Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 16
*Dubai er heill heimur út af fyrir sig þar sem allsnægtir kallast átakanlega á við örbirgð »18Ferðalög og flakk Kæra fjölskylda og vinir Nú eru að verða 2 ár síðan ég kom heim og ansi langt síðan heyrst hefur í manni. Lífið leikur við okkur dæturnar hér í Árósum og ævin- týrin eru á hverju horni. Vorið er komið, prófin byrjuð, skólastarf hafið á ný eftir fjögurra vikna verkfall og styttist í sumarfrí. Dæturnar koma til Íslands í sumar en ég verð hér í Árósum að vinna að mál- verkasýningu sem verður sett upp í Kaupmannahöfn í haust. Við ætl- um að njóta danska sumarsins með hjóla-, strand- og skógarferðum ásamt samveru við fjölskyldu okkar í Kaupmannahöfn. Við óskum ykkur góðviðris í sumar og vonumst auðvitað til að sjá sem flesta í haust þegar ævintýraheimur á striga lítur dagsins ljós. Anja Stella, Aþena, Ísabella og Sylvía Stella Anja Stella, myndlistarmaður og verðandi listfræðingur. Aþena, Ísabella og Sylvía Stella á Árósaströnd. Undirbý haustið Aþena, Ísabella og Sylvía Stella á Louisianasafninu. PÓSTKORT F RÁ ÁRÓSUM Þ etta var ógleymanleg ferð í alla staði,“ segir Árni Ingi Pjetursson, stuðningsmaður Manchester United, en hann var einn af þeim sem náðu að kveðja kónginn á Old Trafford, Sir Alex Ferguson. Miðann á leikinn keypti konan hans, Edda Blumenstein, í jólagjöf. Þá var ekki vitað að þetta yrði leikurinn þar sem Sir Alex Ferguson myndi kveðja sína stuðningsmenn og hvað þá að bikarinn færi á loft. „Félagar mínir, Laufar og Edilon keyptu sig svo inn í ferðina sem Ferðaskrifstofan Vita bauð upp á. Við fórum þrír en í hópi með Íslendingum og þetta var al- gjörlega ógleymanlegt ferðalag. Við mættum snemma á leikdegi og fórum á Bishops sem er stuðningsmannabarinn. Þar var sungið Sir Fergie enda- laust. Leikurinn skipti í raun engu máli. Það voru allir að fara kveðja Sir Alex.“ Myndaðist ótrúleg stemning þarna Ferguson tilkynnti á fimmtudegi að hann myndi yfirgefa stjórastólinn sem hann hefur setið í í 26 ár. Hópurinn flaug til Manchester á föstudags- morgni. „Ég hef þrisvar áður farið á Old Trafford, heimavöll Manchester United, þannig ég fór ekki að skoða völlinn. Við vorum búnir að vona að lið- ið væri búið að tryggja sér titilinn þannig að þeir fengju bikarinn afhentan á þessum leik en það var bara svo miklu minna mál en að kveðja Fergie. Að vinna titilinn er hvort sem er það sem maður gerir vanalega,“ segir Árni og hlær. Ferguson hélt ræðu eftir leikinn þar sem hann fór yfir málin með stuðn- ingsmönnum. „Það voru ófáir með tár á hvarmi. Þetta var magnað. Íslend- ingar og aðrir, fullorðnir karlmenn, grétu í kór.“ Stemningin á Old Trafford hefur oft verið gagnrýnd. Yfirleitt er talað um rækjusamlokustuðningsmenn enda flest allir ferðamenn á þessum velli. Fyrrverandi fyrirliði Manchester United, Roy Keane lét þessi frægu orð falla. En á þessum leik voru allir glaðir og allir sungu hástöfum. „Það myndaðist ótrúleg stemning þarna. Það er ekki oft góð stemning þarna en á þessum leik var hún rosaleg.“ ÁRNI INGI PJETURSSON Á OLD TRAFFORD Jólagjöf sem verður ekki toppuð FJÖLDI ÍSLENDINGA VAR Í HÓPI ÞEIRRA 76 ÞÚSUND SEM URÐU VITNI AÐ KVEÐJUSTUND SIR ALEX FERGUSON. MEÐAL ÞEIRRA VAR YNGRA RAUÐA LJÓNIÐ ÁRNI INGI PJETURSSON. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Skelltu sér á Bishops Upphitunin fór fram á stuðningsmannabar Man- chester United, Bishops. Þar var söngvatnið drukkið og kverkarnar vættar fyrir komandi átök. Góð sæti Félagarnir sátu á besta stað. Stutt frá vellinum og fengu leikinn beint í æð. All- ir 76 þúsund áhorfendurnir veifuðu fána sem er í forgrunni. Flottir félagar Árni Ingi, Laufar og Edilon. Allir gall- harðir stuðningsmenn Manchester United.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.