Helgafell - 01.11.1954, Side 53

Helgafell - 01.11.1954, Side 53
LlSTIR 51 kjark til þess að rjúfa Ijóra kotungs- skaparins og vill gefa nýjum lífsanda þjóðarinnar loft. Þeir stofna styrkt- arfélag um Kjarval. meira af örlæti en efnum, og hann getur siglt aftur, alla leið suður til Róms. Árið 1923 flytzt Kjarval alkominn heim, — hann er eins undarlegur fugl og- á skútunni forðum. Fjöll hans voru ekki lengur blá, eins og þau áttu að vera, heldur þrungin lit. Hann kærði sig kollóttan um jökla, en fór þess í stað að mála mosa og grjót. Hvaða skáld hafði svo sem nokkurntíma orkt um grjót? Nei, þetta var ekki það löggilta Island. Og ekki fór betur, þegar myndir hans urð'u óskiljanlegir tíglar og teningar, þegar andlit birtust í 'hraununum og skip sigldu á himnin- um, eða þegar venjulegur götustrákur í mynd hans fékk gloríu og engla- vængi En þrátt fyrir þetta allt var eitthvað það í myndunum, sem jafn- vel hinir íhaldssömustu gátu ekki sniðgengið. Það var eitthvað stórbrot- ið og mikilúðlegt, sem kallaði á og krafðist athygl. Það fór sem sagt ekki lengur milli mála, að þessi mað'ur, sem bjó uppi á háalofti í gráu húsi við Austurstræti og gekk tígulegur um miðbæinn, oft með skrýtileg höfuð- föt, hafði einhvernveginn breytt Is- landi. Eða voru það mennirnir, sem hann hafði breytt? Svo malaði tímans kvörn dagana og árin, og Kjarval málaði. Hann gekk á einmæli við öræfi og hraun á sum- arnóttum, og það var ekkert það' væð- ur til á himnum Islands, sem hann taldi of óhollt sínum léreftum. Svo komu sýningar, — stórar og óglevm- anlegar sýningar. Og stundum voru menn ekki alveg með á nótunum, — því það kemur ekki sjaldan fvrir að Kjarval kveður hversdagsheim okkar og er óforvarandisk fluttur í sel hug- mynda. Og í þeim stað eru fáir hlutir, sem ekki geta gerzt. Og jafnvel þegar Kjarval málar landslag, er hann ekki allur í hinum séða heimi. Land er yf- irborð, það er litur og form, það er áþreifanlegt. En þó ekki nema að hálfu. I hverju litbarði þess, hverjum þokusveip, hverri mosaþembu býr annað líf: Sál landsins. Þar eru geymdir svipir aldanna, æfintýrin, sem kynslóð'irnar sögðu, draumar, sern fluttu menn til betra heirna. Þar skynjast sá innri hljómur, sem gerir land að eign þjóðar. Á sýningu Kjarvals nú eru ekki brotnar nýjar leiðir, nema helzt í tveim myndum frá Þingvmllum. Iíins vægar leiðir hann hér fram ýmis stíl- mót fyrri ára, hækkar sig á flugnum, og nær sumstaðar meiri reisn en ég hef áður séð. Það er skrýtið og það er einkennandi eimnitt fyrir þennan mann, að myndirnar eru mjög sund- urleitar sín á milli, en samt sem áður bera þær allar svo augljóst fangamark meistara síns, að hvergi gæti verið' um að villast. I myndinni frá Þing- völlum, þar sem mér finnst koma fram mest nýlunda í stílbragði, er eins og allir litirnir séu fágaðir af birtu ljós- vakans og veröldin svm tær, að jafn- vel gjárhamrarnir verða gagnsæir, svo langur sporður Skjaldbreiðs skín þar í gegn. Einna starsýnast hefur mér orðið á mynd klettsins, sem stendur ein- mana í snjónum fyrir ofan Drekking- arhyl. Það er andlitsmvnd af kletti, sálarlífslýsing liggur mér við að segja. Öxará fellur köld fyrir neð'an og er að sprengja af sér snjóana, en út yfir Þingvallahraun loðir hrákalt vormist- ur. Ég minnist þess ekki í íslenzkri myndlist né bókmenntum að hafa

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.