Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 39
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 F ramundan er gleðitími. Að- ventunni fylgja mörg tilefni til að gleðjast og þá skiptir mestu máli að láta sér líða svolítið vel og hafa gaman. Ekki skemmir stemninguna að eiga eitt- hvað fallegt til að fara í og njóta þess að klæða sig upp. Ef þú ert orðin hundleið á öllu sem þú átt skaltu taka eitt kvöld frá og fara kerfis- bundið gegnum allan fataskápinn. Hvernig væri að taka til í fata- skápnum og prófa að raða saman fötum sem þér hefur aldrei dottið í hug að raða saman áður? Ekki er verra að hlusta á notalega tónlist meðan á þessari athöfn stendur og jafnvel bjóða góðri vinkonu í heimsókn sem getur fært þér smá aðventuinnblástur í allri ringulreiðinni. Yfirleitt er talað um að hver kona þurfi að eiga einn svartan kjól. Litli svarti kjóll- inn kemur að góðum notum í öllu aðventu- stuðinu því hann má klæða upp og niður eftir stemningu hverju sinni. Ef þú átt þröngan og vel sniðinn jakka er til- valið að fara í hann yfir og setja jafnvel belti í mittið til að skreyta jakkann. Á dög- unum rakst ég á glimmerbelti í Vila sem kostaði rétt rúmlega 1.000 kr., en beltið var með nákvæmlega sömu áferð og Miu Miu notaði í skólínu sína haustið 2011. Ég græt það ennþá að hafa ekki eignast par úr þessari línu, en það þýðir víst ekki að væla yfir því hér … Ef þú ert ekki búin að finna hinn fullkomna svarta þrönga jakka mæli ég með því að þú látir eftir þér að kaupa einn slíkan. Svona jakki passar vel við toppa og þröngar buxur, yfir kjóla og við víðari herra- legri buxur eins og eru svo móðins núna. Með því að setja belti í mittið lengirðu fótleggina og verður svolítið Michelle Obama-leg. Hver vill ekki vera eins og „first“? Nú og svo eru það jólahlaðborðin sem eru ennþá í tísku. Þegar þú klæðir þig upp fyrir jólahlaðborðið skaltu ekki spá í það hvort þú hafir mætt áður í sama kjól. Meginreglan er sú að ef kjóllinn fer þér vel áttu að nota hann aftur og aftur. Ef sú hugsun læðist að þér að það taki einhver eftir því að þú sért í sama kjólnum og þú klæddist við sama tilefni í fyrra skaltu sleppa henni strax. Hver og einn er yfirleitt að hugsa um sjálfan sig, ekki aðra. Farðu í sama kjólnum og vertu í öðrum skóm við, með aðra skartgripi og settu nýjan lit á neglurnar og dökkan varalit. Ef þú ert ánægð með þig geislarðu af þokka og þá spá- ir enginn í það hvort kjóllinn er eldgamall eða nýr. Svo er ágætt að muna að drekka vín í hófi og haga sér vel. Það er ekkert eins vand- ræðalegt og að vera „fulla gellan á jóla- hlabbanum“ í vinnunni. martamaria@mbl.is Glimmerskór frá Miu Miu. Ég sé ennþá eftr að hafa ekki splæst þeim á mig. Oasis 7.990 kr. Undirbúðu þig and- lega fyrir aðventuna Edda Sif Pálsdóttir í svörtum þröng- um jakka sem passar við allt. Jakkinn má líka vera úr glimm- eri. Þessi er úr Vila og kostar 7.590 kr. Sumarlína 2013 frá Saint Laurent. Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Ábyrgðar- og þjónustuaðilar: Optical Studio Smáralind og Optical Studio Hafnargötu, Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.