Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Teikningin er frumlæg tján-ing mannsins – öll börnteikna en fáir rækta teikni-þörfina fram á fullorðinsár. Hún er þó ávallt nálæg í starfi mynd- listarmannsins; hugmyndir eru riss- aðar upp sem og drög að verkum eða sýningum, skissubækur eru gjarnan hafðar við höndina og oft er teikn- ingin veigamikill byggingarþáttur verka. Hún er vitaskuld einnig sjálf- stæður miðill og á undanförnum misserum hafa verið opnaðar tvær metnaðarfullar yfirlitssýningar á teikningum eftir íslenska listamenn. Önnur þeirra stendur yfir í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, og ber hún heitið „Í teikningunni er hugsunin um teikninguna …“ og er þar vísað til orða Kjarvals um að teikning sé leið til hugsunar og tjáningar. Teikningin lýtur öðrum lögmálum en tungu- málið. Gerðarsafn hýsir viðamikið safn teikninga, m.a. stærsta safn Kjarvals- teikninga í einkaeigu, sem og fjölda teikninga eftir Barböru Árnason, Valgerði Briem og Gerði Helgadóttur myndhöggvara, sem safnið heitir eft- ir. Gerður hafði ríka tilfinningu fyrir virkni teikningarinnar í rými. Verk hennar eru öðrum þræði þrívíðar teikningar eins og undirstrikað er á sýningunni með skúlptúr frá 1954 úr járni og messing. Skammt þar frá eru sýndar undirbúningsteikningar Gerðar og standa þær raunar sem sjálfstæð verk. Sýningin sam- anstendur að miklu leyti af verkum úr safneigninni en einnig eru þar verk eftir ýmsa listamenn sem fengin hafa verið að láni til að sýna breiddina í miðlinum, hvað varðar myndefni, tækni og efnistök. Má þar nefna óhlutbundnar eða fantasíukenndar stemningar í kolateikningu Ragn- heiðar Jónsdóttur og í túskteikn- ingum Kjarvals sem og teikningunni í hluta af hinu stórbrotna verki hans Lífshlaupið. Raunsæisleg og nákvæm vinnubrögð sjást m.a. í blýants- og krítarteikningum Barböru Árnason, Birgis Andréssonar, Guðjóns Ketils- sonar og Sverris Haraldssonar. Sum verkin túlka hughrif og fanga hreyf- ingar ungra barna, í öðrum er grafist fyrir um fortíðina, minningar og eðli myndrænnar framsetningar – í enn öðrum birtast leggjalangar konur með súrrealísku ívafi. Á neðri hæð safnsins getur að líta fjölda áhugaverðra myndverka (und- ir sýningarstjórn Guðrúnar Veru Hjartardóttur myndlistarmanns) eft- ir barnunga nemendur í Myndlist- arskóla Kópavogs, Myndlistaskól- anum í Reykjavík og Waldorf-skólanum í Lækjarbotnum. Mikilsvert er að fá að sjá þessi verk á listasafni, og í líflegri samræðu við verkin á efri hæðinni. En þungamiðja sýningarinnar felst í verkum eftir Valgerði Briem en hún starfaði ein- mitt sem teiknikennari af hugsjón og ástríðu fyrir hinni eðlislægu tjáningu, skynjun og skilningi hvers og eins. Gildi myndrænnar tjáningar, og ekki síst teikningarinnar, var Valgerði hugleikið alla tíð og eru viðhorf henn- ar vel kynnt á sýningunni. Myndir Valgerðar – unnar í túsk, vax- og vatnslit, gvass eða þrykk – eru gerðar af næmri tilfinningu fyrir viðfangs- efninu, hvort sem um ræðir andlits- myndir, náttúruvísanir eða innimynd- ir af heimili, tilfinningu sem birtist í lífrænu og kviku flæði línu og lita. Í heild er hér um fallega og fjöl- breytta sýningu að ræða sem vekur athygli á stöðu teikningarinnar í ís- lenskri myndlist. Morgunblaðið/Kristinn Samsýning Þetta er falleg og fjölbreytt sýning „sem vekur athygli á stöðu teikningarinnar í íslenskri myndlist“. Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn „Í teikningunni er hugsunin um teikn- inguna …“ – samsýning á eldri og nýrri verkum bbbmn Til 26. maí 2012. Opið þri.-sun. kl. 11-17. Aðgangur 500 kr., ókeypis fyrir börn undir 18 ára aldri, aldraða, öryrkja og námsmenn, og á miðvikudögum. Sýn- ingarstjórar: Guðbjörg Kristjánsdóttir og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. ANNA JÓA MYNDLIST Lína, þanki, lífshlaup 568 8000 | borgarleikhus.is Svar við bréfi Helgu HHHH EB. Fbl Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Fös 25/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 2/6 kl. 20:00 Tímamótaverk í flutningi pörupilta Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fim 24/5 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Fös 25/5 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 15:00 Sun 10/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Síð. sýn. Fös 1/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 23. júní. Afmælisveislan (Kassinn) Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. Bliss (Stóra sviðið) Mán 21/5 kl. 12:00 Myndbandsverk eftir Ragnar Kjartansson. Listahátíð 2012 Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Mán 21/5 kl. 19:30 Þri 22/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 17:00 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Gestasýning frá Sviss í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 23/5 kl. 20:00 Frumsýn. Fös 1/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Danssýning eftir Melkorku Sigr. Magnúsd. og Sigríði Soffíu Níelsd. Listahátíð TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.