Helgafell - 01.11.1954, Qupperneq 52

Helgafell - 01.11.1954, Qupperneq 52
50 HELGAFELL ur í Fyrnafurðu lét búa skip mörg og hafði mikið mannyal og útbúnað. Ilöfð'u miklar hugsjónir safnazt fyrir í borg hans um veturinn, og lét liann nú búa þær til skips. Síðan ]ét hann í haf á Breiðasjó. ★ Þeir, sem gengu um Austurvöll í októbermánuði og sveigðu inn í lág- timbrað hús listanna, munu hafa mætt þar Málara konungi á siglingu sinni um Breiðasjó. Og þeir munu hafa kennt siglinguna á því, að skipin eru hlaðin hugsýnum og heimahöín þeirra er óumdeilanlega Fyrnafurða á Braga- landi. Það er ekki ófyrirsynju að Jóhann- es Kjarval skrifar um skip og málar skip, og þegar ég hitti hann í Banka- stræti fyrir skömmu, sagði hann: Þeg- ar ég geng er ég að sigla skútu: Eg lensa og hleypi undan, krussa og læt reka. Oftast beiti ég í. Fyrsti listskóli Kjarvals var skúta í norðurhöfum, kennslustundirnar glíma við veður og þorsk, en írívaktin notuð til þess að mála. Ég hef það eftir gömlum manni, að það hafi þótt undarlegt, þegar þessi háseti kom um borð, að nesti hans og útbúnaður skyldi vera strigi og pensl- ar og olíulitir og ein peysa austan af Meðallandi. Og þó var hann engum manni óglímnari við þær höfuðskepn- ur, sem eiga sjómann Dumbhafsins einan að viðmælanda. A þennan skóla gekk Jóhannes í finnn ár. Þótt eftir- tekjan yrði ekki ávöxtuð í bönkum, var það samt einn dag að hann tók pokann, sagði sig úr vist hjá þeim heiðurshjónum Ægi og frú Rán og sigldi sinn Breiðasjó í Lundúnaveldi. Það hefur áreiðanlega þurft talsverð- an kjark til þess að ganga upp mar- maraþrepin og berja að dyrum í Kon- unglega listaháskólanum brezka, — sjómaður af skútu, norðan úr ísahafi. Slíkt hafði heldur aldrei þekkzt á Bretlandi fyrr. Því var hurðum þessa fornvirðulega vígis brezkra hirðmál- ara varla hallað frá stöfum (og svona innan sviga sagt, er ég ekki alveg viss um hvernig færi, ef hann bankaði þar í dag). En Jóhannes Sveinsson fann sér brátt annað og betra Akademí: snill- inginn Turner. I hinum viðvanings- legu myndum skútuáranna liafði hann hvað eftir annað reynt að höndla á léreftið hina undarlegu birtu Dumb- 'hafsins, þetta sindrandi blik bafsins og litbrigðin í seglum skipanna. I myndiim Turners fann hann einmitt það, sem hann leitaði: ljóshillinguna, hina ójarðnesku og innfjálgu stemmn- ingu hafsins — og skip. Þegar Hall- dór Laxness spyr Kjarval þeirrar spurningar mörgum áratugum síðar: Komu fjöllin þér til að mála.p, þá svar- ar hann, eflaust með sínum dreymna glampa í röddinni: Nei, skip. Og ég hef sjaldan séð skipi gefin þvílík sál, eins og þegar Kjarval tekur rauðkrít sína upp úr vasanum á einni bryggj- unni í Kristjánshöfn og teiknar þar gamla skonnortu, sem menn höfðu reyrt við bólfestarnar. Hver rá og hver reiði er vinur hans frá fyrri tíð’, en það er sál skipsins, sem ein skiptir hann máli. Það er skip aldanna, sem hefur barið heimshöfin sjö, veðursorf- ið og kjalþungt. Það er skip skipa. Eftir vetrardvöl í London heldur liann til Kaupmannahafnar og stund- ar þar sleitulaust nám í sjö vetur, unz hann lýkur prófi 1918, 33 ára gamall. Sumarið eftir fer hann heim til Is- lands, málar og lieldur sýningu. List hans mun ekki hafa mætt miklum skilningi, en það vill sóma íslands til happs, að hópur ungra manna hefur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.