Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2012 Unnur Gunn- arsdóttir, sem verið hefur settur forstjóri Fjármálaeft- irlitsins frá 1. mars síðast- liðnum, hefur verið ráðin for- stjóri Fjármála- eftirlitsins. Unnur er lög- fræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í lögum bæði í Englandi og Kanada. Hún gegndi áður starfi yfirlögfræð- ings Fjármálaeftirlitsins. Fram kemur á vef FME að Unnur hefur víðtæka reynslu af störfum við fjármálatengd verk- efni, opinbera stjórnsýslu og í dómskerfinu. Hún starfaði meðal annars í sjö ár hjá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands og í fimm ár sem sérfræðingur í fjár- málaþjónustu hjá EFTA- skrifstofunni í Brussel. Innan op- inberrar stjórnsýslu hefur Unn- ur meðal annars reynslu sem skrifstofustjóri í samgöngu- ráðuneytinu í sjö ár og sem sett- ur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ráðin for- stjóri FME Unnur Gunnarsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Síðustu árin hefur verið jafn stíg- andi í fiskeldinu hér í Færeyjum og árangurinn er góður. Margt kemur þar til en ein veigamesta skýringin er að mínu mati sú hvernig menn sem starfa í greininni og svo fulltrú- ar þeirra opinberu stofnana sem um eldismálin fjalla hafa náð að vinna vel saman. Með því móti hefur okkur meðal annars tekist að útrýma sjúk- dómum í eldisfiski sem víða eru til baga,“ segir Egill Steinþórsson, framleiðslustjóri Faroe Farming í samtali við Morgunblaðið. Framleiða 50 þúsund tonn Eldi og útflutningur á laxi verður æ stærri þáttur í atvinnulífi í Fær- eyjum. Á ári hverju flytja Færeying- ar út einhversstaðar á milli 40 og 50 þúsund tonn af laxi. Lætur þar nærri að framleiðsla Faroe Farming, sem hefur aðsetur á Suðurey, sé um tíund af heildinni. Laxaseyði kaupir Faroe Farming í dag frá Íslandi. Eldi seyðanna er úr 110 g grömmum í fimm til sex kg. Að ná sláturstærð tekur síðan átján til tuttugu mánuði. „Eftir slátrun fer laxinn í skip sem sigla beint til Bretlands og Dan- merkur og þaðan eru afurðirnar svo fluttar áfram með flugi á hina fjar- lægari markaði. Með góðu skipulagi sem tekur mið af áætlunum flutn- ingafyrirtækja gengur þetta smurt fyrir sig; lax héðan er yfirleitt kom- inn á markað í Bandaríkjunum um það bil sólarhring eftir slátrun,“ seg- ir Egill þegar Morgunblaðið rædd við hann ytra nú fyrr í vikunni. Egill, sem fluttist til Færeyja fyrir rúmlega tuttugu árum, hefur starfað við fiskeldi í áraraðir; fyrst við al- menn störf í eldinu sjálfu en stýrir nú framleiðslunni. Faroe Farming er með eldiskvíar á fjörðum við þorpin Hov, Tvøroyri og Vág á Suðurey. Á síðastnefnda staðnum eru höfuðstöðvar fyrirtæk- isins sem er stærsti vinnuveitandinn í Suðurey. „Þegar best lætur erum við með um 70 manns í vinnu, það er við eldið, slátrun og pökkun á laxinum. Við er- um í dauðum tíma rétt sem stendur en upp úr miðjum ágúst fer þetta á fullt aftur og þá fara frá okkur um 120 tonn af laxi í hverri viku. Banda- ríkjamarkaður er afar stór og eftir- spurn eftir laxi þar og eins í Kína fer mjög vaxandi enda eru sushi-réttir afar vinsælir þar eystra,“ segir Egill. Á þeim tuttugu árum sem Egill hefur starfað við laxeldi í Færeyjum segir hann greinina hafa farið í gegn- um tvær alvarlegar kreppur, meðal annars vegna sjúkdóma í fiskinum. Með þekkingu og góðu samstarfi við opinberar stofnanir, þar sem starfa sérfræðingar sem best til mála þekkja, hafi hins vegar náðst tök á þeim vanda. Sjúkdómahætta í lágmarki „Menn hafa til dæmis það viðmið að hafa á hverjum firði aðeins tak- markaðan fjölda kvía sem eru hreinsaðar vandlega