Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is G rafíski hönnuðurinn Ce- cilia Heikkilä hefur vak- ið mikla athygli fyrir hnyttnar teikningar sín- ar en hún heldur úti vef- síðunni Issie.se þar sem sjá má helstu verk hennar. Ásamt því að teikna myndir hefur Issie, eins og hún er yf- irleitt kölluð, hannað veggfóður og ýmislegt fyrir fyrirtæki á borð við Ikea og um þessar mundir er hún að hefja samstarf við íslenska fyrirtækið Nikita. Kaffi og kettir „Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna. Ég man að þegar ég var lítil sat ég oft með vinkonu minni klukkustundunum saman og við teiknuðum persónur og sögðum sög- ur í kringum þær,“ segir hin sænska Issie. „Þetta er á vissan hátt það sama og ég er að gera í dag en það var ekki fyrr en ég hóf nám í grafískri hönnun að ég áttaði mig á að það væri hægt að starfa við að teikna,“ út- skýrir hún og bætir við að þá hafi ekki verið aftur snúið. Árið 2007 flutt- ist Issie til Vancouver í Kanada þar sem hún hóf nám í grafískri hönnun eftir að hafa tekið námskeið í faginu í Svíþjóð. „Vancouver hafði mikil áhrif á mig og veitti mér innblástur. Þar kynntist ég líka fólki úr bransanum og fékk betri skilning á faginu,“ segir Issie og bætir við að auk Vancouver hafi kaffi alltaf veitt henni mikinn inn- blástur. „Stundum finnst mér kaffi líka spila stórt hlutverk í persónu- sköpun hjá mér,“ segir hún og hlær. „Í mörgum teikningum mínum og skilaboðunum í þeim er kaffið að tala. Þetta hljómar mjög furðulega,“ segir hún hlæjandi. „Innblásturinn er líka fólk sem ég hef hitt á förnum vegi og persónuleikar þeirra. Auðvitað veita alls konar hlutir mér innblástur en ég er náttúrulega að gleyma aðalatrið- inu hérna, köttum,“ segir Issie sem hefur, þrátt fyrir nám sitt í grafískri hönnun, alltaf lagt áherslu á teikn- ingu, sér í lagi á hinar skemmtilegu kattamyndir. En af hverju kettir? „Kettir hafa ótrúlega mörg svipbrigði en maður þarf líklega að vera katta- týpa til að sjá þau,“ segir Issie sem hefur sjálf átt marga ketti í gegnum árin. „Mér finnst lífsstíll katta mjög áhugaverður og fyndinn. Til dæmis „Kettir hafa ótrúlega mörg svipbrigði“ Hin sænska Cecilia Heikkilä hefur einstaklega gaman af köttum. Hún hefur hlotið mikla athygli fyrir teikningar sínar sem þykja með eindæmum fyndnar og er um þessar mundir að hefja samstarf við íslenska fyrirtækið Nikita. Húmor Myndir Issie eru margar af köttum og flestar mjög hnyttnar. Skartgripahönnuðurinn Inga R. Bach- mann stendur fyrir skartgripaversl- uninni Hringa sem er staðsett á Laugavegi 33. Á vefsíðu búðarinnar má sjá úrval hönnunar Ingu en síðan býður einnig upp á vefverslun þar sem hægt er að kaupa vörur eða sérpanta. Að eigin sögn segist Inga sækja innblástur í borgarlífið, þann tíma sem hún eyddi í Barcelona á námsárunum og óhjá- kvæmilega í íslenska náttúru og haf- ið. Inga smíðar skartgripi sína ein- vörðungu úr endurunnu silfri og leggur mikla áherslu á umhverfisvernd. Hönnun Ingu hefur hlotið mikið lof frá því að hún opnaði búðina árið 2008 og vakið mikla athygli fyrir frumleika og skemmtileg viðfangs- efni. Þar má til dæmis nefna kuð- ungahálsmenin, blöðrueyrnalokkana og kastalahringana. Vefsíðan www.hringa.com Sæhestar Elvis Costello fjárfesti nýlega í sæhestameni úr Hringu. Skemmtileg skartgripahönnun Næstu daga er spáð ágætu veðri víða um land og því tilvalið að skella sér í útilegu. Það jafnast ekkert á við að vera úti í náttúrunni og njóta ís- lensku sumarnáttanna í faðmi vina eða fjölskyldu. Um helgina eru haldnar hinar ýmsu bæjarhátíðir víða um land og má þar til dæmis nefna Írska daga á Akra- nesi. Einnig verður Besta útihátíðin haldin yfir helgina svo tónlistarunn- endur ættu að tjalda á Gaddstaða- flötum við Hellu. Mikilvægt