlut í níu manna áhöfn. Þetta gat verið strembið, en þá þótti ekki glæpur að láta fólk vinna,“ segir Benóný. Hann var í mörg ár til sjós, en hóf jafnframt að keyra vörubíla, ýmist í eigin eigu eða annarra, með- al annars fyrir Kaupfélag Árnesinga á Selfossi í tæp fimm ár. Síldin heillaði líka og hann var í mörg sumur á síldarbátum úr Grindavík á veiðum fyrir norðan land. „Það var ekki vandamál þó við værum átta í lúkarnum og enginn kvartaði. Það var bara unnið þegar þurfti að vinna og ekki alltaf verið að líta á klukkuna.“ Lagt saman í löngum dálkum Lengst af, eða í 43 ár, var Benóný starfsmaður hjá Þorbirni hf í Grindavík. Megnið af tímanum var hann vörubílstjóri hjá fyrirtækinu, en lét af þeim störfum 75 ára gamall. „Tómas Þorvaldsson var þá forstjóri og fyrri part dags var maður oft við alls konar útréttingar í Reykjavík. Venjulega lét Tómas mig fá ávísun á morgnana og þegar ég kom í bæinn byrjaði ég á því að selja hana. Svo fór ég með seðlabúntið á alla þessa staði og keypti það sem vantaði og borgaði allt kontant. Að sjálfsögðu var vel passað upp á nót- ur og krónur og svo var kannski gert upp einu sinni í viku. Aldrei notuð reiknivél, bara lagt saman og dregið frá í löngum dálkum.“ „Unnið þegar þurfti að vinna“  Verkalýðskempa á níræð- isaldri man tímana tvenna Morgunblaðið/RAX Á skrifstofunni Benóný og Ása Lóa ásamt yngsta afkomandanum, hinum þriggja mánaða Emanúel Emilssyni. Þau eiga þrjár dætur sem hafa eignast 13 börn og barnabarnabörnin eru orðin átta talsins. Benóný hefur verið formaður verkalýðsfélagsins í 28 ár, en auk þess var hann varaformaður um tíma. Hann segir verkefni félagsins margvísleg og tengjast m.a. kjaramálum, réttindabaráttu, sumarhúsunum og svo á félagið húsnæði við Vík- urbrautina í Grindavík. Hann segir að yfirleitt séu málin leyst í bróðerni í bænum og sjaldan þurfi að leita til lögfræðinga þó svo að þess séu dæmi. „Veistu það að framkvæmdastjórarnir í fyr- irtækjunum hérna eru sómamenn upp til hópa,“ segir Benóný. „Þeir hafa staðið vel í skilum við fé- lagið og eru 100% menn og vinir mínir. Þeir sem stjórna Þorbirninum núna eru til dæmis synir Tómasar Þorvaldssonar og voru bara litlir drengir þegar ég byrjaði hjá fyrirtækinu svo það eru nú ekki vandamál í samskiptunum.“ Sómamenn upp til hópa MÁLIN ERU YFIRLEITT LEYST Í BRÓÐERNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.