Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 60
Vígsla Vinaminnis (Friendship Arena), nýsþjóðarleikvangs Svía í Solna á miðvikudaginn,verður ógleymanleg þeim sem viðstaddir voru. Sá magnaði leikmaður, Zlatan Ibrahimovic, gerði öll mörk Svía í 4:2 sigri á Englendingum og ekki nóg með fjölda markanna; það síðasta gerði hann með hjól- hestaspyrnu langt utan af velli svo niðurlæging gest- anna var algjör. Nafn Zlatans hefur líklega verið slegið oftar en flestra inn á leitarvélar netsins síðustu daga. Knatt- spyrnuáhugamenn hvarvetna vilja sjá markið og önnur sem hann hefur gert í gegnum tíðina. Þau eru nefni- lega æði mörg ótrúlega glæsileg ef grannt er skoðað. Landsmeistari átta ár í röð Zlatan, sem er 31 árs, er í hópi allra bestu knatt- spyrnumanna heims og einn sá launahæsti að sagt er. Hann afrekaði það að verða landsmeistari átta ár í röð og níu sinnum á tíu árum; fyrst með Ajax í Hollandi, þá Juventus á Ítalíu, Internazionale á Ítalíu, Barcelona á Spáni og loks AC Milan á Ítalíu. Ekki er loku fyrir það skotið að einn til bætist í safnið í vor en Zlatan er nú á mála hjá París SG í Frakklandi. Því verður að halda til haga að Juventus var svipt titlinum 2005 og 2006 vegna hneykslismáls og rekið niður um deild, en afrek Zlatans er ekkert minna þrátt fyrir það. Zlatan Ibrahimovic fagnar þriðja marki sínu af fjórum gegn Englendingum á miðvikudaginn. AFP Ólíkindatólið Zlatan SVÍINN ZLATAN IBRAHIMOVIC SÝNDI ÓTRÚLEGAR KÚNSTIR Í LANDSLEIK GEGN ENGLENDINGUM Í VIKUNNI. HEIMSBYGGÐIN GAPIR EN ÍSLENDINGUM SEM VORU SAMTÍÐA ZLATAN HJÁ MALMÖ FF KOMA TILÞRIFIN EKKERT Á ÓVART! „Hann stækkaði um nærri 20 sentimetra eitt sumarið og eftir það gerðust hlutirnir hratt. Hann var tekinn beint upp í aðalliðið og seldur fljótlega til Ajax,“ segir Guð- mundur. Zlatan er með stærri leik- mönnum, 195 cm, og boltatæknin er undra- verð af svo hávöxnum leikmanni. Þegar Guðmundur er spurður hvort Zlatan sé jafn mikill hrokagikkur og virð- ist, svarar hann: „Ég held að menn verði að vera svona þegar þeir eru komnir á svona stall …“ Hef séð hann gera þetta áður! Óhætt er að segja að Zlatan sé með munninn fyrir nefið. „Hann hefur alltaf haft sterkar skoðanir og verið óhrædd- ur við að láta þær í ljós,“ segir Krist- ján Guðmundsson þjálfari, sem starf- aði hjá Malmö á sínum tíma. Kristján þjálfaði næsta aldursflokk fyrir neðan en kom oft að verkefnum hjá liði Guðmundar, Zlatans og Ómars Jóhannssonar markvarðar sem nú er í liði Keflavíkur. „Hann var alltaf brosandi og mjög skemmtilegur. Það var alltaf gam- an að umgangast hann,“ segir Kristján. „Ég vissi að hann yrði góður, en ekki svona góður!“ sagði Ómar í stuttu spjalli. Markið ótrúlega sem Zlatan gerði gegn Englendingum kom Kristjáni ekki á óvart, því hann segist hafa séð framherjann leika sömu kúnstir áður. „Það var á innanhússmóti í Þýska- landi þar sem unglingalið margra stórra félaga voru saman komin að Zlatan tók sig til og gerði svona mark gegn Stuttgart. Vellirnir voru að vísu minni en venjulegir en markmenn í liðunum og Zlatan skoraði með hjólhestaspyrnu frá miðju!“ Zlatan er fæddur í Svíþjóð 1981. Móðir hans er Króati en faðirinn Bosníumúslími. Þau kynntust í Svíþjóð eftir að hafa bæði yfirgefið heimahagana. Eiginkona Zlatans er einnig sænsk. Hún heitir Helena Singer og er 42 ára fyrrverandi leikkona og sýningarstúlka. Þau Zlat- an eiga tvö börn, fjögurra og sex ára. *Þegar Zlatan var 17ára og í unglingaliðiMalmö FF komst hann ekki í byrjunarliðið en var stundum settur inn á. Ungu knattspyrnufólki má benda á þá áhugaverðu staðreynd að þegar Zlatan var 17 ára og í unglingaliði Malmö FF sat hann oftast á varamannabekknum. Komst ekki í byrjunar- liðið en var stundum settur inn