Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Ferðamaður Það getur tekið á að vera á framandi slóðum og meðtaka allt það nýja sem fyrir augun ber. Þá er gott að geta hallað sér, safnað orku og leitað athvarfs í kunnuglegum draumaheimi. Ómar Á meðan fáeinir íhaldssamir karlmenn deila visku sinni um vegferð þjóðar, tjá sig um að fjárfestar úr austri megi ekki fjárfesta í óbyggðum og á út- kjálkum Íslands loka ofvaxnar fjármálastofnanir útibúum á landsbyggðinni í því augnamiði að spara og hagræða. Vita þessir aðilar ekki hvaðan fjármunir spretta og bárust í upphafi vega inn á bækur þeirra? Er skuldbindingin engin þar á eftir? Þessir aðilar eru ekki lengur sam- félagslega þenkjandi né ábyrgir og virðast hugsa um allt annað en fólkið sem byggir þetta land og skiptir þá litlu um útgáfu ein- staka ábyrgðarkvera, auglýsingaherferða eða dómbærni dómara þessa lands. Allt virðist þetta bera að sama brunni. Dómar innan Evrópu Nýlega féll dómur (nr. C-618/10) hjá Evr- ópudómstólnum (e. ECJ – European Court of Justice) þess efnis að dómstólum innan EES ríkja, þ.m.t. Hæstaréttur Íslands (HR), sé óheimilt að breyta ákvæðum lánasamninga eftir að ólögmætum ákvæðum slíkra samninga hefur verið vikið til hliðar. Hér er um neyt- endavernd að ræða og fremur einfalt lög- fræðilegt úrlausnarefni, nokkuð sem íslenskir dómstólar virðast hafa lítið vit á eða loka aug- unum fyrir og íslenskir bankar og skilanefndir eða slitastjórnir þeirra telja sjálfsagðan hlut að fara á skjön við. Árið 2001 féll dómur í máli nr. 35771/97 hjá Mannréttinda- dómstól Evrópu (e. European Court of Human Rights) þar sem málefnið varðaði félagafrelsi og skylduaðild að lífeyrissjóðum. Hafði ríkisvaldið, fyrir atbeina misviturra embættismanna og þingheims, þvingað Íslendinga inní ákveðna sjóði sem þeir töldu hæfari en fólkið sjálft til að spara fjármuni og geyma þá til elliár- anna. Reynslan af þessu fyr- irkomulagi kom nú nýverið fram í áliti og úttekt efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) varðandi ávöxtun íslenskra lífeyr- issjóða. Niðurstaðan var m.a. sú að íslenskir lífeyrissjóðir eru bæði illa ávaxtaðir og margir skelfilega illa reknir. Því má margt gott bæta á Íslandi þrátt fyr- ir að almenn mannréttindi þróist ekki hér fyrr en seint og um síðir. Mannréttindi koma yf- irleitt til Íslands með haustskipinu svo vísað sé til ritstjórnargreinar Morgunblaðsins frá 6. júní sl. Skynsamlegir dómar – Ísland og Evrópa Það eru einmitt dómar af þessum meiði sem vekja almenna borgara á Íslandi til umhugs- unar. Getum við sem þjóð stuðlað að laga- breytingum og framfylgt lögum sem auka mannréttindi án atbeina annarra ríkja eða ríkjasambanda? Reynslan sýnir að við getum það að einhverju marki en ekki þar sem hags- munatengsl eru virkjuð til hins ýtrasta, t.a.m. gegn neytendum. Þeir sem kjósa sjálfstæði hljóta að fallast á þau rök að þarna verði löggjafinn, nýkjörið þing að ári og dómstólar að taka á sig rögg varðandi neytendavernd enda annars líkur á að þjóðin muni kjósa aðra vegferð í átt að bættri löggjöf og mannréttindum innan Evr- ópusambandsins (ESB) þrátt fyrir alla ólgu þar innandyra um þessar mundir. Greinarhöfundur er ekkert sérlega ginn- keyptur fyrir ESB en öll rök hníga að því að betri löggjöf, t.a.m. í formi tilskipana, til handa fólkinu í landinu og neytendum komi einmitt þaðan. Nýlegur dómur ECJ er skýr og áréttar það að HR hefur farið gegn tilskipun ESB er varðar rétt neytenda með því að breyta lána- samningum. HR hefur beinlínis hafnað, í mál- um þessum tengdum, að leitað yrði álits EFTA-dómstólsins og er það á skjön við það sem Páll Hreinsson, nú dómari við EFTA dómstólinn og fv. hæstaréttardómari, tjáði sig um á ráðstefnu hjá dómstólnum nýlega í Brussel. Hvað gekk honum þá til þegar hann sjálfur hafnaði að leitað yrði álits EFTA- dómstólsins í máli nr. 660/2010? Var hann að mæra dóminn eins og góðum embættismanni sæmir svona rétt áður en hann tók til starfa? Býr þar ekkert að baki, er þar engu að treysta? Virðist HR því hér „sekur“ fundinn um að ganga erinda fjármálakerfisins með því að auka virði skuldabréfa þeirra á kostnað neyt- enda á Íslandi með dómsúrskurðum sínum á síðustu misserum? Hluthafar fjármála- stofnana, athugið! Fjármálastofnanir og hluthafar þeirra mega ekki gleyma því að lagalegt aðhald gagnvart bönkum, m.a. fyrir tilstuðlan öfl- ugrar neytendalöggjafar, gerir það eitt að verkum að íslenskir bankar verða samkeppn- ishæfari, þeir munu vanda sig betur og byggja undir sig sterkara og verðmeira eignasafn. Slík þróun hefur átt sér stað t.d. í Þýskalandi. Eignasafn banka á ekki að þurfa að vera það áhættusamt að geta ekki staðist einfalda áreiðanleikakönnun þar sem komist yrði að því að lagalegar stoðir landsins og dómafram- kvæmd eru á skjön við alþjóðalög. Eiga því bankar og fjárfestar að sameinast ásamt neytendum við að lagfæra þetta sem fyrst svo lágmarka megi áhættu af þessum eignasöfnum. Þarna fara réttindi neytenda saman við hagsmuni fjárfesta og fjár- málastofnanna sem vilja þjónusta við- skiptavini sína vel. Þannig og aðeins þannig sýna þeir ábyrgð í eigin landi. Þetta vinnulag og þessi aukna ábyrgð, sem einmitt þarf að leggja á herðar fjármálafyrirtækjum, eykur á fjármálastöðugleika og skilvirkni hagkerf- isins. Mega dómarar HR því líta sér nær í leit að réttlætinu og bæta þarna úr. Eftir Svein Óskar Sigurðsson »Mannréttindi koma yfirleitt til Íslands með haustskip- inu svo vísað sé til ritstjórn- argreinar Morgunblaðsins frá 6. júní sl. Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er BA í heimspeki og hagfræði, við- skiptafræðingur MBA og MSc í fjármálum. Hæstiréttur Íslands sekur fundinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.