Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is PIPA R\TBW A • SÍA • 1123 43 VIÐTAL Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Vistin í fangelsum utan Vesturlanda, og raunar sums staðar á Vestur- löndum einnig, getur verið erfið lífs- raun, raunar hálfgerð vítisdvöld, eins og Íslendingur sem þurfti að afplána dóm í fangelsi í S-Ameríku fékk held- ur betur að reyna. Í fangelsinu var föngunum alls ekki séð fyrir nægileg- um mat og hefði maðurinn ekki notið styrks frá Íslandi má vera ljóst að hann hefði soltið. Ástandið í fang- elsum í Asíu og Afríku, svo dæmi séu nefnd, mun víða vera með svipuðum hætti. Maðurinn hefur ekki sagt sögu sína opinberlega áður en féllst á að veita Morgunblaðinu viðtal til að varpa ljósi á hvernig aðstæður geta verið í fangelsum ytra. Hann vill ekki að nafn sitt birtist í fjölmiðlum enda á hann fjölskyldu hérlendis og hann vinnur að því að koma aftur undir sig fótunum. Af þessum sökum er ýms- um atriðum, sem gætu valdið því að fólk þekki hann, sleppt úr frásögn- inni. Kannist samt sem áður einhver við manninn, þrátt fyrir þessar var- úðarráðstafanir, er sá hinn sami vin- samlegast beðinn um að halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Opin- ber birting á nafni mannsins þjónar engum tilgangi nema að ýfa upp sár. Maðurinn hefur lengi glímt við geðræna erfiðleika, eins og hann seg- ir sjálfur, og kveður sjúkdóm sinn hafa átt stóran þátt í að hann framdi brotið. Hann kveðst hafa óskað eftir að afplána dóminn hérlendis og ætt- ingjar hans mjög þrýst á um slíkt en ættingi hans hafi fengið þau svör hjá embættismanni að öll fangelsi væru yfirfull og biðlistar eftir því að kom- ast að. Eftir að maðurinn var handtekinn var fyrst farið með hann í nútímalegt fangelsi á lögreglustöð en þaðan var hann fluttur í gæsluvarðhaldsfang- elsi. „Ég get ekki ímyndað mér hve- nær fangelsið var byggt en það hlýt- ur að hafa gerst snemma á síðustu öld. Og því hefur ekkert verið haldið við síðan. Ég var lokaður inni í klefa sem var einn metri á lengd en ekki nema um 60 sentímetrar á breidd. Setbálkur var hálfa lengd klefans. Þarna var útilokað að leggjast niður til svefns. Um kvöldið var hent inn til mín dýnu sem var svo þvagstæk að ég setti hana út að dyrum og sat uppi alla nóttina. Ég var svo tekinn til yf- irheyrslu daginn eftir, svefn- og nær- ingarlaus, því ég hafði ekkert fengið að borða. Í þessum klefa var ég í þrjár nætur í einangrun,“ segir hann. „Eftir það var ég fluttur í almenn- ing í þessu sama fangelsi. Ég giska á að þar hafi verið um 25 manns af öll- um hugsanlegum þjóðernum.“ Klef- inn var þröngur, líklega um 3,5 metr- ar á breidd og sex metrar á lengd. „Þarna var eitthvað sem kallaðist sal- ernisaðstaða, ekki klósett eins og við þekkjum heldur gat í gólfinu. Og ég hugsa að það hafi stíflast einhvern tímann á síðustu öld. Síðan var þvag- renna – sem var stífluð – og hvort sem er ekkert vatn til að skola þvag- inu út. Frá rennunni og þessu gati rann þvag og saur fram eftir klefa- gólfinu. Lyktin var eftir því. Menn lágu í gólfinu í þvaginu og saurnum og sváfu.“ Bekkir voru meðfram tveimur veggjum og alls ekki nógu mikið pláss fyrir alla til að sitja. Hann ýmist sat á bekkjum eða stóð uppi við vegg. „Þarna var ég í líklega um fjóra sólar- hringa. Eini maturinn var hvítt brauð og einhvers konar súpugutl sem var ausið í plastmál sem gengu á milli manna. Allir drukku úr sömu mál- unum. Stundum fengum við plast- flöskur undan gosi sem búið var að skera í sundur. Hreinlæti var ekki til.