Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 31
ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Rannveig Þorsteinsdóttir, al-þingiskona og lögmaður,fæddist á Sléttu í Mjóafirði 6. júlí 1904. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Sigurðsson sjómaður og Ragn- hildur Hansdóttir. Rannveig lauk samvinnuskólaprófi og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946. Hún lauk lögfræði- prófi frá HÍ 1949. Hún lét ekki þar við sitja og varð héraðsdómslögmaður 1952 og hæstaréttarlögmaður 1959. Segja má að hún hafi brotist til mennta enda var fátítt að konur á hennar aldri hlutu slíka menntun og lykju því á fullorðinsaldri. Rannveig var sterkur persónuleiki og bjó yfir miklum námshæfileikum, dugnaði og áræðni. Hún vann ýmis störf um ævina og var meðal annars afgreiðslumaður Tímans í rúm tíu ár. Stundakennari við Samvinnuskólann og bréfritari við Tóbakseinkasöluna. Rannveig rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík 1949-1974 og var dómari í verðlags- dómi Reykjavíkur 1950-1974. Rannveig var virk í félagsmálum og sat í hinum ýmsu stjórnum og ráðum. Hún var í stjórn Kvenfélagasambands Íslands 1947-1963 og gegndi for- mennsku þess frá 1959. Þá gegndi hún einnig formennsku í Félagi íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Íslands í rúm átta ár. Hún sat í útvarpsráði 1953-1956 og 1959 og happdrættisráði Háskóla Ís- lands 1951-1977. Einnig var hún í yf- irskattanefnd Reykjavíkur 1957-1963. Rannveig var þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík 1949-1953. Hún var þá önnur tveggja kvenna sem sat á þingi, hin var Kristín L. Sigurðardóttir og sat fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Hún var varafulltrúi á þingi Evrópuráðsins í fjórtán ár og sat oft þing þess. Hún beitti sér fyrir réttindum kvenna og vann ötullega að málefnum þeirra, jafnt í lögfræði- og þing- störfum. Sáttfýsi hennar og eiginleik- inn að greina hismið frá kjarnanum fleytti henni langt í starfi. Rannveig Þorsteinsdóttir lést 18. janúar 1987. Merkir Íslendingar Rannveig Þorsteinsdóttir 100 ára Dóra Ólafsdóttir 85 ára Adolf R. Kristjánsson Helga K. Helgadóttir Þóra Þorbergsdóttir 80 ára Elísabet Lárusdóttir Ester Elíasdóttir Haukur Valtýsson Katrín Jónsdóttir 75 ára Freyr Ófeigsson Hafdís M. Magnúsdóttir Jóhannes Ástvaldsson Laufey Guðlaugsdóttir Sigurður Þórðarson 70 ára Björn Gunnarsson Lárus Sveinsson Marta Vilhjálmsdóttir 60 ára Arnór Árnason Eiríkur Eiríksson Jóhann S. Kristjónsson Lilja Bára Gruber Oddný Magnúsdóttir Phloenta Dechakun Sigríður Stefánsdóttir 50 ára Anna Björk Sigurðardóttir Anna Jóna Guðmundsdóttir Anna María Lind Geirsdóttir Ásgeir Bragason Gary Steven Pettengell Helga Björk Ragnarsdóttir Mariola Oblaska Sverrir Eyfjörð Torfason Tómas Jakob Sigurðsson Örn Viðar Andrésson 40 ára Cherry Ann L. Resgonia Guðrún Anna Reyes Guðrún Inga Ingólfsdóttir Heiða Berglind Knútsdóttir Hrefna Björk Jónsdóttir Ragnar Árni Ragnarsson Sigurður Óskar Óskarsson Þórarinn R. Magnússon 30 ára Berglind Kristjánsdóttir Bruno M. C. Nogueira Davíð Róbert Richardsson Einar Örn Ágústsson Fanný H. Þorsteinsdóttir Hannes A. Guðmundsson Hlín Stefánsdóttir Hoang Viet Le Ingi Sturla Þórisson Jóhann Örn Jóhannsson Katrín Alfa Snorradóttir Linda Björk Oddsdóttir Óskar Bergmann Tómasson Renata Norkiene Reynir Valdimar Freysson Tómas Bragi Friðjónsson Valgerður Sigurjónsdóttir Wojciech Marek Parulski Þórir Helgason Til hamingju með daginn 50 ára Gunnar Þór ólst upp í Grjótaþorpinu og býr á Akranesi. Gunnar Þór er bílstjóri hjá bifreiðastöð ÞÞÞ. Maki Steina Ósk Gísla- dóttir, f. 1962, starfar á hjúkrunar- og dvalarheim- ilinu Höfða. Börn Þóra Kristín Sævars- dóttir, f. 1983, Ásta Gunn- arsdóttir, f. 1992, Sesselja Bergrós Gunnarsdóttir, f. 1996 og Gunnsteinn Viðar Gunnarsson, f. 2001. Foreldrar Jón Alfreðsson, f. 1938 og Vilhelmína Al- freðsdóttir, f. 1941. Gunnar Þór Jónsson 40 ára Einar Guðjónsson er fæddur og uppalinn í Grindavík. Hann starfar við fiskeldið Íslandsbleikju í Grindavík. Maki Ástrún Jónasdóttir, f. 1976, launafulltrúi hjá Vísi í Grindavík. Börn Dröfn