Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.2012, Blaðsíða 14
14 INNLENTViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012 Herman Van Rompuy forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varar við því að ríki ger- ist kærulaus þegar unnið er að því að laga skuldavanda svæðisins. Í viðtali á sunnudag lagði Van Rompuy áherslu á að ríki næðu settum markmiðum í fjármálum og drægju úr halla, að því er fréttastofa Reuters greinir frá. „Neyðarástandið er ekki enn að baki að fullu. Við erum komin á lygnari sæ en næstu tvö árin verðum við að vinna að því að tryggja að samskonar ástand geti ekki skap- ast aftur,“ sagði Van Rompuy við hollenska sjónvarpsstöð. Leiðtogar ríkja ESB sam- þykktu á föstudag strangari viðmið um rík- isfjármál og að auki innspýtingu 1.000 millj- arða evra sem ætlað er að koma á stöðugleika á fjármálamörkuðum. Sagði Van Rompuy að með þessu hafi raddir um yf- irvofandi sundrungu ESB þagnað, en enn þurfi að draga úr hallarekstri ríkissjóða og leita frekari leiða til að efla hagvöxt. Varaði Van Rompuy við því að ríki sem ekki stæðu í stykkinu gætu átt von á refs- andi aðgerðum, s.s. dýrari lánakjörum. ai@mbl.is Van Rompuy varar við kæruleysi Reuters Agi Herman Van Rompuy segir ESB komið á lygnari sæ en fjármálakrísan sé ekki enn að baki.  Segir þá sem fara ógætilega geta átt von á refsingu Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það er viðbúið að hluti af þeim hugmyndum og fyrirtækjum sem fara af stað á líftæknisviðinu nái ekki að vaxa og verða að langlífum rekstri. Það á jafnt við á Íslandi eins og annars staðar að starfsemi af þessu tagi fylgir ákveðin áhætta og langur vegur er frá því að góð hugmynd kvikn- ar og þangað til búið er að þróa hana til fulls og setja á markað. Það getur hæg- lega tekið áratug að ná góðri af- komu i rekstrin- um og ekki sjálf- sagt mál að nóg sé af þolinmóðu fjármagni á með- an,“ segir Sigríður Valgeirsdóttir. Sigríður er framkvæmdastjóri Roche NimbleGen á Íslandi en útibúið fagnar 10 ára afmæli í ár. NimbleGen varð til árið 1999 sem sprotafyrirtæki við Wisconsin-há- skóla í Madison, Bandaríkjunum. Árið 2002 var starfsemin færð til Ís- lands en höfuðstöðvar eru enn i Ma- dison. Árið 2007 var svo fyrirtækið keypt af Roche Applied Science, sem er sá armur Roche samsteyp- unnar sem sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á rannsóknavörum. Góðar aðstæður á Íslandi Roche NimbleGen sérhæfir sig í smíði svokallaðra DNA-örflagna sem notaðar eru við ýmiskonar rannsóknir á erfðaefninu. Starfs- menn fyrirtækisins á Íslandi eru um 70 talsins. Auk þess að framleiða og þróa örflögurnar rekur fyrirtækið rannsóknarstofu þar sem gerðar eru rannsóknir með örflögutækni fyrir viðskiptavini. Velta útibúsins á Íslandi er um milljarður íslenskra króna á ári og tekjur nær eingöngu í gegnum útflutning. Sigríður segir Ísland hafa orðið fyrir valinu á sín- um tíma af ýmsum ástæðum, m.a. gegnum tengsl við vísindamenn á Íslandi og vegna annarra líftækni- fyrirtækja sem hér störfuðu og voru í örum vexti á þeim tíma. „Fyrirtækið er að öllu leyti í eigu erlendra aðila og það fjármagn hef- ur fleytt okkur í gegnum góðæri og harðæri síðustu 10 ára. Aðstæður til rekstrarins hafa þó almennt verið góðar á Íslandi og í okkar tilfelli hafa skattamál og gjaldeyrishöft ekki verið sérstakur baggi á rekstr- inum,“ segir Sigríður „Við virðumst líka eiga greiðan aðgang að góðu fólki. Þegar við auglýsum stöður berast alla jafna margar umsóknir frá mjög hæfum umsækjendum, og eins fáum við fyrirspurnir frá áhugasömum einstaklingum allt árið um kring. Önnur og stærri fyrirtæki á sviði tækni- og hugverkaiðnaðar hafa lýst áhyggjum af skorti á fólki með rétta menntun og reynslu, en við sjáum ekki þann vanda og kannski að það skýrist að hluta til af því að við erum ekki jafnstór vinnu- staður og t.d. lyfjafyrirtæki sem eru jafnvel með hundruð sérfræðinga að störfum.