Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Sextíu ára búfræðingar frá Hólaskóla, flestir um átt- rætt, komu saman á Hólum í Hjaltadal nýverið til að fagna tímamótunum. Árið 1952 útskrifuðust 28 búfræð- ingar frá skólanum, forvera Háskólans á Hólum, og síðan þá hafa þeir hist reglulega ásamt mökum. Ekki hefur það endilega alltaf verið á Hólastað, m.a. á Laugum í Sælingsdal og í Svartaskógi í Jökulsárhlíð, en að þessu sinni þótti við hæfi að koma heim til Hóla á 130 ára afmælisári skólans. Buðu hinir öldnu Hóla- sveinar nýjum rektor Hólaskóla, dr. Erlu Björk Örn- ólfsdóttur, til kvöldverðar og leystu hana út með veg- legum blómvendi. Farin var dagsferð um Skagafjörð austanverðan, þar sem Samgöngusafnið í Stóragerði var m.a. heimsótt, síðan ekið í Héðinsfjörð og fengið sér kaffi á Siglufirði. Lauk dagskránni með samkomu á Hólum seinna kvöld- ið og að sjálfsögðu hituðu Hólasveinar sig upp á Bjór- setri Íslands, sem starfrækt er á Hólastað. Hyggst hópurinn koma saman næst eftir tvö ár á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Hólasveinar Sextíu ára búfræðingar frá Hólaskóla, ásamt mökum, í sumarbústað Trausta Pálssonar í Hjaltadal, eins af Hólasveinunum frá 1952. Hópurinn hyggst koma saman næst eftir tvö ár á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Sextíu ára búfræðingar frá Hólaskóla ÚTSALAN ER HAFIN Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Útsalan er hafin Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 40-58 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Sjá sölustaði á istex.is Ný prjónabók LOPI 32 Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, íhugar nú hvort hann eigi að höfða mál gegn Davíð Þór Jóns- syni, guðfræðingi og fræðslufulltrúa Austurlandsprófastdæmis. Guðna mislíkar mjög ummæli í grein Davíðs Þórs, Að kjósa lygara og rógtungu, sem Davíð Þór birti á heimasíðu sinni daginn fyrir forsetakosning- arnar. Guðni ræddi málið við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, í gær. „Maður gerir meiri kröfur til manna sem hafa gengið í guðfræði- deild og lært siðfræði og ætla að boða hið góða orð kirkjunnar en ann- arra. Það hefur Davíð Þór gert og hann býður sig sjálfsagt síðar fram til prestvígslu. Hann hefur fengið starf hjá kirkjunni við að þjóna börn- um og unglingum sem fræðslu- fulltrúi. Ég geri miklar kröfur til manna í þessari stöðu og sætti mig ekki við svo persónulegar sví- virðingar og níð um forseta lands- ins sem þarna birtust. Svo væn- ir hann mig um að hafa starfað í nasistahreyfingu. Guð hjálpi mér! Sannarlega hef ég haft skömm á nas- istum alla tíð og aldrei gengið þeim á hönd. Ég hef verið í Framsóknar- flokknum, þjóðkirkjunni og ung- mennafélagshreyfingunni,“ sagði Guðni. Hann kvaðst ekki sætta sig við að vera borinn slíkum sökum og hafa því talað við biskup Íslands. „Ég sagði við hana að mér þætti þetta vera ófær framkoma hjá henn- ar þjóni. Ég gerði kröfur til þess sem heiðarlegur maður og kristinn að þessi maður gjaldi fyrir orð sín bæði í minn garð og forsetans.“ Guðni sagðist aðspurður ekki hafa haft samband við Davíð Þór vegna greinarinnar. „Ég hef ekkert við svona menn að tala. Þetta eru slíkar dylgjur og dónaskapur að annað- hvort hefur maðurinn ekki verið alls- gáður eða hann stríðir við eitthvað sem gerir hann óhæfan til að takast á við þau verkefni sem hann sinnir.“ Guðni sagðist hafa lært að sætta sig við gagnrýni og átök á hinum pólitíska velli en nú hafi sér verið brugðið. „Auðvitað íhuga ég hvort svona mann eigi ekki að draga fyrir dómstóla landsins. Ég geri þær kröf- ur að kirkjan taki á þessu vanda- máli.“ gudni@mbl.is Ofbýður ummæli í sinn garð og forsetans  Guðni Ágústsson íhugar málsókn gegn Davíð Þór Jónssyni Guðni Ágústsson - nýr auglýsingamiðill Tilkynnt var um nokkur innbrot á höfuðborgar- svæðinu í gær- morgun, skv. upplýsingum lög- reglu. Um inn- brot í bifreiðar, heimili og vinnu- skúr er að ræða. Í Kópavogi var brotist inn í tvær rútur. Í Grafarvogi var brotist inn í vinnuskúr hjá Vinnuskólanum og unnar skemmdir. Brotist var inn á heimili í austurborginni þar sem fjármunum og fatnaði var stolið. Þá var tilkynnt um innbrot í bif- reið í Hafnarfirði og skemmdar- verk voru unnin í Víðistaðaskóla. Tilkynnt um mörg innbrot og skemmd- arverk í gærmorgun Innbrot Nokkur voru tilkynnt í gær. Karlmaður um þrítugt var tekinn fyrir ofsaakstur á Miklubraut í Reykjavík á fimmta tímanum síð- degis sl. miðvikudag. Skv. upplýs- ingum lögreglu í gær ók maðurinn bifhjóli á 191 km hraða austur Miklubraut, á milli Kringlumýrar- brautar og Háaleitisbrautar, en þarna er 60 km hámarkshraði, að því er segir í tilkynningu frá lög- reglu. Maðurinn, sem hefur alloft áður gerst sekur um umferðar- lagabrot, var sviptur ökuréttindum á staðnum. Á bifhjóli á 191 km hraða á Miklubraut Malbikunarframkvæmdir eru fyrir- hugaðar á Hringbraut og Miklu- braut í Reykjavík í dag. Um er að ræða kaflann til austurs frá Suður- götu að Lönguhlíð, en áætlað er að verkið hefjist um níuleytið og að því verði lokið fyrir klukkan fjögur síð- degis. Vegna framkvæmdanna á þessum vegkafla má búast við minniháttar umferðartöfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Morgunblaðið/Ómar Bik Malbika á frá Suðurgötu að Lönguhlíð. Búast má við nokkr- um umferðartöfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.