Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Side 37
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 C hris Hadfield er kanadískur geimfari sem hefur farið með stjórn alþjóðlegu geimstöðv- arinnar undanfarna mánuði. Í samvinnu við geimferðastofnun Kanada hefur hann verið duglegur við að svara spurningum kanadískra skóla- barna í stuttum Youtube-myndböndum og Twitter- færslum þar sem hann útskýrir áhrif þyngdarleysis á daglegt líf og hversdagslega hluti. Myndböndin hafa verið vinsæl hjá öllum aldurshópum og hafa gert Had- field að Youtube-stjörnu, enda er hann gæddur bæði persónutöfrum og hæfileikanum til að miðla þekkingu á áhugaverðan hátt. Þær spurningar sem Hadfield hefur svarað fjalla meðal annars um það hvað gerist þegar maður bleytir þvottapoka í þyngdarleysi? Svarið við því er mun áhugaverðara en maður hefði haldið. Þá hefur hann fjallað um það hvernig er að borða, sofa, og sinna hreinlæti og salernisferðum í geimnum? Hvað gerist ef maður þarf að æla um borð í geimstöðinni, og hvort hægt sé að gráta þegar það er ekkert þyngdarafl. Gerði yfir 70 myndbönd Alls eru rúmlega 70 myndbönd á Youtube-rás Kanadísku geimferðarstofnunarinnar af Hadfield við ýmis störf í geimstöðinni, eða að svara spurningum áhorfenda. Þessi myndbönd vekja óskipta athygli yngri kynslóðanna, enda fátt hægt að hugsa sér sem er forvitnilegra en líf í þyngdarleysi. Í síðasta Youtube-myndbandi sínu frá geimnum tók Hadfield sig svo til og tók upp myndband við eigin flutning á lagi David Bowie, Space Oddity, en það fjallar einmitt um geimferðalög mæjorsins Tom. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Hadfield tók þátt í tónlistarsköpun í geimnum, því fyrir skömmu kom hann fram á góðgerðartónleikum sem sjónvarpað var um allt Kanada. Mun það hafa verið í fyrsta skipti sem tónleikar fara fram í geimnum. sveinnbirkir@gmail.com MYNDBANDAGERÐ Í GEIMSTÖÐ Hadfield snýr heim Í SÍÐASTLIÐINNI VIKU SNERI KANADAMAÐURINN CHRIS HADFIELD TIL JARÐAR EFIR FIMM MÁNUÐI Í ALÞJÓÐLEGU GEIMSTÖÐINNI. HADFIELD HEFUR VAKIÐ ATHYGLI FYRIR ÁHUGA- VERÐ YOUTUBE-MYNDBÖND OG SKEMMTILEGAR TWITTER-FÆRSLUR FRÁ DVÖLINNI. Kanadíski geimfarinn Chris Hadfield hefur vakið heimsathygli fyrir myndbönd sín úr geimnum af hversdagslegum athöfnum. AFP Á heimasíðu Hafstofu Íslands, hag- stofa.is, er að finna skemmtilega leitarvél þar sem fletta má upp hve margir heita hverju nafni hérlendis. Hægt er að leita út frá einu nafni jafnt sem tvínefni. Leitarvélin ber nafnið Hve marg- ir heita? og er hún aðgengileg niðri í hægra horni forsíðunnar á vefnum hagstofa.is. NAFNASKRÁ HAGSTOFU Er nafnið þitt einstakt? Fyrir Facebook-notendur sem halda úti aukasíðum, svo sem undir hljómsveit, fyrirtæki eða hvaðeina, getur smáforritið Pages Manager reynst ansi notadrjúgt. Smáforritið, sem fáanlegt er fyrir helstu snjall- síma, gerir notendum kleift að sinna umræddum Facebook-síðum án þess að festast í að skoða mynd- ir eða stöðuuppfærslur frá vinum. PAGES MANAGER Sinntu síðum úr símanum Tungumálasmáforritið Duolingo er spennandi leið til að efla tungu- málakunnáttu sína sér til dægra- styttingar. Smáforritið býður upp á kennslu í ensku, frönsku, ítölsku, portúgölsku, spænsku og þýsku á gagnvirkan hátt, þ.e. notendur fá stig fyrir góða ástundun, auk þess sem hægt er að fylgjast með gengi vina sinna sem einnig nota forritið. Rifjaðu upp þriðja málið DUOLINGO Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 iPad mini Haltu á hinum stafræna heimi í einu undratæki sem smellpassar í lófann. Verð frá: 59.990.-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.