Morgunblaðið - 21.05.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.05.2012, Qupperneq 6
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi* 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis hefur fengið hóp lögfræðinga til þess að fara yfir tillögur stjórn- lagaráðs með tilliti til lögfræðilegra atriða. Hópinn skipa Hafsteinn Þór Hauksson, Ragnhildur Helgadóttir, Oddný Mjöll Arnardóttir, Páll Þór- hallsson og Guðmundur Alfreðsson. „Þetta er svona þröngt skilgreint verkefni um að það sé ekkert þarna sem stangist á og að þetta sé frá lög- fræðilegu sjónarmiði alveg pottþétt. En þetta er ekki nefnd og þessu fólki er ekki ætlað að koma með nýjar til- lögur eða eitthvað svoleiðis,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, spurð út í hlutverk þessara lögfræðinga. Að sögn Valgerðar munu lögfræðingarnir sjálfir skipta á milli sín verkum og munu þeir jafn- framt geta kallað til sín aðra sér- fræðinga ef þau telja sig þurfa á sér- fræðiþekkingu þeirra að halda. Skila af sér í haust „Með haustinu. Það er svo sem ekki búið að setja niður alveg ákveðinn tíma. Ætlunin er sú að leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá á þinginu í haust og það þyrfti þá að vera ekki seinna en í nóv- ember eða eitthvað svoleiðis,“ segir Valgerður, spurð að því hvenær lög- fræðingarnir muni skila af sér þess- ari vinnu og bætir við: „Þá ætti þetta frumvarp að vera til og við biðjum þau einnig um að gera drög að grein- argerð með einstökum greinum.“ Áætlað er að þjóðaratkvæða- greiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fari fram í haust og því myndu nið- urstöður hópsins líklegast ekki birt- ast fyrr en að henni lokinni. Aðspurð hvort niðurstöður svona sérfræði- vinnu séu ekki eitthvað sem sé lík- legt til að hafa áhrif á vilja kjósenda segist Valgerður ekki telja að svo sé. „Vegna þess að það er verið að fjalla um nákvæmlega sömu tillögurnar, þessum hópi er ekki ætlað að gera neinar efnislegar breytingar á þess- um tillögum,“ segir hún. Óttast of þröngan ramma „Ég fagna því í sjálfu sér að meiri- hlutinn í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis hafi loksins tekið þá ákvörðun að fá sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og annarra sviða lögfræðinnar til þess að fara yfir tillögur stjórnlagaráðs og lag- færa þær að einhverju marki,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og bætir við: „Ég óttast hins vegar að þeim verði mark- aður of þröngur rammi, þ.e. að þau fái ekki að hafa nægi- lega frjálsar hendur við að koma athugasemdum sínum á framfæri eða við að gera þær breytingar sem þeim þykja bestar og réttastar.“ Að sögn Birgis finnst hon- um fráleitt að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um þessar tillög- ur óyfirfarnar og að þetta setji hugmyndina um þjóðaratkvæða- greiðslu í haust í ennþá furðulegra ljós. „Við erum búin að halda einn fund og svona aðeins setja niður fyrir okkur hvernig skynsamlegast sé að vinna þetta,“ segir Haf- steinn Þór Hauksson, lögfræð- ingur, spurður hvort vinna hópsins sé hafin og bendir á að vinna hópsins felist í því að athuga hvort einhverjir lögfræðilegir annmarkar séu á tillögunum. Hópur lögfræðinga mun fara yfir stjórnlagaráðstillögurnar  Munu ekki leggja til efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs Birgir Ármannsson „Það er erfitt að segja, það sem við erum einmitt að bíða eftir er einhvers konar forgangsröðun á þessum málum,“ segir Ragn- heiður Elín Árnadóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, aðspurð út í stöðu mála á