Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 9

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 9
MENNING OG VARNIR 7 íirfui' er enn varðveittnr lítt skertur. Um það vitnar liinn almenni áhugi, sem hér er fyrir listum og bókmenntum. Samt er margt, sem bendir til að sú hætta vofi yfir, að hér vaxi upp menningarsnauð lágstétt, ef ekki er spyrnt við fótum. Hin jjjóðlega alþýðumenning er hætt að veita neitt veru- legt viðnám, enda er hún stöðnuð að mestu í innantómu fróðleiksdútli og átthaga dýrkun. Aðeins þróttmikil ný borgarmenning getur forðað íslend- ingum frá múgmenningu nútímans. En til þess að efla æðri menntun og menningu eru erlend áhrif nauð- svnleg, ekki aðeins í vísindum, heldur einnig í listum og bókmenntum. Rróttmest andlegt líf á Islandi er nú ef til vill að finna í þeim greinum lista, sem vaxið hafa hér til þroska á síðustu áratugum fyrir erlend áhrif: myndlist, tónlist og leiklist. Þeim sem þessar greinar hafa stundað, hafa erlend fordæmi og kunnátta orðið hvatning til sjálfstæðrar sköpunar. Þeir hafa veitt þjóð sinni nýja reynslu og gefið henni andleg verðmæti, sem munu verða menningu hennar styrkur um ókomnar aldir. Erlend áhrif eru því aðeins hættuleg, að þau hitti fyrir menningar- snauða og viðnámslitla þjóð. Það verður að treysta á innri mátt, því að ytri aðstæðum fær enginn ráðið. Dæmi einstaklinganna sýnir jjetta gleggst. Margur Htilsigldur unglingur verður hinni aljjjóðlegu múgmenningu full- komlega að bráð af því einu að umgangast fulltrúa hennar hér uppi á Is- landi. Hins vegar hefur fjöldi íslenzkra námsmanna, öld fram af öld, farið utaii og dvalið langdvölum með ókunnum þjóðum, en j)ó komið heim aftur ekki aðeins óspilltir af erlendri ómenningu, heldur ríkari af reynslu og skyggnari á íslenzk menningarverðmæti en Jjeir, sem heima sátu. Það er sá manndómur og menning, sem hver einstakur býr yfir, sem úrslitum veldur og efla þarf. I menningarmálum er sóknin eina vörnin. Allt jjetta er hollt, að hafa í huga, þegar rætt er um Keflavíkurútvarpið og önnur bandarísk áhrif hér á landi. Um útvarpsstöð þeirra er að vísu ekkert gott hægt að segja, og væri hún betur brott af landinu. Hitt leiðir áreiðanlega ekki til velfarnaðar að telja sér trú nm, að hún og annað ’hlið- stætt í amerískum áhrifum sé banvænt íslenzkri menningu. Það verður enginn á því meiri maður að mikla fyrir sér hætturnar, og það er líklegt, að jjjóð, sem gerir sér slíka hluti að höfuðvandamálum, sé ekki glöggskyggn á hinar raunverulegu hættur. TTI Ilingað til hefur verið rætt um Keflavíkurútvarpið frá því sjónarmiði, hver áhrif það hafi á íslenzka menningu, en jjað er önnur hlið Jjessa máls, sem sjaldan er minnzt á. Hún er, hver fulltrúi útvarpið sé fyrir banda- ríska menningu hér á landi. Það er rík ástæða til þess, að Bandaríkjamenn sjálfir og jteir, sem styðja samvinnu við þá, harmi evmd Keflavíkurútvarps- ’ns af þessum sökum. í dagskrá þess er dregin upp ömurleg mynd af ame- rískri menningu, sem er fjarri því að vera sönn. Hún verður þó til þess að ófrægja Bandaríkjamenn í augum íslendinga, sem gætu dregið af henni þá ályktun, að allir Ameríkanar séu ýmist siðlausir eða vanþroska,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.