“ 80 fangar í einum sal Þarna dvaldi hann í eina viku og gat nánast ekkert sofið eða matast. Hann var þá fluttur í annað fang- elsi þar sem hann var í á annað ár og afplánaði stærstan hluta dómsins þar. Þetta fangelsi var álíka gamalt og hið fyrra, málning alls staðar tekin að flagna af veggjum og mikil óhreinindi úti um allt. Bekkir og borð voru úr járni sem var svo ryðgað að menn urðu að gæta að því hvar þeir settust, annar áttu þeir á hættu að fara í gegnum járnið og niður á gólf. „Við vorum 80 saman í einum sal. Kojur voru með langveggjunum. Um 45 sentímetrar voru á milli kojanna og þær voru um 70 sentímetra breið- ar og um 180 sentímetra langar. Á bak við kojurnar voru hillur fyrir per- sónulega muni, til að geyma fatnað og matvæli.“ Í salnum voru tíu gashellur, þar af átta virkar. Þarna þurftu 80 manns að elda matinn sem var borinn inn í salinn einu sinni á dag. Þetta var allt- af nautakjöt sem rúmaðist í boxi sem var 30 sentímetrar á hæð og 15 sentí- metrar á breidd og lengd. Þetta var mest fita, bein og sinar. Svo var eitt langlokubrauð á mann.“ Sjóða þurfti kjötið í um þrjá tíma áður en hægt var að borða það en menn söfnuðust í nokkra hópa og eld- uðu saman. Í raun var skammturinn stærri en Mexíkóarnir í fangelsinu, sem mynduðu einskonar mafíu, stálu bestu bitunum áður en skammturinn var borinn inn og seldu síðan föng- unum. Gjaldmiðillinn var símakort sem fengust í fangelsinu. „Ég átti aldrei viðskipti við þá,“ segir hann. Einu sinni í viku fengu fangarnir grænmeti, 3 kartöflur, 3-4 gulrætur og álíka af lauk. „Það var allur græn- metisskammturinn. Þarna fór hitinn í yfir 40 gráður og grænmeti og kjöt geymdist ekki. Á þessum 16 mán- uðum léttist ég úr 93 kílóum í 68 kíló. Og heilsu minni hrakaði mjög,“ segir hann. Þetta átti bæði við um andlega og líkamlega heilsu. Hver og einn varð að leggja til sín eldunaráhöld og matarílát og þau var hægt að kaupa í verslun fangelsisins. Maðurinn segir að strax hafi komið í ljós að ræðismaður Íslands á staðn- um væri hinn mesti sómamaður. Hann útvegaði honum áhöldin, fatnað og peninga sem hann lagði inn á við- skiptareikning í fangelsisversluninni til að hann gæti keypt matvæli og fleira. „Það var helst að kaupa egg, þau geymdust og þau héldu í mér líf- inu,“ segir hann. Á tímabili borðaði hann allt að sex egg á dag. Fangelsið skaffaði eina klósettpappírsrúllu á mánuði en hún dugði skammt, ekki síst vegna þess að allan þann tíma sem maðurinn var í fangelsinu var hann með stöðugan niðurgang. Á meðan hann afplánaði dóminn gekk honum misjafnlega að fá fé frá Íslandi en ávallt hljóp ræðismaðurinn undir bagga og alls lagði hann út tæp- lega 400.000 krónur úr sínum eigin vasa. „Ég er að vinna í að leysa það mál,“ segir maðurinn. Yngsti fanginn var 12 ára Læknisaðstoð í fangelsinu var af skornum skammti. „Það kom læknir einu sinni í viku, það var alveg sama hvað var að mönnum, hann gaf þeim alltaf íbúfen. Við kölluðum hann dr. íbúfen,“ segir maðurinn. Hreinlæt- isaðstæðan var skárri, sex göt í gólf- inu og tvær sturtur. Í sex mánuði var reyndar vatnslaust og þá var vatni sprautað ofan í tunnur og það notuðu menn til að þvo sér, baðast og drekka. Fangarnir voru á öllum aldri og alls afplánaði hann með föngum af um 40 þjóðernum. Sá yngsti var 12 ára drengur frá Síerra Leóne sem sagðist hafa komið til S-Ameríku sem laumufarþegi frá Afríku. Hann hafði lagt upp ásamt fjórum félögum sínum en þrír létust á leiðinni. „Hann vissi fæðingarár sitt en ekki hvað hann var gamall því hann kunni hvorki að telja né reikna. Honum var hent inn í hóp- inn og komið fram við hann eins og hvern annan.“ Fann danska sálmabók Margir fanganna voru frá Evrópu en hann rakst þó ekki á annan Norð- urlandabúa. „En ég fann Den danske salmebog sem einhver hafði skilið eft- ir.“ Ofbeldið í fangelsinu var mikið og viðvarandi. Hann segir að í fangels- inu hafi að meðaltali tveir verið drepnir á dag í klíkustríðum sem teygðu sig inn fyrir veggi fangels- isins. Deildin hans var rólegri enda eingöngu útlendingar vistaðir þar en átök voru engu að síður tíð. „Ég sá til dæmis auga stungið úr manni. Flest átökin sköpuðust vegna fíkniefna- neyslu en fangaverðirnir báru inn fíkniefni af öllu tagi og seldu. Það var reykt krakk, kókaíns neytt. Það var auðveldara að ná sér í kannabisefni heldur en tóbak. Ég neytti aldrei neinna fíkniefna. Sumir notuðu aldrei nein efni en aðrir voru í daglegri neyslu.