Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Átta útskriftanemar úr námi í fræðum og framkvæmd við leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands, hafa sett upp sýningar á lokaverkefnum sýnum í húsnæði skólans og eru þær opnar nú í vikunni. Lokaverkefnin endurspegla áherslu námsins á frumsköpun í sviðslistum og eru mjög fjölbreytt, allt frá innsetningu til leikstjórnarverkefna. Við vinnu að lokaverkefnum er lögð áhersla á að nemendur móti einstaklingsbundna sýn á form sviðslista og stígi fram sem sviðshöf- undar. Hvert lokaverk er sýnt þrisvar sinn- um, meðal annars í sölum á Sölvhólsgötu 13, Þjóðleikhúskjallaranum, Skipholti 1b, og í Tjarnarbíói. Lesa má um tímasetningar og sýningarstaði á lhi.is. FRÆÐI OG FRAMKVÆMD SVIÐSLISTAVERK Útskriftarhópurinn í fræðum og framkvæmd; þau sýna verk sín víða næstu daga. Vigdís Finnbogadóttir kynnir Margrétar sögu en Margrét var verndardýrlingur þungaðra kvenna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vigdís Finnbogadóttir afhendir endurgerð handritsins Margrétar sögu og opnar sýningu því tengda á Skriðuklaustri í dag, laugardag, klukkan 14. Sýningin er liður í verkefni Árna- stofnunar, „Handritin alla leið heim“, þar sem þekktir einstaklingar taka að sér að fóstra handrit og halda með það heim í hér- aðið þar sem frumgerðin var afhent Árna Magnússyni handritasafnara. Margrétar bók er skinnbók frá um 1500. Við opnunina syngja Liljurnar, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, flyt- ur ávarp og Guðvarður Már Gunnlaugsson kynnir Margrétar sögu. SÝNING Á MARGRÉTAR SÖGU FÓSTRAN VIGDÍS Glódís Margrét Guð- mundsdóttir píanóleikari heldur tónleika í Selinu á Stokkalæk á annan í hvíta- sunnu og hefjast þeir klukkan 16. Hún leikur verk sem hún flytur í pí- anókeppni Norður- landanna í Danmörku nú í júní og á tónlistarhátíðinni Casalmaggiore Music Festival á Ítalíu. Glódís er 22 ára gömul, fædd í Reykjavík en uppalin í Þykkvabænum. Hún stundaði nám við Tónlistarskóla Rangæinga og lauk prófi 2010. Útskriftartónleikar hennar voru haldnir í Selinu. Síðan hefur Glódís lagt stund á píanóleik hjá Peter Maté í Listaháskóla Ís- lands. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Chopin, Beethoven, Nielsen og Rach- maninoff. Tónleikarnir eru til styrktar vænt- anlegri tónleikaferð píanóleikarans. TÓNLEIKAR Á HEIMASLÓÐ GLÓDÍS Í SELINU Glódís Margrét Guðmundsdóttir Þetta er metnaðarfullt verkefni og langþráður draumur að fáað takast á við svona mikinn fjölda sönglaga tónskáldsins,“segir Ágúst Ólafsson barítón sem ásamt söngkonunni Hönnu Dóru Sturludóttur og píanóleikaranum Gerrit Schuil mun flytja tæplega 90 ástarsöngva Roberts Schumanns á þrennum tónleikum í Fríkirkjunni sem fram fara sunnudagana 19. maí, 26. maí og 2. júní kl. 11. Tónleikarnir eru á dagskrá Listahátíðar. Að sögn Ágústs er alltaf kærkomið að flytja mörg verk eftir sama tón- skáldið. „Þá fær maður gott tækifæri til að sökkva sér ofan í ævi tónskáldsins og kynna sér tónmálið í þaula,“ segir Ágúst og bendir í því samhengi á að flestöll sönglögin sem flutt verða á fyrstu og síðustu tónleikunum séu samin árið 1840 sem er árið sem Schu- mann fékk loksins að giftast Clöru eftir mikla þrautagöngu, því faðir hennar lagðist gegn ráðahagnum og kom til málaferla vegna þessa. „Á þessum tíma hafði Schumann starfað sem tónskáld í um tíu ár, en aldrei fengist við að