Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 37
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 C hris Hadfield er kanadískur geimfari sem hefur farið með stjórn alþjóðlegu geimstöðv- arinnar undanfarna mánuði. Í samvinnu við geimferðastofnun Kanada hefur hann verið duglegur við að svara spurningum kanadískra skóla- barna í stuttum Youtube-myndböndum og Twitter- færslum þar sem hann útskýrir áhrif þyngdarleysis á daglegt líf og hversdagslega hluti. Myndböndin hafa verið vinsæl hjá öllum aldurshópum og hafa gert Had- field að Youtube-stjörnu, enda er hann gæddur bæði persónutöfrum og hæfileikanum til að miðla þekkingu á áhugaverðan hátt. Þær spurningar sem Hadfield hefur svarað fjalla meðal annars um það hvað gerist þegar maður bleytir þvottapoka í þyngdarleysi? Svarið við því er mun áhugaverðara en maður hefði haldið. Þá hefur hann fjallað um það hvernig er að borða, sofa, og sinna hreinlæti og salernisferðum í geimnum? Hvað gerist ef maður þarf að æla um borð í geimstöðinni, og hvort hægt sé að gráta þegar það er ekkert þyngdarafl. Gerði yfir 70 myndbönd Alls eru rúmlega 70 myndbönd á Youtube-rás Kanadísku geimferðarstofnunarinnar af Hadfield við ýmis störf í geimstöðinni, eða að svara spurningum áhorfenda. Þessi myndbönd vekja óskipta athygli yngri kynslóðanna, enda fátt hægt að hugsa sér sem er forvitnilegra en líf í þyngdarleysi. Í síðasta Youtube-myndbandi sínu frá geimnum tók Hadfield sig svo til og tók upp myndband við eigin flutning á lagi David Bowie, Space Oddity, en það fjallar einmitt um geimferðalög mæjorsins Tom. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Hadfield tók þátt í tónlistarsköpun í geimnum, því fyrir skömmu kom hann fram á góðgerðartónleikum sem sjónvarpað var um allt Kanada. Mun það hafa verið í fyrsta skipti sem tónleikar fara fram í geimnum. sveinnbirkir@gmail.com MYNDBANDAGERÐ Í GEIMSTÖÐ Hadfield snýr heim Í SÍÐASTLIÐINNI VIKU SNERI KANADAMAÐURINN CHRIS HADFIELD TIL JARÐAR EFIR FIMM MÁNUÐI Í ALÞJÓÐLEGU GEIMSTÖÐINNI. HADFIELD HEFUR VAKIÐ ATHYGLI FYRIR ÁHUGA- VERÐ YOUTUBE-MYNDBÖND OG SKEMMTILEGAR TWITTER-FÆRSLUR FRÁ DVÖLINNI. Kanadíski geimfarinn Chris Hadfield hefur vakið heimsathygli fyrir myndbönd sín úr geimnum af hversdagslegum athöfnum. AFP Á heimasíðu Hafstofu Íslands, hag- stofa.is, er að finna skemmtilega leitarvél þar sem fletta má upp hve margir heita hverju nafni hérlendis. Hægt er að leita út frá einu nafni jafnt sem tvínefni. Leitarvélin ber nafnið Hve marg- ir heita? og er hún aðgengileg niðri í hægra horni forsíðunnar á vefnum hagstofa.is. NAFNASKRÁ HAGSTOFU Er nafnið þitt einstakt? Fyrir Facebook-notendur sem halda úti aukasíðum, svo sem undir hljómsveit, fyrirtæki eða hvaðeina, getur smáforritið Pages Manager reynst ansi notadrjúgt. Smáforritið, sem fáanlegt er fyrir helstu snjall- síma, gerir notendum kleift að sinna umræddum Facebook-síðum án þess að festast í að skoða mynd- ir eða stöðuuppfærslur frá vinum. PAGES MANAGER Sinntu síðum úr símanum Tungumálasmáforritið Duolingo er spennandi leið til að efla tungu- málakunnáttu sína sér til dægra- styttingar. Smáforritið býður upp á kennslu í ensku, frönsku, ítölsku, portúgölsku, spænsku og þýsku á gagnvirkan hátt, þ.e. notendur fá stig fyrir góða ástundun, auk þess sem hægt er að fylgjast með gengi vina sinna sem einnig nota forritið. Rifjaðu upp þriðja málið DUOLINGO Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 iPad mini Haltu á hinum stafræna heimi í einu undratæki sem smellpassar í lófann. Verð frá: 59.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.