á. En hans tími kom. Eftir að tognaði verulega úr drengnum eitt sum- arið, árið sem hann varð 18; þegar stærðin og krafturinn bættust við ótrúlega tæknina, varð öllum ljóst að þarna var kominn fram á sjón- arsviðið mjög sérstakur leikmaður. Allir hjá Malmö vissu reyndar hvers kyns var en orð- spor hans fór sem eldur í sinu á þessum tíma. Guðmundur Viðar Mete, sem leikið hefur með Keflavík, Val og Haukum hér heima, var með Zlatan bæði í unglinga- og aðalliði Malmö. Þeir ólust upp í sama hverfi og eru vinir enn í dag. Guðmundur heimsækir vin sinn árlega og hefur séð hann spila fyrir öll félögin sex á meginlandinu sem Zlatan hefur starfað fyrir. „Hann var mikið í fótbolta og bauð öðrum krökkum oft tíkall ef þeir gætu náð boltanum af honum!“ segir Guðmundur við Morgunblaðið þegar hann rifjar upp unglingsárin. Ólíklegt er að Zlatan hafi orðið af miklu fé vegna þessa. Frábær. Fáir efast um snilli Zlatans. *„Þetta var hinn fullkomni leikur. Það var eins og Zlatanværi að spila á móti börnum.“Tobias Sana sem kom inn á hjá Svíum gegn Englendingum í vikunni.BoltinnSKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Síðara mark Diego Maradona í 2:1 sigri Argentínumanna áEnglendingum á HM í Mexíkó 1986 er almennt talið eittfallegasta mark sem gert hefur verið í fótboltaleik.  Maradona fékk boltann á eigin vallarhelmingi, lék á hvern andstæðinginn á fætur öðrum og loks á Peter Shilton markvörð áður en hann renndi boltanum í markið. Fáeinum andartökum áður gerði Maradona mark með „hönd Guðs“ eins og hann orð- aði það sjálfur síðar. Það stóð við litlar vinsældir enskra. Flott mörk eru líklega óteljandi. Til gamans má rifja upp nokkur af handahófi, sem áhugamenn ættu að muna eftir:  Lionel Messi gerði nánast eins mark og Maradona gegn Englandi; með Barcelona gegn Getafe á Spáni 2007.  Hjólahestaspyrna Wayne Rooney í 2:1 sigri Manchester United gegn Manchester City 2011.  Zlatan Ibrahimovic gegn NAC með Ajax 2004 eftir stór- kostlegan einleik. Lék mótherjana sundur og saman í og við vítateiginn, hvern á fætur öðrum og skoraði af stuttu færi.  Thierry Henry gegn Man. Utd. 2000. Snéri baki í markið þegar hann fékk boltann utan vítateigs. Varnarmaður aftan við Henry var bjargarlaus þegar Frakkinn lyfti boltanum með fyrstu snertingu, sneri sér við og þrumaði efst í hornið fjær.  Aukaspyrna Roberto Carlos með Brasilíu gegn Frakklandi 1997. Langt utan teigs; boltinn virtist stefna langt framhjá en snúningurinn var svo mikill að hann smaug inn með stönginni.  Roberto Carlos með Real Madrid gegn Tenerife 1998; þrumuskot frá endalínu vinstra megin, utanfótar með vinstra fæti – virtist fyrirgjöf – en boltinn söng efst í fjærhorninu.  Marco van Basten fyrir Holland gegn Sovétríkjunum í úr- slitaleik EM 1988. Var á markteigshorninu þegar boltinn kom á lofti, tók hann viðstöðulaust og þrumaði efst í fjærhornið.  Denis Bergkamp með Hollandi gegn Argentínu á HM 1998. Löng sending inn í teig; tók boltann niður í fyrstu snert- ingu og snéri af sér varnarmann um leið, áður en hann skoraði.  Bergkamp með Arsenal gegn Newcastle haustið 2002; var í vítateignum með varnarmenn fyrir aftan sig þegar boltinn kom; á augabragði spyrnti hann boltanum framhjá varnarmanninum, skaust sjálfur hinum megin við hann og skoraði.  Brasilíumaðurinn Pele, 17 ára, í úrslitaleik HM 1958 gegn Svíum. Fékk sendingu inn í teig, bók boltann á brjóstið og plat- aði varnarmann um leið, vippaði yfir annan sem kom á móti og skoraði með föstu skoti áður en boltinn snerti völlinn. ÞAU FLOTTUSTU? Flottast? Maradona gerir seinna markið í 2:1 sigri á Englandi á HM í Mexíkó 1986, eftir ótrúlegan einleik frá eigin vallarhelmingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.