semja sönglög. Á þessum tímamótum springur hann hins vegar út sem sönglagahöfundur,“ segir Ágúst og tekur fram að það sé ekkert launungarmál að Clara hafi veitt Robert Schumann innblástur að öllum ástarljóðum hans. „Það þýðir samt ekki að öll lögin séu rómantísk og rjómasæt, því hann kafar ofan í allar þær tilfinningar sem fylgja ástinni, líka afbrýðisemina og örvæntinguna,“ segir Ágúst og tekur fram að það sé alltaf áskorun að takast á við hinar miklu andstæður sem í lögunum birt- ast og sveifla sér áreynslulaust milli ólíkra tilfinninga og stílbrigða. „Ég hef spilað mörg þessara verka áður, en ekki öll. Þetta er því einstakt tækifæri að fá að spila svona mörg lög eftir sama tónskáld á svona stuttum tíma og auðvitað einstakt tækifæri fyrir áheyr- endur að kynnast þessari tónlist,“ segir Gerrit Schuil og bendir á að ástarlögin spanni allan tónlistarferil Shumanns. „Það er mjög spennandi að sjá hvernig hann þróast og þroskast sem tónskáld. Einnig er áhugavert að sjá hvaða skáld hann velur ljóð eftir til að semja sönglögin sín við, því Schumann hafði mjög góða tilfinningu fyrir hinu ritaða orði,“ segir Gerrit en á meðal skáldanna eru Hein- rich Heine og Joseph Karl Benedikt Freiherr von Eichendorff. SYNGJA UM ALLT LITRÓF ÁSTARINNAR „Langþráður draumur“ Ágúst Ólafsson, Hanna Dóra Sturludóttir og Gerrit Schuil. Ljósmynd/Gunnar Svanberg ÁSTARSÖNGVAR ROBERTS SCHUMANNS MUNU ÓMA Í FRÍKIRKJUNNI ÞRJÁ SUNNUDAGSMORGNA Í RÖÐ Menning M ér finnst afskaplega ánægjulegt að fá svona verkefni, að vera beðin um að skrifa,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir rithöf- undur um þátttöku sína í verkefninu „Rýmin & skáldin“ á Listahátíð í Reykjavík. Í þessu samstarfsverkefni Listahátíðar, Útvarpsleik- hússins og Borgarbókasafnsins var sex leik- skáldum boðið að skrifa ný leikverk sem verða flutt í tvígang hvert í útibúum bóka- safnsins meðan á Listahátíð stendur. Verkin verða síðan þróuð áfram og hljóðrituð á veg- um Útvarpsleikhússins, og útvarpað næsta vetur. Fyrsta verkið verður flutt í Aðalsafn- inu við Tryggvagötu á þriðjudagskvöldið, Lán til góðverka eftir Auði Övu. Hin verkin eru Rökrásin eftir Ingibjörgu Magnadóttir, í leikstjórn Hörpu Arnardóttur; Páfuglar heimskautanna eftir Ragnheiði Hörpu Leifs- dóttur, í leikstjórn Mörtu Nordal; Gestabók- in eftir Braga Ólafsson, í leikstjórn Stefáns Jónssonar; Slysagildran eftir Steinunni Sig- urðardóttur, Hlín Agnarsdóttir leikstýrir; Blinda konan og þjónninn eftir Sigurð Páls- son, leikstjóri Kristín Jóhannesdóttir. Bókasöfnin menningarhlið Viðar Eggertsson Útvarpsleikhússtjóri segir rætur þessa áhugaverða samstarfsverkefnis liggja í því þegar fyrrverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar, Hrefna Haralds- dóttir, óskaði eftir samstarfi við leikhúsið. Það leiddi til flutnings fjögurra nýrra út- varpsleikrita sem voru leiklesin á Listahátíð í fyrra og unnin áfram fyrir útvarp. „Þetta þótti takast mjög vel og Hanna Styrmisdóttir, nýr listrænn stjórnandi hátíð- arinnar, vildi halda áfram með verkefnið, í samvinnu við Borgarbókasafnið,“ segir Viðar. Borgarbókasöfnin í Reykjavík eru sex tals- ins og var ákveðið að bjóða sex leikskáldum að semja jafn mörg verk, eitt fyrir hvert safn. „Bókasöfnin eru í sex hverfum og eru einskonar menningarmiðstöðvar; menning- arhlið inn í hverfin,“ segir hann. „Þetta eru verk í vinnslu og þegar skáldin hafa opnað gestum sýn inn í smiðjur sínar á Listahátíð, þá gefst þeim og leikstjórunum tækifæri til að þróa verkin áfram og fara með þau inn í leiklistarhljóðver Ríkisútvarps- ins. Verkin verða síðan frumflutt í Útvarps- leikhúsinu næsta vetur.