Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 27

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 27
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON 25 sinni, hvort þessi kunningi minn hafði þá lesið hana. Nafn bókannnar vakii strax grun um, að þarna myndi Amor vera með í leik, Lára þessi sennilega unnusta höfundarins, annað hvort í raun eða ósk. Sjálfsagt einhver ástar- della, varð mér að hugsa. Þetta sama haust sneri ég heim úr útlegáinni, og það vildi svo til, að fyrsta viðdvöl mín varð á Isafirði. Dvaldist ég þar nokkra daga í góðu yfir- læti hjá Vilmundi Jónssyni lækni. Og hvern myndi ég þar rekast á annan en rithöfundinn og séníið Þórberg Þórðarson. Einhvern veginn hafði það seytlað mn í mig — senmlega af viðræðum við samferðafólkið á heimleiðinm — að þessi Þórbergur Þórðarson væri hálfgerður villimaður. Mér virtist nú samt allt annað. Maðurinn reyndist hið mesta prúðmenni, léttur í máli og hressilegur, hóflega mikill á lofti, ekkert villimennskusnið á honum. En þess varð ég brátt var, að um hann stóð nokkur styr. Hann hafði þá fyrir örfáum dögum birt í Alþýðublaðinu ,,0pið bréf til Árna Sigurðssonar fríkirkjuprests“, og var ekki um annað meira talað manna á meðal þessa daga. A Isafirði las ég líka Bréf til Láru í fyrsta sinn, og er skemmst frá að segja, að bókin svaraði lítt til þeirra hugmynda, er ég hafði í fyrstu gert mér um hana. Þetta var að minnsta kosti óvenjulegt ástabréf. Og aðra eins bók þóttist ég aldrei hafa lesið. Ef ég ætti að líkja henni við eitthvað, þá myndi Dulardómar (Mysterier) Hamsuns líklega verða hendi næst. Víst var um það, að þessar bækur báðar orkuðu svipað á hláturvöðvana. Að sjálfsögðu bar Bréf til Láru allmjög á góma í læknishúsinu þessa daga. Man ég, að sveitarkynjaðri einfeldni minni var nóg boðið, er höfundurinn staðhæfði og stóð á því fastar en fótunum, að allar hrollvekjurnar, sem hann segir af sér í uppvextinum, væru bókstaflega sannar. Þetta mun hann reyndar staðhæfa enn í dag. En svo hefur hann líka — löngu eftir að Bréf til Láru var skrifað — búið til spakmæli, sem hljóðar svo: ,,Það er ein af náðargáf- um snillingsins að trúa því, sem hann veit að er lygi“. Dagarnir á Isafirði voru fljótir að líða. En svo skildu leiðir — í bili. Eg hélt til átthaga minna í Skagafirði. Rithöfundurinn hvarf til Reykjavíkur, en seinna um haustið lá leið hans til Stokkhólms, og gisti hann Svíana þann vetur. En áður en hann hyrfi af landi burt lét hann enn einu sinni frá sér heyra, °g það með eftirminmlegum hætti. Hinn 6. nóvember kom Alþýðublaðið út uiargfalt í roðinu, og í því birtist „Eldvígslan, opið bréf til Kristjáns Alberts- sonar“. Líklega er Eldvígslan hvassasta og spámannlegasta ntsmíð þessa höf- undar, enda vakti hún geysilega athygli og deilur. Hvar sem tveir eða fleiri hittust, var vart um annað talað. Slíkur fellibylur hafði aldrei fyrr geisað um lendur íslenzkrar blaðamennsku. Um þessar mundir heyrði ég mann, er sjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.