Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 framúrstefnulegasta við hugmynd- irnar snúi að uppbyggingu á Ingólfs- torgi, sem sé algjörlega á forræði borgarinnar. Hann segist ekki ugg- andi yfir því sem nú taki við, þ.e. um- fjöllun í skipulagsráði og lögboðið kynningar- og umsagnaferli. „Ég óttast ekki neitt í því, ég bara geng að því sem endanlega verður í góðri sátt við alla. Það hefur verið mitt sjónarmið. Ég hef leitað eftir því allan þennan tíma að aðlaga mig að því sem best verður og mest sátt er um og þannig verður það áfram,“ segir Pétur. Fjögurra stjörnu hótel Tillagan verður unnin áfram en Pétur nefnir aðeins eitt sem hann myndi vilja breyta að svo stöddu. „Það kemur fram í áliti dómnefndar í athugasemdum við vinningstillöguna að útlitið og ásýnd hótelsins, sér- staklega á húsinu sem snýr að Kirkjustræti, mætti vera með öðrum hætti og meira í takt við umhverfið,“ segir Pétur. Í umsögn dómnefndar kemur einn- ig fram að í ljósi einstakrar staðsetn- ingar hótelsins sé æskilegt að það verði fjögurra stjörnu og segir Pétur að að því sé stefnt. Hann segir ótví- rætt grundvöll fyrir nýju hóteli í mið- bænum og hefur ekki áhyggjur af aukinni umferð á svæðinu vegna þess. Hvað Nasa varðar, ítrekar hann að þeim stað hafi verið lokað fyrir fullt og allt, en annar salur verður reistur á sama stað og er fyrirhugað að þar verði rými fyrir ráðstefnuhald og skemmtanir á vegum hótelsins. „Það er alveg ljóst að Nasa hefur verið lok- að; þetta verður ekki Nasa, enda voru engar forsendur fyrir rekstri hans. En salurinn verður svipaður og starf- semin kannski svipuð,“ segir Pétur. Vel sé hugsanlegt að í rýminu verði rekinn einhvers konar skemmtistaður en hann yrði fyrst og fremst hluti af hótelstarfseminni. Skipulag í sátt og samlyndi  Eigandi lóða við Austurvöll og Ingólfstorg sáttur við vinningstillögu um skipulag  Vill samkomu- lag um málið og óttast ekki kynningar- og umsagnaferlið  Nasa hefur verið lokað fyrir fullt og allt Teikning/ASK arkitektar 4 stjörnu Horft í átt að 159 herbergja hótelinu yfir Víkurgarð. Líklegast verður yfirbragði húsanna breytt þannig að það rími betur við umhverfið. SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Hugsunin á bak við þetta var sú að leita að bestu hugsanlegu hug- myndum um uppbygginguna; það er kjarninn á bak við þetta allt saman,“ segir Pétur Þór Sigurðsson lögmaður um alþjóðlega samkeppni Reykjavík- urborgar og Arkitektafélags Íslands um uppbyggingu við Ingólfstorg og Austurvöll. Pétur er eigandi margra fasteigna á skipulagssvæðinu, m.a. Landssímahússins og Nasa, og átti bæði sæti í sjö manna dómnefnd ásamt því að greiða helming kostn- aðarins við keppnina. Pétur hefur staðið í viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum sem afmarkast af Vallar- stræti, Thorvaldsensstræti, Kirkju- stræti og Aðalstræti frá hausti 2005 en frá upphafi lá fyrir að gera þyrfti breytingar á gildandi deiliskipulagi á svæðinu frá 1986. Þrátt fyrir tafir segir Pétur samstarfið við borgina ávallt hafa verið gott og leitað hafi verið eftir sátt og samkomulagi um málið. Óttast ekki framhaldið Pétur segist ekki hafa lagt upp í samkeppnina með ákveðnar hug- myndir, nema hvað varðaði hótel- rekstur á svæðinu. Að öðru leyti hafi tillöguhöfundar haft mjög frjálsar hendur, t.d. hvað varðaði heildar- byggingamagn. „Það voru engar hömlur lagðar á eitt né annað, þetta átti að vera eins opið og hægt var að hugsa sér. Það voru