“ Aðrir fangar létu hann þó í friði. „Ég var svo heppinn að ég lenti í koju meðal Kólumbíumanna. Og það var svo einkennilegt að þeir tóku mig undir sinn verndarvæng. Og ef ein- hver leyfði sér að hreyta einhverju í mig, þá voru þeir bara staðnir upp. Ég veit ekkert af hverju, þetta bara gerðist.“ Börðu fangana og stálu frá þeim Hættan stafaði þó ekki síður af fangavörðum sem komu mjög illa fram við fangana. „Á kvöldin fór fram talning á föngum og eftir það náðist ekki til fangavarða. Það var sama hvað var hrópað og kallað en þarna voru háaldraðir menn, hjartveikir. Einn fékk drep í fót en honum var ekki sinnt fyrr en taka þurfti af hon- um fótinn. Ef reynt var að kalla eftir aðstoð var ekkert svar,“ segir hann. Reglulega var leitað í fangasalnum. „Þá var öllu umsnúið, öllu hent saman tvist og bast og það tók langan tíma að safna hlutunum sínum saman. Fangaverðir stálu öllum símakortum, öllu tóbaki og öllu sem freistaði þeirra. Ef menn áttu fatnað sem var merkjavara stálu fangaverðir honum. Ef ekki var hlaupið við fót og brugðist við um leið, þá slógu þeir hiklaust með kylfum. Þarna voru eingöngu út- lendingar sem skildu ekki alltaf hvað var verið að segja við þá og þeir voru lamdir fyrir það.“ Sjálfur var hann margoft laminn með kylfu fanga- varða, m.a. í andlit. Framan af vistinni naut maðurinn örorkulífeyris frá lífeyrissjóði sínum og obbinn af þeim greiðslum fór í að greiða lögfræðikostnað. Einnig not- aði hann allt sitt sparifé. Þegar hann hafði verið í fangelsinu í nokkra mán- uði var á hinn bóginn skrúfað fyrir líf- eyrinn. Ástæðan var sú að lífeyris- sjóðurinn greiðir ekki örorkulífeyri til fanga. Enn hljóp ræðismaðurinn und- ir bagga og síðan fjölskylda hans og vinur á Íslandi. Eftir að hafa dvalið í annað ár í þessu fangelsi var hann fluttur í fjórða fangelsið og þar lauk hann af- plánuninni. „Þar voru 30 saman í deild og hver hafði sinn klefa. Í öllum klefum voru salerni og handlaug og þarna gat maður haldið hreinu og snyrtilegu í kringum sig. Það var reyndar ekki annað ráð til að þrífa salernið en að strá þvottaefni ofan í það, taka svo klút og láta lúkuna vaða ofan í til að þrífa. Rúmdýnur voru löngu ónýtar, maður lá á beru járninu. Við vorum vaktir milli kl. sjö og hálfátta en það kom ekki matur Eldraun í erlendu fangelsi  Íslendingur léttist úr 93 kg í 68 kg í fangelsi í S-Ameríku og heilsu hans hrakaði mjög  Þvag og saur rann fram eftir gólfi fangaklefans og þar lágu fangar og sváfu  Varð fyrir hrottalegri árás fangavarða eftir að hafa kvartað undan vatnsleysi AFP Gengjastríð Í einu fangelsanna voru að meðaltali tveir fangar myrtir á dag. Ríkisstjórn Íslands fól í liðinni viku utanríkisráðherra og innanríkis- ráðherra að undirbúa samninga við önnur ríki um flutning dæmdra manna og fullnustu refsinga. Sér- staka áherslu á að leggja á að gera samninga við ríki sem eru fjarri Ís- landi og þar sem aðbúnaður fanga er verulega lakari en tíðkast hér- lendis. Ráðherrunum var einnig fal- ið að leita leiða til að auka stuðning við fanga sem afplána dóma við ófullnægjandi aðstæður. Samkvæmt upplýsingum utan- ríkisráðuneytisins afplána tíu Ís- lendingar nú dóma eða eru í gæslu- varðhaldi erlendis, þar af þrír í löndum sem með sanni teljast fjarri Íslandi, þ.e. í Brasilíu, Perú og Taílandi. Tveir eru í farbanni eða á reynslulausn. Af þessum 12 Íslend- ingum hafa 9 hlotið fullnaðardóma, frá 16 mánaða fangelsi til 20 ára fangelsis. Ellefu komust í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, einn vegna ofbeldisbrots. Undirbúa samninga við önnur ríki um fangaflutninga TÍU ÍSLENDINGAR SITJA Í FANGELSUM ERLENDIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.