Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 15
Erkiklerkurinn Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Ír- ans, virðist hafa tryggt stöðu sína í þingkosningum í landinu á föstu- dag en fylg- ismenn hliðhollir honum hlutu um þrjá fjórðu þing- sæta í kosningunum, samkvæmt fréttum ríkisfjölmiðilsins Press TV. Fáir umbótasinnar voru í kjöri enda hafði verið komið í veg fyrir framboð margra þeirra og stóð slagurinn því á milli íslamskra harðlínumanna og afturhaldsafla trúrra forseta landsins, Mahmoud Ahmadinejad. Kosningaþátttaka var 64% en stjórnmálaleiðtogar landsins höfðu hvatt fólk til að kjósa í viðleitni til að sýna vestrænum ríkjum fram á að stjórnvöld í Íran hefðu sann- arlega stuðning fólksins. Barack Obama Bandaríkjaforseti gagnrýndi „kæruleysislegt stríðs- tal“ í gær og bað aðila um að sýna þolinmæði. „Ég trúi staðfastlega að enn sé möguleiki á að sáttaumleit- anir, með þrýstingi, skili árangri,“ sagði Obama. Utanríkisráðherra Ísraels, Avig- dor Lieberman, sagði hins vegar að Ísraelar myndu taka sjálfstæða ákvörðun um viðbrögð við kjarn- orkuáætlun Írana. ÍRAN Gagnrýnendur for- setans í meirihluta Ali Khamenei FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Etna á Sikiley við Ítalíu, hæsta eldfjall í Evr- ópu og eitt það virkasta í heimi, vaknaði af dvala aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Nær öskustrókurinn úr henni í 5 km hæð yfir sjáv- armáli og hraunkvika hefur sést renna úr nýj- um gíg sem myndast hefur á suð-austurhlið fjallsins. Sagan segir að hina tíðu eldvirkni megi rekja til þess að guðinn Seifur fangelsaði Typhon, föður allra skrýmsla, undir Etnu en þar liggi hann í rekkju sem eilíft klórar bak hans. Skrýmslið Typhon skekur sig og emjar Reuters Eldfjallið Etna minnir á sig Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Vladimir Pútín bar höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur í úrslitum fyrri umferðar forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fór í gær og hlaut yfir 60% atkvæða samkvæmt fyrstu tölum og útgönguspám. „Við höfum borið sigur úr býtum í opinni og sanngjarnri baráttu,“ sagði Pútín grátklökkur fyrir framan 100 þús- und fylgismenn sína við Kremlin í gærkvöldi. Leiðtogi kommúnistaflokksins, Gennady Zyuganov, sem hlaut næst flest atkvæði eða um 17%, og aðrir pólitískir andstæðingar Pútíns hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega og segja stór- felld kosningasvik hafa verið viðhöfð. Hefur því m.a. verið haldið fram að fólki hafi verið greitt fyrir að kjósa oftar en einu sinni og sagðist fréttaritari AFP-fréttastofunnar hafa séð flota hundrað hópferðabíla keyra kjósendur á milli kjörstaða. Viðskiptajöfurinn Mikhail Prokho- rov, sem varð þriðji í kosningunum með um 7% atkvæða, sagði eftirlits- menn sína hafa tilkynnt fleiri en 4.000 brot á kosningalögum. Kjörsókn var um 64% og þar sem Pútín hlaut hreinan meirihluta at- kvæða mun seinni umferð ekki fara fram. Pútín mun taka við embætti í maí næstkomandi og sitja í því til næstu sex ára en sérfræðingar hafa bent á að veruleg hætta sé á að ófriður brjótist út í landinu á kjör- tímabilinu, ráðist hann ekki í um- bætur. Forseti með 60% atkvæða  Vladimir Pútín kjörinn forseti Rússlands til næstu 6 ára  Mótframbjóðendur og andstæðingar segja stórfelld kosningasvik hafa verið framin  Hætta á ófriði Reuters Tár á hvarmi „Ég lofaði