“ Vantar sterkan sjóð Það sem Sigríður saknar, og telur að gæti orðið til hagsbóta á Íslandi, er betri aðgangur að fjármagni fyrir sprotafyrirtæki í heilbrigðistækni- geira. „Þar getum við fundið góða fyrirmynd hjá Wisconsin-háskóla í Madison sem stendur fyrir um- fangsmikilli fjármögnun á sprota- fyrirtækjum sem spretta upp út frá rannsóknum við skólann. Býr há- skólinn að mjög sterkum sjóðum og fylgir sprotahugmyndum eftir í nokkur ár, leyfir þeim að vaxa og dafna, en selur svo frá sér sinn hlut. Þessi starfsemi skilar verulegum hagnaði og æ sterkari sprotasjóði, en um leið verður til í kringum há- skólann og í Madisonborg blómlegt og sívaxandi samfélag hátæknifyr- irtækja.“ Eins segir Sigríður að það vinni að einhverju marki gegn fyrirtæk- inu að tortryggni gæti enn í garð Ís- lands í kjölfar hrunsins. „Við höfum átt góða erlenda bakhjarla og því staðið vel að vígi, en enn virðast sumir hafa varann á sér að versla við íslenska aðila. Það er líka raunin að Ísland er þekkt fyrir ýmsa góða hluti, t.d. sem ævintýralegt land heim að sækja, en við höfum ekki sterkt orðspor sem þjóð sem stund- ar framúrskarandi rannsóknir á sviði tækni- og hugverkaiðnaðar. Ég held það myndi hjálpa mikið til að skapa slíka ímynd og um leið styrkja íslenskan iðnað á sviði líftækni og heilbrigðistækni út á við. Við höfum margt fram að færa á þessu sviði í samstarfi við aðrar þjóðir.“ Mala gull með örflögum  Roche NimbleGen veltir milljarði á ári  Segir að fylgja mætti fordæmi fjárfestingasjóðs Wisconsin-háskóla til að efla sprotana  Þarf einnig að styrkja ímynd Íslands sem land rannsókna og þróunar  Fjársterkir erlendir eigendur fleyttu NimbleGen í gegnum góða og erfiða tíma Kröfur Starfsmaður á rannsóknarstofu framkvæmir gæðaeftirlit. Um 70 manns starfa hjá Roche NimbleGen og er nær öll framleiðslan seld erlendum kaupendum. Sigríður Valgeirsdóttir Starfsemi Roche NimbleGen er mjög sérhæfð og segir Sigríður að varla séu fleiri en 10 fyrirtæki í heiminum sem framleiða svip- aða vöru. „DNA-örflögur eru tæki sem notuð eru til að rannsaka erfðaefni lífvera. Flögurnar geta m.a. nýst til rannsókna á gena- þróun og hvernig gen eru tjáð í frumum með breytilegum hætti með breyttu ytra áreiti. Örflögurnar eru mjög öflugt tæki til að skoða erfðaefnið í heild sinni og eru þær ekki bara notaðar við rannsóknir á erfðaefni mannsins heldur einnig við rannsóknir á erfðaefni dýra, plantna og baktería,“ útskýrir Sigríður. Alla jafna eru örflögurnar sérhannaðar í samræmi við þarfir hvers viðskiptavinar. Sem dæmi um hvernig örflögurnar eru not- aðar í dag nefnir Sigríður alþjóðlegar rannsóknir á tilurð og framvindu krabbameina og fleiri sjúkdóma, svo sem einhverfu. Örflögutæknin er öflugt tæki til lyfjaþróunar, m.a. í átt að ein- staklingssniðinni lyfjameðferð, þar sem upplýsingar um erfða- efnið geta aukið líkur á því að lyf hafi tilætluð áhrif á einstakling- inn. „Þá er lyfjameðferðin klæðskerasniðin að arfgerð hvers og eins til að ná fram betri virkni og minni aukaverkunum.“ Örflögutæknin segir Sigríður að fari einnig vel með hraðri þró- un í raðgreiningartækni. „Sem dæmi má nefna að við höfum á síðustu árum þróað nýja tækni til að magna upp þau svæði á genamengi sem áhugavert er að skoða með raðgreiningu. Þessa tækni köllum við Sequence capture og er þetta nú sá hluti starf- seminnar sem vex hvað hraðast hjá okkur.“ Hvað eru DNA-örflögur? GETA LEITT TIL BETRI LYFJAMEFERÐA Samkeppnin er hörð á sviði heilbrigðistækni og þó svo Roche NimbleGen sé í dag í góðum rekstri segir Sigríður að þróunin sé leifturhröð og megi hvergi slá af. „Við höldum áfram að taka þátt í þessum slag af fullum krafti og vinnum statt og stöðugt með kollegum okkar í Madison og víðar að því að þróa æ betri vöru. Til að gefa hugmynd um hvað þróunin er hröð þá myndi sú vara sem við vorum að framleiða fyrir 10 árum ekki þykja gjaldgeng í rannsóknarstofum í dag.“ Samruninn við Roche segir Sigríður að hafi svo fært með sér bæði verðmætan þekkingarbrunn að sækja í en einnig gefið mikið aðhald í öllu starfi og rekstri. „Við höfum aðgang að sér- fræðingum Roche en höfum líka þurft að laga okkur að þeirra verkferlum og sífellt strangari kröfum um gæði og skilvirkni.“ Sigríður segir að Roche hafi verið áhugasamt um samrun- ann í ljósi spennandi möguleika á sviði genarannsókna og lyfjaþróunar. „Þessi tækni er mikilvægur þáttur í fjölda rann- sókna í dag og á margan hátt eðlileg þróun að Roche skyldi vilja bæta þessari tækni í sitt vöruúrval.“ Þróað á harðahlaupum HARÐUR SLAGUR OG STÖÐUGAR FRAMFARIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.