Helgafell - 01.11.1954, Side 27

Helgafell - 01.11.1954, Side 27
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON 25 sinni, hvort þessi kunningi minn hafði þá lesið hana. Nafn bókannnar vakii strax grun um, að þarna myndi Amor vera með í leik, Lára þessi sennilega unnusta höfundarins, annað hvort í raun eða ósk. Sjálfsagt einhver ástar- della, varð mér að hugsa. Þetta sama haust sneri ég heim úr útlegáinni, og það vildi svo til, að fyrsta viðdvöl mín varð á Isafirði. Dvaldist ég þar nokkra daga í góðu yfir- læti hjá Vilmundi Jónssyni lækni. Og hvern myndi ég þar rekast á annan en rithöfundinn og séníið Þórberg Þórðarson. Einhvern veginn hafði það seytlað mn í mig — senmlega af viðræðum við samferðafólkið á heimleiðinm — að þessi Þórbergur Þórðarson væri hálfgerður villimaður. Mér virtist nú samt allt annað. Maðurinn reyndist hið mesta prúðmenni, léttur í máli og hressilegur, hóflega mikill á lofti, ekkert villimennskusnið á honum. En þess varð ég brátt var, að um hann stóð nokkur styr. Hann hafði þá fyrir örfáum dögum birt í Alþýðublaðinu ,,0pið bréf til Árna Sigurðssonar fríkirkjuprests“, og var ekki um annað meira talað manna á meðal þessa daga. A Isafirði las ég líka Bréf til Láru í fyrsta sinn, og er skemmst frá að segja, að bókin svaraði lítt til þeirra hugmynda, er ég hafði í fyrstu gert mér um hana. Þetta var að minnsta kosti óvenjulegt ástabréf. Og aðra eins bók þóttist ég aldrei hafa lesið. Ef ég ætti að líkja henni við eitthvað, þá myndi Dulardómar (Mysterier) Hamsuns líklega verða hendi næst. Víst var um það, að þessar bækur báðar orkuðu svipað á hláturvöðvana. Að sjálfsögðu bar Bréf til Láru allmjög á góma í læknishúsinu þessa daga. Man ég, að sveitarkynjaðri einfeldni minni var nóg boðið, er höfundurinn staðhæfði og stóð á því fastar en fótunum, að allar hrollvekjurnar, sem hann segir af sér í uppvextinum, væru bókstaflega sannar. Þetta mun hann reyndar staðhæfa enn í dag. En svo hefur hann líka — löngu eftir að Bréf til Láru var skrifað — búið til spakmæli, sem hljóðar svo: ,,Það er ein af náðargáf- um snillingsins að trúa því, sem hann veit að er lygi“. Dagarnir á Isafirði voru fljótir að líða. En svo skildu leiðir — í bili. Eg hélt til átthaga minna í Skagafirði. Rithöfundurinn hvarf til Reykjavíkur, en seinna um haustið lá leið hans til Stokkhólms, og gisti hann Svíana þann vetur. En áður en hann hyrfi af landi burt lét hann enn einu sinni frá sér heyra, °g það með eftirminmlegum hætti. Hinn 6. nóvember kom Alþýðublaðið út uiargfalt í roðinu, og í því birtist „Eldvígslan, opið bréf til Kristjáns Alberts- sonar“. Líklega er Eldvígslan hvassasta og spámannlegasta ntsmíð þessa höf- undar, enda vakti hún geysilega athygli og deilur. Hvar sem tveir eða fleiri hittust, var vart um annað talað. Slíkur fellibylur hafði aldrei fyrr geisað um lendur íslenzkrar blaðamennsku. Um þessar mundir heyrði ég mann, er sjálf-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.