aðeins tvær tak- markanir, önnur þessi varðandi hót- elið og svo hitt að vernda gömlu timb- urhúsin þrjú,“ segir Pétur og á þar við Hótel Vík, Brynjólfsbúð og gamla Kvennaskólann, sem hefur verið frið- aður. Pétur segist ágætlega sáttur við vinningstillöguna, í henni hafi verið tekið tillit til allra sjónarmiða sem fram hefðu komið í fyrri umferð keppninnar og honum sýnist sem það Halla Bogadóttir, framkvæmda- stjóri Kraums og einn af að- standendum BÍN-hópsins, sem stendur fyrir „Björgum Ingólfs- torgi og Nasa“, hefur kynnt sér vinningstillöguna og segir hana síst betri en þær tillögur sem komu fram árið 2009 og var harðlega mótmælt. Meðal áhyggjuefna segir hún mikið byggingamagn, skuggavarp af nýbyggingunni á Ingólfstorgi, viðbyggingu á bílastæðum Lands- símahússins og umferð og að- komu að hótelinu, t.d. hvað varð- ar vörumóttöku og sorplosun. „Svo hef ég miklar áhyggjur af gömlu hús- unum sem drukkna þarna í bygg- ingamagninu og týnast í ný- byggingunum. Það vakna mjög margar spurningar og margt sem maður er hissa á,“ segir Halla en 2009 hafi verið fallið frá til- lögum sem voru hógværari en sú sem nú stendur til að vinna með. Fallið frá hógværari tillögum ÁHYGGJUEFNI Halla Bogadóttir Borgarráð samþykkti í gær tillögu umhverfis- og samgönguráðs um stóraukna flokkun og hirðingu papp- írsefna og skilaskyldra umbúða. Frá og með 1. október mun ekki verða leyft að setja pappírsefni og skila- skyldar umbúðir með í ílát fyrir al- mennt heimilissorp. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að pappír sé verðmætt endurvinnsluefni og með því að flokka hann frá almennu heimilissorpi spari borgin um 43 milljónir í móttökugjöldum vegna urðunar á blönduðu sorpi. „Íbúar eru ennfremur hvattir til að setja málm, t.a.m. niðursuðudósir, álpappír og annan málm er til fellur á heimilum lausan í tunnu fyrir al- mennt heimilissorp. Sorpa hefur náð frábærum árangri í að flokka málma frá blönduðu sorpi með vélum. Enn betri árangur næst ef íbúar setja málminn lausan í tunnuna en ekki í poka.“ Íbúar kannist vel við slíkt fyr- irkomulag því ekki hafi verið leyfi- legt að setja garðaúrgang, grófan úr- gang, rafhlöður og önnur spilliefni í tunnur fyrir almennt heimilissorp í áratugi og hafi sorphirðan fylgst með því að farið sé eftir þeim reglum. Nú bætist pappírsefnin og skilagjaldsumbúðir einfaldlega við. „Íbúar munu fá góðlátlegar við- varanir í fyrstu fjögur skiptin ef pappírsefni eða skilagjaldsumbúðir eru ekki flokkaðar frá en síðan kem- ur óhjákvæmilega að því að tunnan verður skilin eftir óhirt rétt eins og verið hefur varðandi önnur efni sem ekki mega fara í heimilissorpið. Verður þá að greiða sérstaklega fyr- ir aukaferð til losunar.“ Á meðan breytingarnar ganga yfir munu íbú- ar fá nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig staðið skuli að flokkun pappírs frá almennu heimilissorpi. Borgarbúar bæti flokkun sorps  Sparar borginni 43 milljónir króna Morgunblaðið/Eggert Sorp Bæta þarf flokkun á rusli. Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Hágæða ítalskar háþrýstidælur frá Lavor Best Mótor: 2800 W Þrýstingur: 160 bar 8,5 L/min 8m barki Fjórir mismunandi spíssar fylgja ásamt túrbóspíss Verð: 79.900 kr Lavor Tomcat Mótotor: 1600 W Þrýstingur: 110 bar 6 L/min Túrbóspíss fylgir Verð: 18.900 krLavor Skipper Mótor: 1900 W Þrýstingur: 130 bar 7 L/min 8m barki Túrbóspíss fylgir Verð: 29.900 kr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.