eftir hverja slátrun. Þannig er sjúkdómahætt- unni haldið í lágmarki og þess njót- um við í dag,“ segir Egill um starf- semi Faroe Farming sem er í eigu Bakkafrosts sem skráð er í norsku kauphöllinni. Það fyrirtæki er um- svifamikið í fiskeldi og sjávarútvegi og hefur starfsemi víða í Færeyjum. Munar þar mikið um tillegg rekst- ursins á Suðurey, sem að undan- förnu hefur skilað góðum hagnaði á síðustu árum auk þess sem útlit um árangur þessa árs er skínandi fínt. Gott samstarf við yfirvöld er forsenda árangurs  Faroe Farming flytur 4-5 þúsund tonn af laxi út á ári til Bandaríkjanna og Kína Fiskeldi Egill Steinþórsson við eldisbáta Faroe Farming í Vági á Suðurey. Framleiðsla fyrirtækisins fer að miklu leyti til Bandaríkjanna, þangað sem fiskurinn er kominn á markað sólarhring eftir slátrun í vinnslustöð í Færeyjum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fiskeldi » Íslendingur stýrir stóru fyr- irtæki í Vági á Suðurey Fær- eyja. Stærsta fyrirtækið í eynni og starfsmenn um 70 talsins. » Framleiða og selja alls 120 tonn af laxi á viku, sem er tí- und alls eldislax í eyjunum. Af- urðirnar komnar eftir sólar- hring á markað vestra. » Takmarka fjölda eldiskvía á hverjum firði í öryggisskyni. Sigruðu kreppur fiski- sjúkdóma. » Starfsemin gengur vel og góður hagnaður af rekstrinum. Ef þjóðhagsspá Hagstofunnar gengur eftir verða endur- skoðunarákvæði kjarasamninga virk í ársbyrjun 2013, segir í frétt Hagstof- unnar. Hætta á neikvæðum afleiðingum evru- kreppunnar á íslenskt efnahagslíf hefur aukist. Landsframleiðsla eykst um 2,8% á þessu ári, einkaneysla um 3,2% og fjárfesting um 12,6%. Á næsta ári eykst landsframleiðsla um 2,7% en vöxtur einkaneyslu hægist og verður 2,6%. Samneysla hefur hætt að dragast saman, en vöxtur er lítill, á bilinu 0,2 til 0,5% árin 2012 til og með 2014, segir í þjóð- hagsspá Hagstofunnar. Einkaneysla og fjárfesting knýja hagvöxtinn sem gert er ráð fyrir að vari allan spátímann. Vöxt- urinn er hóflegur og fjárfesting- arstigið lágt ef litið er til sög- unnar. Veikt gengi krónunnar stuðlar áfram að afgangi af utan- ríkisviðskiptum þó að hann minnki. Laun hafa hækkað en draga muni úr launahækkunum. Hagvöxtur og óvissa                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +0/.,- +,1.2, ,+.3+ ,+.+++ +4.,4 +3+.01 +.140/ +0+./0 +14.1+ +,/.20 +0/./5 +,1.30 ,+.3/, ,+.+/3 +4.335 +3,.3, +.1053 +0,.3- +14.01 ,,2.3/2+ +,/.30 +04.,, +,1./- ,+.535 ,+.,31 +4.344 +3,.-0 +.1040 +0,.03 +10.30 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Hlutur Landsbankans í Al álvinnslu hf. til sölu Landsbankinn hf., býður til sölu 9,88% eignarhlut sinn í félaginu Alur álvinnsla hf. (Alur), sem er að nafnvirði 2.568.808 kr. Alur er hlutafélag sem á og rekur endurvinnslu fyrir álgjall í Helguvík á Reykjanesi. Félagið var stofnað árið 1998 af nokkrum frumkvöðlum og hóf framleiðslu áls á árinu 2003 (nánari upplýsingar á www.alur.is). Félagið vinnur samkvæmt gildandi starfsleyfi frá 2011. Alur endurvinnur allt álgjall sem fellur til við starfsemi Norðuráls. Á árinu 2011 voru unnin 2.403 tonn af álgjalli og úr því voru unnin 973 tonn af áli. Áhugasömum fjárfestum er bent á að setja sig í samband við Landsbankann með tölvupósti á netfangið alur@landsbankinn.is. Fjárfestar fá þá afhend fjárhagsgögn um félagið, þ.e. ársreikninga fyrir árin 2010 og 2011. Tímafrestur til að skila inn skuldbindandi tilboði í hlutinn á grundvelli ofangreindra gagna er til kl. 12:00, föstudaginn 20. júlí 2012. Tilboð skulu send á netfangið alur@landsbankinn.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.