Einarsdóttir, f. 1999 og Ása Björg Ein- arsdóttir, f. 2003. Foreldrar Guðjón Ein- arsson, f. 1947 og Elín- borg Ása Ingvarsdóttir, f. 1950. Einar Guðjónsson 40 ára Mona Erla er fædd og uppalin í Garð- inum. Hún er í fæðingar- orlofi eins og stendur. Maki Sigurður Rúnar Sævarsson, f. 1971, bíl- stjóri hjá SPK. Börn Valdís Birna Bald- vinsdóttir, f. 1994, Karol- ína Margrét Baldvins- dóttir, f. 1996, Ægir Már Baldvinsson, f. 1999 og Kristrún Erla Sigurð- ardóttir, f. 2012. Foreldrar Ægir Frímanns- son, f. 1952, sjómaður og Valdís Sigríður Sigur- björnsdóttir, f. 1953, yfirbókhaldari. Mona Erla Ægisdóttir ert skemmtilegra en að breyta þúfnakarga og annarri óslægju í rennislétt tún og fylgjast með þeim grænka á góðu vori. Þetta þykja kannski gamaldags viðhorf en það hefur ekki áhrif á þessa áráttu mína. Þess vegna upplifi ég þetta sem hvoru tveggja, göfugt og skemmti- legt starf. Ég er vanur að fylgjast vel með þeim túnum sem ég hef átt við og eitt vorið kom ég við á 60 bæj- um til að skoða árangurinn.“ En hvað með skógræktina? „Ég hef ekkert á móti trjám og skógi þar sem það á við, t.d. góðum skjólbeltum og skóglendi í fjalls- hlíðum. En ég tæki nú ekki þátt í því að breyta öllum fallegum túnum í skóg. Þú yrðir að fá aðra til þess.“ Einhver önnur áhugamál? „Jú, það eru hinar öfgarnar – ósnortin öræfi landsins. Ég bók- staflega dýrka hálendið og hef farið fjölda ferða þangað. Nú erum við á leiðinni inn á Sprengisand og ætlum yfir norðausturhálendið til að sjá sólarlagið á Melrakkasléttu. Síðan verða Austfirðirnir þræddir suður að Höfn og loks farin Fjallabaksleið nyrðri.“ Fjölskylda Unnusta Eiríks er Sigrún Bjarna- dóttir, f. 8.8. 1956, bóndi og ferða- þjónustubóndi í Fossnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún er dóttir Bjarna Ólafssonar, fyrrv. gjaldkera hjá Pósti og síma, og Jónínu Krist- jánsdóttur, fyrrv. talsímakonu. Sonur Eiríks og fyrrv. konu hans, Elínar Oddgeirsdóttur, er Oddgeir Eiríksson, f. 15.12. 1982, rafvirki og verktaki. Systkini Eiríks eru Ásgeir Eiríks- son, f. 6.12. 1947, húsasmíðameistari á Klettum í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi; Þórdís Eiríksdóttir, f. 3.8. 1956, hjúkrunarfræðingur, búsett í Hafnarfirði; Svanhildur Eiríks- dóttir, f. 16.1. 1962, leikskólakennari á Þórisstöðum í Grímsnesi; Arnar Bjarni Eiríksson, f. 1.3. 1968, húsa- smíðameistari og bóndi í Gunnbjarn- arholti, nýbýli frá Sandlækjarkoti. Foreldrar Eiríks: Eiríkur Bjarna- son, f. 8.6. 1918, d. 5.12. 2003, bóndi í Sandlækjarkoti, og k.h., Margrét Eiríksdóttir, f. 30.12. 1926, fyrrv. húsfr., búsett í Sandlækjarkoti. Úr frændgarði Eiríks Eiríkssonar Kolbeinn Eiríksson b. í Stóru-Mástungu, af Reykjaætt Jóhanna Bergsteinsdóttir húsfreyja í Stóru-Mástungu Eiríkur Magnússon b. á Votumýri. Hallbera Bernhöft húsfr. Margrét Eiríksdóttir húsfr. í Sandlækjarkoti Ingimundur Guðmundsson b. í Andrésfjósum á Skeiðum María Gísladóttir húsfr. í AndrésarfjósumEiríkur Eiríksson Margrét Eiríksdóttir húsfr. í Sandlækjarkoti Eiríkur Bjarnason b. í Sandlækjarkoti Þórdís Eiríksdóttir húsfr. í Stóru-Mátungu Bjarni Kolbeinsson b. í Stóru-Mástungu Kristín Ingimundardóttir húsfr. í Sandlækjarkoti Eiríkur Jónsson b. í Sandlækjarkoti Jón Bjarnason b. í Sandlækjarkoti Marie V. Bernhöft húsfr. í Rvík. Lucinda Fr. Hansen húsfr. í Rvík. Hjálmtýr Hjálmtýrsson bankam. í Rvík. Sigrún Hjálmtýsd. söngkona Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari Valgerður Jónsdóttir húsfr. á Birnustöðum Emilía Kristbjörnsdóttir húsfr. á Vorsabæ Eiríkur Jónsson hjá Íslenskum getspám Guðfinna Kolbeinsd. húsfr. í Dalbæ Páll Guðmundss. í Dalbæ Svava Pálsdóttir bókavörður, móðir Pálma Þorgeirssonar framkvæmdastj. Magnús Eiríksson á Skúfslæk Spáð í hallann Líklega þarf að fara aftur með hallamáli á þetta svæði. Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is veisluþjónusta hinna vandlátu Kokkurinn hjálpar þér að halda hina fullkomnu veislu Árshátíðir Brúðkaup Erfidrykkjur Fermingar Fundir Kynningar Þema kokkurinn.is Ferskur fiskur öll hádegi í Víkinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.