Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 F rægðin er merkilegt fyrirbæri og ekki er hún einsleit. Grínistar halda því fram að margur elti ákafur frægðina í veikri von um að hún falli honum í skaut, en öruggasta merki þess sé að sá hinn sami fari að ganga með sólgler- augu þótt rökkvað sé og kvarti sáran yfir „öllu þessu umtali“. Frægðin hefur mörg andlit Sumir fremja ódæði til að geta í framhaldinu setið frægir í fangaklefanum sínum það sem eftir er. Það er þó ekki sú tegund frægðar sem flestir sækja í. Til er fólk sem virðist helst frægt fyrir að vera frægt, þótt enginn muni hvers vegna og er með nokkrum ólíkindum hve vel slík frægð getur enst. Sumir halda við frægð sinni af fjárhagsástæðum, því veruleg eftirspurn er eftir frægð og hafa má ótrú- legar fjárhæðir upp úr henni. Þeir ágætu alþýðufor- ingjar Tony Blair og Bill Clinton voru framan af ekki mikið betur fjáðir en sumir þeirra sem þeir sögðust helst bera fyrir brjósti. En nú eru þeir báðir orðnir prýðilega auðugir menn fyrir frægð sína og feril og eilífðarumhyggju fyrir þeim sem voru fátækir þegar þeir tveir byrjuðu á sínu pólitíska sprikli og eru það langflestir enn. Boltamaðurinn Beckham hefur fengið vel borgað og að verðleikum fyrir leikni sína, en einnig fyrir bossa sinn og brjóstkassa, sem eru frægari en aðrir slíkir og hann leigir út undir auglýsingar og er fer- sentimetraverðið ekki lágt. Suma keyrir frægðin þó um koll, ekki síst þá sem verða jafnuppteknir af sjálfum sér og þeir vildu að aðrir yrðu og rísa ekki undir tvöfölduðu fárinu, frá sjálfum sér og hinum. Svo eru þeir til sem láta sér aldrei nægja að lifa á fornri frægð sem þeir ættu þó létt með og hamast af ekki minni krafti núna en þeir gerðu fyrir hálfri öld. Rolling Stones þeirra Jaggers og félaga e r eitt undradæmið af þessari tegund. Þeir eru fyrir löngu orðnir lögvarin gamalmenni, hafa reykt, drukkið og dópað og gert hitt sem ekki er nefnt lengur en elstu menn í hópi þeirra, sem forðast hafa sukk, fá munað. Enn hlaupa þeir og hoppa um sviðið fyrir framan hundrað þúsund áhorfendur í hvert sinn. Fullyrt er að nokkrir úr hópi áhorfenda látist úr elli á hverjum einustu tónleikum og heil- brigðisyfirvöld segja það vera innan allra viðmið- unarmarka. Okkar frægð ekki verri en hin Íslensk frægð er öll smærri í sniðum en heims- frægðin og í réttu hlutfalli við bæði íbúafjölda og þann skínandi skika sem okkur var skenktur. Íslensk frægð heldur sig langoftast heima hjá sér og fer ekki illa á því. Það er helst að Björk sé undantekningin frá þeirri reglu. Það þýðir ekki að margur Íslendingur hafi ekki orðið prýðilega þekktur í öðrum löndum og fjölmennari fyrir sitt merka framtak. Sá hópur utan lands sem fylgist með þeim einstöku atriðum sér- staklega þekkir til persónunnar sem í hlut á og kann gott að meta. Það góða orð og frægðarbútur getur vissulega greitt fyrir viðkomandi í fjárhagslegum efn- um sem öðrum. En þar er þó um annars konar frægð að ræða en hina kynngimögnuðu sem að ofan var lýst. En frægðina má stundum nýta góðum málstað til framdráttar og jafnvel þannig að áfall sem frægðar- persóna verður fyrir auðveldi okkur hinum að fást við sambærilega hluti. Fréttir af kóngafólki hafa löngum þótt brúklegar til slíks, en einkum þó til að lækna ást- arsorgir alþýðumanna. „Mikið er á kóngafólkið lagt,“ sögðu gömlu konurnar, líka þær sem lásu hálfs mán- aðar gamalt Hjemmet á læknastofu á Íslandi. Og þær fundu að þessi læknisskoðun var lítið mál hjá öllu því. Hvort þar sé um rökrétt áhrif að ræða skiptir ekki öllu. „Það má vera að þetta sé tóm vitleysa, en stað- reynd er að þetta virkar,“ sagði karlinn og margt vit- lausara hefur verið haft eftir honum. Leikkona segir frá Amerísk leikkona, sem sögð hefur verið hin kyn- þokkafyllsta í heimi af þeim sem gefa út slíkt mat og fræg eins og þeir frægustu einir verða, sagði frá því á dögunum að hún hefði ákveðið að fara í fyrirbyggj- andi læknisaðgerð og láta fjarlægja bæði brjóst sín. Nær leikkonan eyrum sem lokuð voru læknavísindamanni? *Vera má að sú umræða sem núhefur farið af stað verði til þessað allur fjöldinn leiti slíkra upplýs- inga, sem Kári bendir á að geti verið innan seilingar og það leiði til að fleiri bjargist eða öðlist lengra líf eða bærilegra fyrir vikið. Reykjavíkurbréf 17.05.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.