Morgunblaðið - 21.05.2012, Side 22

Morgunblaðið - 21.05.2012, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 Það kemur fyrir allra besta fólk að verða sextugt og Páll Gunn-laugsson, arkitekt á teiknistofunni ASK, stígur þetta skref ídag en heldur reyndar ekki upp á tímamótin með fjölskyldu og vinum fyrr en um næstu helgi. „Það verður lítið um dýrðir fyrr en um helgina,“ segir afmælisbarn dagsins, en leynir því ekki að hann sé í þeim hópi fólks sem þykir gaman að láta óska sér til ham- ingju með afmælið. „Þetta er líka aðeins merkilegra en venjulegt af- mæli,“ segir hann, en eiginkonan, Hrafnhildur Óttarsdóttir, er árinu yngri. Teiknistofan ASK við Geirsgötu var stofnuð fyrir um 30 árum og var Páll einn af stofnendunum og er einn af níu eigendum stof- unnar. Hann segir að bankahrunið hafi haft áhrif á starfsemina, starfsmönnum hafi strax á þriðja mánuði eftir hrun fækkað úr 28 niður í 11 en þeir séu nú 19. „Það er einhver hreyfing,“ segir hann og bætir við að miklu hafi skipt að hafa unnið samkeppnina um nýja Landspítalann því í því verkefni hafi fjórir menn verið bundnir und- anfarin tvö ár. Páll syngur í Selkórnum á Seltjarnarnesi á veturna og er mikill áhugamaður um golf. Í því sambandi má nefna að hann fór í golf til Spánar um páskana og til Skotlands fyrir nokkrum dögum. „Miðað við hvað ég spila mikið er ég með lélega forgjöf, 22, en ég fer syngj- andi glaður í gegnum golfið,“ segir hann. steinthor@mbl.is Páll Gunnlaugsson arkitekt 60 ára Miðbærinn Páll Gunnlaugsson tekur það rólega við Reykjavíkurhöfn. Syngur glaður á golfvellinum ar Borgarleikhúsinu. Hann var fast- ráðinn starfsmaður hjá leiklistardeild RÚV um tíma og síðan leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins. Þá hefur hann leikstýrt nokkrum upp- færslum í Ljubljana í Slóveníu á sl. árum Hallmar hefur nú tekið sér frí frá H allmar fæddist á Húsa- vík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann gekk í Barna- og gagnfræðaskóla Húsavíkur, stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 1972, fór til Sví- þjóðar 1973 og lagði stund á nám í Leikhús- og listfræði við Stokk- hólmsháskóla á árunum 1972-76 og lauk námi í leikstjórn við Dramatísku stofnunina (DI) í Stokkhólmi 1978. Hallmar fór síðar í MA-nám í mennta- og menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og lauk þaðan MA-prófi 2008. Hallmar vann ýmsa vinnu á ung- lingsárum, var t.d. trillukarl, en eftir stúdentsprófið vann hann við leik- húsið á Akureyri og kenndi við- Oddeyrarskóla. Hann var leikstjóri í Svíþjóð um tíma eftir að námi þar lauk. Hallmar hefur verið leikari á sviði, í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmynd- um, s.s. Skammdegi, 1985, Foxtrot, 1988 og Börnum náttúrunnar 1991. Hann hefur þó lengst af starfað sem leikstjóri og listrænn stjórnandi bæði hér á landi og erlendis. Hann hefur jafnframt lesið mikið upp í útvarpi, sjónvarpi og nokkrar hljóðbækur. Hallmar var lengi leikstjóri hjá at- vinnuleikhúsunum, Leikfélagi Ak- ureyrar, Þjóðleikhúsinu og Leik- félagi Reykjavíkur og var ennfremur leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykja- víkur í nokkur ár, fyrst í Iðnó en síð- Hallmar Sigurðsson leikstjóri 60 ára Á veitingahúsi Hallmar með dóttur sinni, Herdísi og dóttur hennar, Sigríði Maríu, á veitingahúsinu HaPP í hinu sögufræga „nýja“ gamla húsi, Landsyfirréttarhúsinu, Austurstræti 22. Tók sér frí frá Thalíu Hallmar og hestarnir Hallmar var alinn upp við hestamennsku föður síns og hefur sjálfur haldið hesta alla tíð. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Elís Þór fæddist 13. sept- ember. Hann vó 4.050 g og var 54 cm að lengd. Foreldrar hans eru Sigrún Bjarnadóttir og Kjartan Stefánsson. Hafnarfirði Aron Lindberg fæddist 1. júní kl. 22.35. Hann vó 4.040 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Val- gerður Lindberg Jónsdóttir og Jónas Þór Þórisson. Nýir borgarar Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.