Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 32
Þ etta gekk mjög vel og allir voru hrifnir af matnum. Það segir sína sögu að ég keypti þrjú og hálft kíló af kjöti fyrir sex fullorðna og tvö börn sem borða fremur lítið og það kláraðist,“ segir Sigurrós Pálsdóttir sem bauð gestum heim til sín í Vesturbæ Reykjavíkur í hægeldaða lambaskanka. Sigurrós er matreiðslumaður á Vox en henni og eiginmanni hennar, Sverri Þór Viðarssyni innanhússarkitekt, þykir afar gaman að bjóða vin- um og vandamönnum í mat. „Ég bauð systrum mínum og vinahjónum okkar í þetta matarboð en okkur þykir einnig gaman að bjóða heim fólki sem þekkist kannski ekki mikið, fólki sem kemur kannski úr ólíkum átt- um. Foreldrar mínir voru mjög duglegir að halda matarboð þegar ég var yngri og ég ólst upp við þá hefð. Var einnig farin að bjóða heim sjálf mjög snemma, meðan ég var hreinlega í grunnskóla.“ Gestir á Framnesvegi sem gæddu sér á lambaskönkum voru systur Sig- urrósar, þær Þorgerður Pálsdóttir og Ólöf Pálsdóttir og vinahjón fjöl- skyldunnar, þær Erna Pedersen og Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. „Mér finnst þetta þægilegur matarboðsréttur því þetta er ekki mikið stúss og öllum finnst þetta alveg ofsalega gott og eitthvað sem heppnast alltaf vel. Ég get alveg viðurkennt að það tekur um tvær klukkustundir að matreiða réttinn en það er svo innilega þess virði og stundum þarf maður að setja ást og umhyggju í matinn handa þeim sem maður elskar mest. Maður slakar vel á meðan á eldamennskunni stendur. Við drukkum Rioja-rauðvín með og það passaði alveg fullkomlega, eitthvað þungt og bragðmikið. Ég veit að það er rándýrt að kaupa ferskar kryddjurtir en ég kaupi timjan í réttinn og set kryddið í lofttæmdar umbúðir með blautri eldhúsþurrku undir og yfir og inn í ísskáp og þannig helst það vel og lengi.“ Þá segir Sigurrós kartöflumúsina vera ómissandi með kjötinu og mikilli sósu og hún á alltaf sérríflösku til að setja smá skvettu út á steikta sveppi sem hún ber fram með kjötinu. MATARBOÐ MATREIÐSLUMANNSINS Hægeldað í Vesturbæ Frá vinstri: Þorgerður Pálsdóttir, Erna Peder- sen, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, húsbóndinn Sverrir Þór Viðarsson, Hekla Sverrisdóttir, Ólöf Pálsdóttir, húsmóðirin sjálf Sigurrós og við endann situr sonurinn Hrafn Sverrisson. SIGURRÓS PÁLSDÓTTIR OG SVERRIR ÞÓR VIÐARSSON BUÐU GESTUM HEIM TIL SÍN Á FRAMNESVEG. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ilminn lagði út úr dyrum og matargestir voru spenntir. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Matur og drykkir Fyrir 4-7 1,5-1,6 kg lambaskankar (má einnig vera súpukjöt) 1 ½ laukur heill haus hvítlaukur 5 meðalstórar gulrætur 120 g fennel 230 g sellerírót eða steinseljurót 200 ml hvítvín eða rauðvín 1 l vatn (má nota meira, fer eftir stærð skankanna og potts) 1 kúfuð tsk. tómatpúrra endarnir af steinseljunni (má sleppa) ca. 20 greinar af timjan 1 grein rósmarín (má sleppa) 1 teningur af kjötkrafti eða lambakrafti Skerið helminginn af grænmetinu og steikið í stórum eldföstum potti eins og til dæmis le cruiset eða þeim svarta gamla sem allar ömmur áttu fyrir lambalærið, ég býst við að allir viti hvern ég meina. Þegar grænmetið hefur fengið á sig fallegan brúnan lit er það tekið upp úr og smá fita er sett í pottinn, ég nota bæði smjör og ólífuolíu en það fer eftir smekk. Þegar hún er orðin heit er lambakjötið steikt þar til það brúnast vel. Þá er víninu hellt sam- an við og látið sjóða niður um helming, þá er vatn- inu bætt saman við ásamt öllu grænmetinu. Setjið krydd, tómatpúrru og kraft út í. Lokið pottinum og setjið í 180°C heitan ofn. Eftir klukkutíma er kjötinu snúið þannig að það sem stendur upp úr þorni ekki. Hálftíma síðar er einn biti tekinn til að athuga hvort hann er seigur. Ef svo er, er kjötið soðið lengur en ef kjötið er meyrt er það tilbúið. Þegar kjötið er tilbú- ið er brúna sósan búin til. BRÚN SÓSA Soðið af kjötinu, sigtað 70 g smjör 100 g hveiti Smá rifsberjagel Hægeldaðir lambaskankar Sigurrós átti ekki í erfiðleikum með að láta matinn ganga út og segir að lambaskankar séu nokkuð öruggur matarboðsréttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.