“ Viðar segir að leitað hafi verið til karla og kvenna af mismunandi kynslóðum og með ólíka reynslu. „Þau Steinunn Sigurðardóttir og Sigurður Pálsson hafa mestu reynsluna sem skáld en þau hafa bæði skrifað leikrit fyrir útvarp. Síðan má segja að af millikyn- slóðinni séu Auður Ava Ólafsdóttir, sem er að skrifa sitt fyrsta útvarpsleikrit en hefur skrifað leikrit fyrir svið, og Bragi Ólafsson sem er reyndastur í skrifum fyrir útvarp af þeim öllum. Hann hefir líka skrifað fyrir svið. Loks eru tvær ungar konur, Ingibjörg Magnadóttir og Ragnheiður Harpa Leifs- dóttir sem hafa báðar á síðustu árum aflað sér víðtækrar reynslu af leikhúsi og skrifum. Þær hafa báðar sýnt áhuga á því að vinna fyrir útvarp,“ segir Viðar. Allir voru til Leikskáldunum eru settar þær skorður að verkin eiga að vera um 50 mínútur á lengd, með tveimur til fimm leikurum. „Það var af- ar ánægjulegt hvað leikskáldin tóku því öll vel þegar ég hafði samband og pantaði verk hjá þeim. Þau voru öll til,“ segir Viðar. Steinunn Sigurðardóttir segir verk sitt, Slysagildruna, hafa verið í uppsiglingu þegar hún fékk þessa skemmtilegu pöntun og „það lá beint við að segja já. Þegar ég fékk svo þær viðbótar-súperfréttir að Steinunn Ólína væri til í að taka að sér hlutverk, þá ætlaði ég að venda kvæði mínu og semja einleik fyrir hana. En niðurstaðan núna varð Slysa- gildran. Ég held að hlutverkið hennar Stein- unnar kalli á sérstaka hæfileika, svo hún er algjör happafengur fyrir verkið.“ Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur einnig í verkinu. Auður Ava segist hafa skrifað sitt verk, Lán til góðverka, afar hratt. Í því eru þrjár persónur, leiknar af Ilmi Kristjánsdóttur, Sveini Ólafi og Víkingi Kristjánssyni. Kveikjan var einskonar útúrsnúningur á lán- um sem banki bauð hér eftir hrun undir yf- irskriftinni „lán til góðra verka“, líklega til að bæta ímyndina eftir að íslenskt samfélag fór út af sporinu í græðgi og sjálfsupphafn- ingu. Gjörólíkir heimar Þetta er í fyrsta skipti sem Auður skrifar fyrir útvarp og hún segist hafa nálgast það „eins og Þorvaldur Þorsteinsson orðaði það: gerði fyrst hlutinn og spurði síðan hvort ég mætti það. Okkur leikskáldunum var boðið upp í útvarpshús að hlusta á upptökur af evrópskum útvarpsleikritum héðan og þaðan og kynnast möguleikum miðilsins. Vanda- málið með mig var bara að ég skrifaði verk- ið svo hratt að ég var þá búin með það,“ segir Auður brosandi og bætir við að sig langi til að skrifa fleiri útvarpsleikrit. Þá mun hún eiga verk á fjölum Þjóðleikhússins á næsta leikári. „Leikritaformið hentar mér ágætlega. Þetta er erfitt en allt annað en að skrifa skáldsögur; mér finnst ákveðin hvíld í því að skrifa leikrit.“ Steinnun Sigurðardóttir hefur hins vegar SEX NÝ LEIKVERK VERÐA FLUTT Í ÚTIBÚUM BORGARBÓKASAFNSINS Á LISTAHÁTÍÐ „Að sumu leyti er leikritið viðsjárverðasta formið“ SEX ÓLÍKUM SKÁLDUM VAR BOÐIÐ AÐ SKRIFA LEIKVERK SEM VERÐA FLUTT Í BÓKASÖFNUM Á LISTAHÁTÍÐ OG SÍÐAN UNNIN ÁFRAM FYRIR ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ. SKÁLDIN SEGJA ÞETTA HAFA VERIÐ ÁNÆGJULEGT VERKEFNI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.