Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 45
skrif en þegar þau fjalla um menn sem viðkomandi þekkir ekki persónulega. Þá þykir viðkomandi ekkert að. Í slíkum samtölum koma iðulega fram upplýsingar sem gætu staðið undir frétt. En það væri beinlínis ódrengileg brigð gagnvart viðmælandanum að nota samtöl sem eru í trúnaði eða hafa trúnaðarbrag með þeim hætti. Þeir sem ekki átta sig á því ættu ekki að koma nálægt blaðamennsku. Þótt samtöl við ritstjóra blaðs fari fram í tveggja manna tali eða í trúnaðar- samtölum fleiri hafa slík samtöl ekki þar með breyst í samsæri gegn einhverjum. Fullyrðingar sem gefa slíkt til kynna eru fáfengilegar. Iðulega koma menn á fund ritstjóra (og annarra á ritstjórn) með efni sem virðist vera eftirsóknarvert fyrir blað. Það gæti „skúbbað“, sem sumum þykir eftirsóknarverðara en allt annað. En nánari skoðun sýnir stundum að inn í upplýsingagjöfina vantar, að- koma þess sem „lekur“ er jafnvel annarleg og verið er að halda að blaðinu þáttum til að koma höggi á and- stæðing hvort sem það er í pólitík, viðskiptum eða öðru. Einhver kynni að segja að blað ætti við slíkar að- stæður eingöngu að horfa á hvort fréttin myndi vekja forvitni og hefði gildi sem slík. En blað á ekki að láta nota sig. Blaðamenn eru því á verði þegar tilfinning um slíkt grípur þá. Það verður því stundum að flýta sér hægt, sem er eitt af því erfiðasta sem gerist á þess- um vígstöðvum. Það getur þýtt að aðrir „skúbbi“ í staðinn. En það hafa ófáir blaðamenn orðið fegnir að hafa ekki látið undan „skúbb“-freistingunni. Hvað hefur blað upp úr öllum þessum samtölum? En hvað fær þá forráðamaður blaðs út úr slíkum sam- tölum annað en að velta sér upp úr sínu eigin meinta mikilvægi? Og það er miklu meira en blasir við í fyrstu. Ritstjóri eða fréttahaukur verður mörgum sinnum hæfari til að sinna sínu starfi vegna þess trún- aðar sem hann nýtur og þess trúnaðar sem hann sýnir, þegar það á við. Upplýsingarnar koma flestar að not- um í starfi hans og flestar miklu fyrr en síðar. Jafnvel þótt mál sem við hann eru rædd í trúnaði séu ekki birt- ingartæk á því augnabliki er þekkingin sem byggst hefur upp á málinu þýðingarmikil og nýtist vel þegar rétt þroskastig þess hefur náðst. Hin miklu tengsl for- ráðamanna ritstjórnar, einnig trúnaðartengsl við ólíkt fólk í þjóðfélaginu, eru einnig ómetanleg þegar kanna þarf með hraði hvort mál sem er til meðferðar á fjöl- miðli sé eins og það sýnist. Aðili „úti í bæ“ sem vanist hefur því að geta treyst orðum viðmælanda síns á blaðinu veitir þá gjarnan ómetanlegar upplýsingar, leiðréttingar eða athugasemdir. En ritstjórar og fréttamenn sem gerendur? En á þetta einnig við þegar að ritstjórar eru sjálfir „á kafi“ í atburðarás og ákvörðunum eins og kemur fram í bók Styrmis að hafi verið reyndin um suma þætti í málum sem snertu Sjálfstæðisflokkinn og ekki síst áhrifamann og síðar formann hans, Geir Hallgríms- son? Eins og fyrr segir kemur hið þétta samstarf rit- stjóranna við Geir Hallgrímsson engum á óvart. Fjöl- skylda hans var jú í hópi stærstu eigenda Morgunblaðsins og Geir sjálfur stjórnarformaður. Matthías vitnar í birtum dagbókarbrotum sínum í við- kvæm samtöl hans og þeirra félaga við Geir. Hið nána samstarf ritstjóranna og Geirs var alkunnugt. Bréfrit- ari sagði sjálfur í ræðu sumarið 1978, sem síðar birtist lítt breytt í bók: „Öllum er kunnugt um það, að mikil og góð tengsl eru á milli Morgunblaðsins og formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs Hallgrímssonar. Þeim tengslum mætti e.t.v. lýsa þannig, að hnerri Morgun- blaðið, bendi það til, að formaðurinn hafi kvefast.“ Það er því meiriháttar aulaháttur að líta helst svo á að hin nýja bók Styrmis Gunnarssonar „afhjúpi“ eitt- hvað í þeim efnum. En einmitt vegna þessarar vel þekktu staðreyndar er fagnaðarefni að Styrmir Gunn- arsson skuli skrifa þessa bók. Um fjölmörg efni hefur hann einstaka stöðu til að bæta efnislega við söguna sem hann vélar um. Og hann gerir það á sínum for- sendum og hann felur þær forsendur hvergi. Honum þykir augljóslega að hallað hafi verið á Geir Hall- grímsson í umræðunni fram til þessa. Og það er sjálf- sagt rétt. Að einhverju leyti getur Geir sjálfur hafa átt nokkra sök á því. Þrátt fyrir greiðan aðgang að Morg- unblaðinu á sinni tíð var hann ætíð viðkvæmur fyrir því sambandi, þótt hann mæti ritstjórana og fram- kvæmdastjórana mikils og liti á þá þrjá sem góða sam- starfsmenn, en einkum þó nána vini. Geir var einkar umtalsfrómur maður um andstæðinga sína, jafnvel í fámennum hópi traustra vina. Spuni nútímastjórnmála var sem eitur í hans beinum. Leikfléttur, fléttanna einna vegna, þótti honum vera ógeðfelldar og langt fyrir neðan sína virðingu að taka þátt í. Maður sem lýt- ur slíkum leikreglum, af því að hann hefur skömm á öðru, á auðvitað mikið hrós skilið sem stjórnmálamað- ur. En í baráttu við þá á þeim vettvangi sem einskis virða slík sjónarmið og komast upp með það getur slík- ur maður staðið höllum fæti. Réttur tími Nú eru þeir dagar löngu liðnir þegar Geir stóð í sínum pólitíska slag, sem hann gekk særður frá að lokum, þrátt fyrir glæsilegan feril lengi vel. Því ættu menn að geta fagnað bók af því tagi sem Styrmir Gunnarsson hefur skrifað og gefið út. Forsendur bókarinnar eru skýrar. Styrmir felur síður en svo hvar hann stóð í því stríði öllu. Bókin er verðmætari fyrir vikið. Og svo bréfritari geri nú það sem hann segist varast ætlar hann að vitna í nýlegt tveggja manna tal þeirra Styrm- is. Hann sagðist hafa ákveðið að lesa ekki nýútkomna ævisögu Gunnars Thoroddsens fyrr en eftir að hann hefði skrifað bókina sína í fyrstu gerð, svo sú bók færi ekki að stýra sínum skrifum í tiltekinn farveg. Það eins og annað sýnir hvernig Styrmir vildi nálgast sitt ágæta verk. Síðar mun gefast tækifæri til að fjalla hér eða annars staðar um ýmis áhugaverð atriði bókarinnar, sem öllum þeim sem meta meir innihald en umbúðir mun þykja fengur að. Morgunblaðið/RAX 18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.