Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 54
Morgunblaðið/Einar Falur Á dögunum söng Benediktpáfi XVI. tíðir í Sixtínskukapellunni í Vatíkaninu, til að minnast þess að þá voru 500 ár liðin síðan forveri hans, Júlíus II., gerði slíkt hið sama til að vígja stórfenglegar freskurnar sem þekja loft salarins. Þær eru eitt af meistaraverkum ítalska endurreisn- arlistamannsins Michelangelos, og að margra mati meðal glæstustu listaverka mannsandans. Því er eig- inlega við hæfi að þetta flennistóra málverk hverfist um það hvar Guð gefur fyrsta manninum lífsanda – fingur þeirra snertast. Páfinn söng tíðir að morgni en skömmu eftir það opnuðust dyr salarins, eins og aðra daga, og gestir flykktust inn, þúsundum saman. Sixtínska kap- ellan er eitthvert fjölsóttasta „her- bergi“ á jarðríki – 10 til 30.000 gestir fara í gegn daglega að líta dýrðina í lofti og á veggjum. Fjöld- inn er orðinn slíkur að hann ógnar listinni: vegna alls þessa andar- dráttar, ryks og svita segja sér- fræðingar að verkin liggi undir skemmdum. Fyrir utan að mann- þröngin gerir erfitt fyrir að njóta verkanna sem skyldi. Því íhugar Vatíkanið að setja gestum skorður. Skær snilld eftir hreinsun Michelangelo Buonarroti hóf vinnu uppi undir loft þessarar kapellu páfa árið 1508 og var verkið vígt 1. nóvember 1512. Listamaðurinn var ekki spenntur fyrir verkefninu til að byrja með, enda áleit hann tví- víð málverk óæðri höggmyndum. Páfinn taldi listamanninum hug- hvarf og hvatti hann til að upphefja málverkið með snilli sinni. En þessi fjögur ár sem Michelangelo bograði á stillönsum efst í salnum tóku sinn toll og síðar var haft eftir lista- manninum að eftir þessi ár og vinnuna við að mála yfir 400 per- sónur í yfirstærð, hafi álagið gengið það nærri honum, „að ég var að- eins 37 ára en vinir mínir þekktu ekki þennan gamla mann sem ég var orðinn“. Loftmyndin sýnir níu senur úr sköpunarsögu Gamla testamentis- ins. 24 árum síðar kom Michel- angelo aftur inn í kapelluna með áhöld sín og liti og hófst handa við aðra og ekki síður mikilfenglega fresku. Það er Dómsdagur, sem hann var fimm ár að mála á allan vegginn yfir meginaltarinu. Þá eru á hliðarveggjum kapell- unnar raðir af eldri freskum, sem málaðar voru á níunda áratug fimmtándu aldar af öðrum endur- reisnarmeisturum, þar á meðal Perugino, Botticelli og Ghirlandaio. Og það er ekki eins og eina mynd- listin sem eitthvað kveði að í Vatík- aninu sé í kapellunni. Á sama tíma og Michelangelo bograði uppi undir lofti var Rafael kallaður til að skreyta íbúð páfans þar við hliðina, og salirnir fjórir sem kenndir eru við þann mikla málara eru einnig stórfengleg listaverk. Árið 1994 lauk ítarlegri hreinsun á 2.500 fermetra stóru verki Miche- langelos í lofti kapellunnar, sem tekið hafði fjórtán ár. Myndheimur- inn varð allur miklum mun bjartari og aðrir litir og skærari blöstu við en lifandi menn höfðu áður séð; þótti sumum nóg að gert og að verki meistarans hefði verið breytt. En flestir telja að þegar veruleiki dagsins í dag sé borinn saman við eldri ljósmyndir, sjáist að verkið sé glæsilegra nú en að minnsta kosti áratugum saman – sót ótölulegra kertaloga hafði hlaðist á það öld eftir öld. „Drukkinn skríll“ í salnum En nú þegar þessi snilldarverk hafa verið aðgengileg öllum listunn- endum í nær tvo áratugi, og nánast hverjum ferðalangi sem leggur leið sína í Vatíkanið finnst hann þurfa að skoða herlegheitin, þá er átroðn- ingurinn farinn að ógna snilldinni, ef það á að varðveita hana jafn vel fyrir komandi kynslóðir. Reyndar munu stjórnendur Vatíkansins vera óvissir um hvað eigi að gera; listin er kirkjunni gríðarlega öflug tekju- lind. Safnstjórinn segir að verið sé að hanna nýtt lofthreinsikerfi sem sett verði upp á næsta ári; ef það dugir ekki verði tekið að takmarka fjölda gesta. Þá hafa stjórnendur hikað við að takmarka tíma gesta í kap- ellunni, segja að þetta sé helgur reitur og þar eigi gestir að geta beðist fyrir – þó veit hver maður sem þar kemur að erfitt er að íhuga í þessum þrengslum. Þá eru verðir sífellt að reka fólk áfram og kalla til þeirra sem stelast til að taka ljósmyndir. Einn unnenda listaverkanna seg- ir í blaðagrein í tilefni 500 ára af- mælis freskanna að ástandið í kap- ellunni sé „ólýsanlegur hryllingur, hún sé full af ferðamönnum sem troðist áfram eins og „drukkinn skríll“ og „íhugun sé með öllu ómöguleg í ringulreiðinni“. Ekki verður á allt kosið og víst er að þetta eru ekki ákjósanlegar aðstæður – en engu að síður tekst okkur gestunum enn að líta dýrð- ina, yfir öxl næsta manns. Benedikt páfi XVI. syngur tíðir í Sixtínsku kapellunni, 500 árum eftir að Júlíus II. gerði hið sama og vígði verkin í loftinu. Að baki páfa þekur Dómsdagur Michelangelos endavegginn yfir altarinu, verk annarra meistara eru á hliðarveggjum. AFP VINSÆLDIR ÓGNA LISTAVERKUM MICHELANGELOS Mengandi aðdáendur LISTAVERK MICHELANGELOS Í SIXTÍNSKU KAPELLUNNI VAR VÍGT FYRIR 500 ÁRUM. TUGIR ÞÚSUNDA GESTA SKOÐA VERKIN DAGLEGA OG ER FJÖLDINN SAGÐUR SKAÐA ÞAU. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Rétt áður en komið er að Sixtínsku kapellunni, fara gestir um undursamlega skreytt herbergi sem Rafael og lærisveinar hans máluðu eftir árið 1508. Kjarni loftfresku Michelangelos í Sixtínsku kapellunni; Guð snertir Adam. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.