Morgunblaðið - 21.05.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.05.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnabóka fyrir allar tegundir tónlistar og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Björn Valur Gíslason kvartar núundan því að of mikið sé rætt um stjórnarskrármálið. Þetta gerir hann án efa í ljósi sögunnar:    Á þinginu 2000-2001 talaði Steingrímur J. Sig- fússon lengst allra.    Sama gerðist ánæsta þingi og einungis aðrir þing- menn VG komust með tærnar þar sem hann hafði hælana.    Á þinginu 2002-2003 var Stein- grímur aðeins í 2. sæti, en þá átti VG vitaskuld einnig 1. og 3. sætið.    Á næsta þingi endurheimti Stein-grímur svo toppsætið auðveld- lega.    Á þinginu 2004-2005 var Stein-grímur í 2. sæti, en VG átti samt sem áður 1. sætið.    Á þinginu á eftir var Steingrímurfjarverandi í þrjá mánuði. Hann var samt meðal efstu manna – og auð- vitað átti VG toppsætin.    Þingið 2006-2007 var Steingrímurkominn upp í annað sætið, mitt á milli tveggja annarra þingmanna VG.    Og þingið 2007-2008, rétt áður enhann varð ráðherra, vermdi Steingrímur efsta sætið eina ferðina enn.    Vitaskuld hlýtur þingflokks-formaður VG að kvarta undan því þegar þingmenn annarra flokka nota ræðustól Steingríms. Steingrímur J. Sigfússon Ræðustóll Steingríms STAKSTEINAR Björn Valur Gíslason Veður víða um heim 20.5., kl. 18.00 Reykjavík 11 léttskýjað Bolungarvík 7 heiðskírt Akureyri 12 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 8 heiðskírt Vestmannaeyjar 7 heiðskírt Nuuk 0 snjókoma Þórshöfn 6 skúrir Ósló 15 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 21 léttskýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 12 skýjað París 21 skýjað Amsterdam 20 heiðskírt Hamborg 26 heiðskírt Berlín 27 heiðskírt Vín 26 skýjað Moskva 25 heiðskírt Algarve 17 skýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 16 skúrir Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 15 skýjað Montreal 25 skýjað New York 23 heiðskírt Chicago 30 skýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:52 22:58 ÍSAFJÖRÐUR 3:26 23:34 SIGLUFJÖRÐUR 3:08 23:18 DJÚPIVOGUR 3:14 22:35 ,,Vandamálið mun fara vaxandi í framtíðinni samhliða meiri notkun á spjaldtölvum,“ segir Friðrik Skúla- son, tölvunarfræðingur og stofnandi Frisk ehf. Spjaldtölvur hafa notið sí- aukinna vinsælda síðustu misseri og það virðist ekkert lát vera á kaupum á þeim. Friðrik segir að vírus sé ekki háður annaðhvort spjaldtölvum eða borðtölvum, heldur því hvaða stýri- kerfi er notað. 90% af öllum vírusum eru einungis fyrir Windows-stýrikerf- ið. Spjaldtölvur eru meginpartinn keyrðar af tveim stýrikerfum, ann- arsvegar Apple og hinsvegar Android. Það sem Apple hefur um- fram Android er að lítið er til af vírus- um fyrir stýrikerfið, en einnig hefur fyrirtækið þá sérstöðu að það reynir að beina sölu á hugbúnaði fyrir spjaldtölvurnar aðeins í gegnum vef- verslanir. ,,Ef fólk kaupir aðeins frá vefverslun Apple er fólk nokkuð öruggt,“ segir Friðrik. Þau forrit sem eru í vefverslun Apple hafa verið sam- þykkt af Apple og er því mun erfiðara að koma vírus þar í gegn heldur en í Google Play Store sem er vefverslun Android-stýrikerfisins. Þar er vef- verslunin mun opnari og fólk setur inn hugbúnað frá ýmsum áttum. ,,Fólk þarf að taka ábyrgð á því hvaða hugbúnað það setur inn á spjaldtölvuna, vírusinn fer aldrei inn af sjálfu sér,“ segir Friðrik og bætir við að ef hægt er að plata notandann er hægt að gera hvað sem er í hvaða stýrikerfi sem er. ,,Því meiri vinsældum sem spjald- tölvur ná því fleiri óæskileg forrit munu verða skrifuð fyrir þetta og fleiri leiðir fundnar til að koma þeim í tölvurnar með fleiri en einum hætti,“ segir Friðrik. Vírus sjaldan í spjaldtölvum  Apple hefur betri vörn en Android  Gæti að hugbúnaði Spjaldtölvur Erfiðara er að koma veiru í Apple en Android. Landvernd efnir til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og nátt- úruvernd á háhitasvæðum, í Naut- hóli við Nauthólsvík í dag, 21. maí, frá kl. 13-16.15. Sjálfbær ferðamennska og nátt- úruvernd á háhitasvæðum er tveggja ára verkefni sem Land- vernd hleypti af stokkunum í upp- hafi árs 2012, að því er segir í til- kynningu. Meðal þess sem verður fjallað um er eðli og náttúra há- hitasvæða hér og erlendis, Gildi jarðminja og lífríkis á háhitasvæð- um og öryggismál ferðamanna á háhitasvæðum. Að fyrirlestrum loknum er gert ráð fyrir pallborðsumræðum í tæp- lega klukkustund. Nánari upplýsingar má nálgast á landvernd.is. Sjálfbær ferða- mennska og nátt- úruvernd á háhita- svæðum Morgunblaðið/Ómar Spjöll Víða er gengið illa um hverasvæði, m.a. í Krýsuvík. Oft eru þetta óviljaverk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.