að við myndum sigra, við unnum. Dýrð sé Rúss- landi!,“ hrópaði Pútín voteygur eftir að úrslitin urðu ljós í gær. Að minnsta kosti 38 létu lífið í hvirfilbyljum í Indiana, Kentucky, Ohio, Alabama og Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag og laugardag. Hundruð slösuðust í ofsaveðrinu, sem reif tré upp með rótum, blés bifreiðum langar leiðir og lagði heilu smábæina í rúst, m.a. Marysville í Indiana, þar sem ekkert hús stendur eftir. Neyðarástandi var lýst yfir í Indiana og Kentucky. „Umfang og stærðargráða eyðileggingarinnar í sum- um samfélögum okkar er ólík öllu sem ég hef nokkurn tímann séð,“ sagði ríkisstjóri Kentucky, Steve Beshear, þegar hann skoðaði verksummerkin á laugardag. Skemmdir voru tilkynntar í 40 sýslum í ríkinu og tugþús- undir voru án rafmagns. „Við erum ekki ókunnug ofsa móður náttúru hér í Ind- iana en ástandið nú er eins alvarlegt og ég hef nokkurn tímann upplifað,“ sagði Mitch Daniels ríkisstjóri en bætti því við að líklega hefðu viðvaranir í tíma bjargað lífi ófárra. Barack Obama Bandaríkjaforseti hringdi í ríkisstjóra Indiana, Kentucky og Ohio á sunnudag, vottaði þeim samúð sína og bauð fram aðstoð hinna bandarísku al- mannavarna, FEMA. Á föstudagskvöld höfðu bandarísku veðurstofunni bor- ist 83 tilkynningar um hvirfilbylji í átta ríkjum en heild- arfjöldi tilkynninga fyrir vikuna var 133. Í fyrra urðu hvirfilbyljir alls 545 að bana í Bandaríkjunum. 38 látnir eftir holskeflu hvirfilbylja í Bandaríkjunum Reuters Rústir einar Grunn- og framhaldsskólinn í Henryville í Indiana-ríki gjöreyðilagðist í ofsaveðrinu.  Hundruð slösuð og heilu smábæirnir lagðir í rúst Mitt Romney bar sigur úr býtum í forkosningum repúblikana í Washington-ríki á laugardag. Hlaut hann 37,6% atkvæða, Ron Paul 24,8% en Rick Santor- um 23,8%. Eftir sigurinn hefur Romney tryggt sér 203 kjörmenn, Santorum 92 og Newt Gingrich 33. Eric Cantor, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins, hefur lýst yfir stuðningi við Rom- ney. Á morgun, á hinum svokallaða ofur-þriðjudegi, verður kosið í 10 ríkjum þar sem um 419 kjörmenn er að tefla, flesta í Ohio. Til þess að hljóta tilnefningu repúblikana til forseta Bandaríkjanna á lands- þinginu í sumar þarf að minnsta kosti 1.144 kjörmenn. Forkosningar í tíu ríkjum á morgun Mitt Romney BANDARÍKIN Sextán létust og fjölmargir særðust þegar tvær lestir rákust saman í Szczekociny, um 200 kílómetra frá Varsjá í Póllandi, seint á laugar- dag. Alls voru 350 farþegar um borð í lestunum tveimur en þær voru báðar á sama sporinu; önnur á leið suður til Krakár frá höfuðborg- inni og hin á leiðinni norður til Var- sjár frá Przemysl. Að minnsta kosti 57 voru fluttir á sjúkrahús en enn liggur ekki fyrir hvernig áreksturinn bar að. Báðir vélarvagnar lestanna og þrír far- þegavagnar fóru út af sporinu og lentu hver á öðrum. Vitni sögðu fjölda fólks fast undir stálbitum og öðru braki og lýstu því hvernig lík- amspartar lágu á víð og dreif á slys- stað. Yfirvöld í Póllandi hafa lagt mik- ið kapp á það undanfarið að gera endurbætur á lestarkerfi landsins fyrir Evrópumeistaramótið í knatt- spyrnu í júní, sem það heldur í sam- vinnu við Úkraínu. Reuters Árekstur Fimm lestarvagnar fóru útaf sporinu og lentu hver á öðrum. Farþegalestir í harka- legum árekstri í Póllandi  Hvor úr sinni átt- inni á sama sporinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.