Alþingi og hvaða mál hún telji líklegt að nái í gegn áður en þingið fer í sumarfrí. Að sögn Ragnheiðar eru ótal- mörg mál, bæði stór og smá, sem liggja fyrir í þinginu „Við er- um með stóru málin sem allir þekkja, fiskveiðistjórnunarmálin, rammaáætlunina og stjórn- arskrána, en svo á það til að gleymast að það er fullt af öðr- um málum þarna sem hvert um sig eru líka stórmál þó svo að það hafi farið minna fyrir þeim,“ segir Ragnheiður og nefnir í þessu samhengi lög um RÚV, nátt- úruverndarlög, áfengislög og hina svokölluðu IPA-styrki frá ESB. Mörg mál á dagskrá STAÐA MÁLA Í ÞINGINU Ragnheiður Elín Árnadóttir Benjamín Baldursson Eyjafjarðarsveit | Fjölskyldan í Holt- seli í Eyjafjarðarsveit, sem undan- farin ár hefur gert garðinn frægan vegna heimatilbúins íss og rekstrar kaffihúss, færir nú út kvíarnar og opnar verslun. Þetta er fyrsta búð sinnar teg- undar á Íslandi þar sem eingöngu verður verslað með vörur Beint frá býli. Guðmundur J. Guðmundsson, sem er formaður samtakanna, Beint frá býli, félagi heimavinnsluaðila og Arna Mjöll dóttir hans segja að á boðstólum verði fjölmargar vörur. „Við verðum til að mynda með líf- rænt ræktað grænmeti og kornrétti frá Eymundi í Vallanesi, geitakjöt frá Háafelli í Borgarfirði, lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk í Miðfirði, nautakjöt frá okkur, hákarl frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, sápu frá Lóni í Kelduhverfi og fleira og fleira sem of langt yrði upp að telja,“ segir Guðmundur. Hann bætir við að þau eigi fljót- lega von á vistvænu svínakjöti frá Miðskeri í Hornafirði og þremur til fjórum tegundum af ostum frá Erps- stöðum í Dölum. „Mjólkurvörurnar frá okkur verða að sjálfsögðu áfram á boðstólum og ísinn verður á sínum stað. Þetta er svolítil áherslubreyt- ing hjá okkur, við ætlum að sinna kaffihúsinu áfram en plássið skerð- ist lítillega með tilkomu búðarinnar. Við getum með góðri samvisku sagt að þetta sé mesta úrval af Beint frá býli-vörum á Íslandi og við erum með alla flóruna, mjólk, kjöt og kornvörur,“ segir hann. Arna Mjöll er verslunarstjóri í nýju búðinni og segir að sér lítist vel á starfið. „Við verðum tvær til þrjár sem sinnum afgreiðslu í sumar og það verður opið frá 13- 18 alla daga vikunnar.“ Besta úrvalið beint frá býli Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Ný verslun Guðmundur Jón Guðmundsson og Arna Mjöll í nýju búðinni.  Fjölskyldan í Holtseli í Eyjafjarðarsveit færir út kvíarnar og opnar verslun  Þekkt fyrir heimatilbúinn ís og kaffihús  „Erum með alla flóruna“ Maðurinn sem fannst blóðugur við Grandagarð í Reykjavík á laugar- dagskvöld er með alvarlega áverka að sögn læknis á gjörgæslu Landspítalans. Maðurinn er þungt haldinn og líðan hans eftir atvik- um. Árásarmaðurinn var handtekinn skammt frá þeim stað þar sem fórnarlambið fannst og var hann fluttur í fangageymslu. Báðir mennirnir voru mjög ölvaðir að sögn lögreglu. Málið er í rannsókn. Með alvarlega áverka eftir árás Hafsteinn Þór Hauksson Valgerður Bjarnadóttir Karlmanni var hent fram af svölum íbúðar á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi um klukkan 10 í gær- morgun. Maðurinn féll niður um eina hæð og lenti á svölum íbúðar- innar fyrir neðan, á þriðju hæð. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu var kölluð á vettvang og hand- tók karlmann sem grunaður er um að hafa hrint honum fram af. Var sá færður í fangageymslu. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild. Kastað fram af svöl- um fjölbýlishúss

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.