er að vera vel búinn í útileguna og gullna reglan er ávallt að vera í þurrum sokkum og hlýrri peysu. Endilega... ...njótið lífsins í útilegu Morgunblaðið/Margrét Þóra Útilega Íslenska sumarið í hnotskurn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Í gegnum tíðina hafa ýmis áhugamál, sem flest hafa gengið út á það að skapa eigin heim, átt hug minn all- an. Til að mynda voru ófáar sögurnar skrifaðar fyrir framan 500 lítra kóralrifið sem ég eyddi fermingar- peningunum í á sínum tíma. Kóralrifið var þó kvatt eftir andlát keisaraengilsins sem bjó í búrinu. Hvílík sorg sem það var, slík dýr eiga aðeins heima í villtri náttúrunni. Þrátt fyrir háð og spott vina og vanda- manna hafa nördaleg áhugamál mín þó haldið áfram að vaxa með mér. Það má finna margt í japanskri menningu sem heillar. Það sem höfðar þó hvað mest til undirritaðs er hin einstaka fegurð bonsai-trjáa og sú list að sjá um slíkar plöntur. Bonsai-listin er ævagömul og hægt er rekja sögu hennar aftur um meira en þúsund ár. Það má finna svipaðar ræktunaraðferðir í öðrum löndum í Asíu og talið er að búddamunkar frá Kína hafi kynnt Japönum tæknina í kringum árið 600. Á svipuðum tíma barst einmitt zen-búddismi frá Kína til Japans. Bonsai-listin gengur í stuttu máli út á það að gróðursetja trjáplöntur í grunna og þar til gerða potta. Trjánum er síðan viðhaldið með því að snyrta þær og sjá til þess að plönturnar verði ekki mjög hávaxnar. Með tíð og tíma gildnar bolurinn sökum þess að jarðvegurinn sem tréð vex í er svo lít- ill auk þess sem plantan þarf ekki að eyða orku í að mynda nýjar greinar þar sem slíkt er klippt í burtu. Til að byrja með eru trén mótuð með vírum og ýmsar út- færslur eru til á því. Útkoman verður því afar sérstök og trén líta á endanum út eins og æva- forn og dvergvaxin tré. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að vökva þarf plöntuna daglega til að hún sýni sínar bestu hliðar. Hinsvegar má plantan ekki standa í blautum jarðvegi í langan tíma og því þarf annars vegar að brúka sérstakan jarðveg sem þornar fljótt og hinsvegar að nota götótta potta til að frá- rennsli sé til staðar. Þess má til gamans geta að lær- lingar í bonsai-klaustrum í Japan til forna eyddu fyrstu tveimur árum sínum einungis í það að vökva trén; það var gert til að sýna fram á mikilvægi þess. Þolinmæði er dyggð sem bonsai-listamaðurinn verð- ur að temja sér. Það tekur nokkur ár fyrir trén að vaxa rétt og nokkur ár af daglegri vökvun og um- hyggju gætu reynst mörgum erfið. Því má þó ekki gleyma að því meira sem erfiðið er því meiri er ánægjan, ef vel tekst til, að lokum. Bonsai-tré geta orðið mjög gömul og elsta tréð, sem staðsett er í garði vetingahúss í Tókýó, er einhvers staðar á bilinu 400-800 ára gamalt. Það er því ljóst að ef rétt er staðið að hlutunum þá geta trén lifað eigandann af. Þau tré sem ég á eru aðeins á byrjunarstigi mót- unar. Þar sem listin er fremur lítt þekkt hér á landi er ansi erfitt að nálgast það sem til þarf til slíkrar ræktunar. Erfitt er að verða sér úti um bonsai-potta og varð ég að kaupa und- irskálar af stærri pottum og bora göt í þær; útkoman varð ásættanleg. Dvergbláeinirinn, sem er kóróna safnsins, er því aðeins nokkurra mánaða gamall í bonsai-árum. Ég stefni hinsvegar á að sitja í japanska trjágarð- inum mínum eftir 40 ár, sötra á helmingi yngra Yamazaki og virða fyrir mér dul- úðugt tréð. »Ég stefni hinsvegar á að sitja í jap-anska trjágarðinum mínum eftir 40 ár, sötra á helmingi yngra Yamazaki og virða fyrir mér dulúðugt tréð. Heimur Davíðs Más Davíð Már Stefánsson VERSLUN - HEILDVERSLUN NJÓTTU LÍFSINS Í SÆNSKU KLOSSUNUM EIKJUVOGI 29, 104 RVK Sími 694 7911 Opið: mán. - fim. 12–18, fös. 12–16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.