Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 14
Þ að eru spennandi og skemmtilegir tímar framundan hjá Pálínu Jónsdóttur og dóttur hennar Uglu Hauks- dóttur sem í haust sækja sama skóla. Áhugi þeirra beggja liggur á sviði leiklista og leikstjórnar enda fellur eplið sjaldan langt frá eikinni. Ugla stundar nám við kvik- myndadeild skólans en Pálína mun sækja leikstjórnardeild en fyrir er hún menntuð leikkona. Báðar þykja þær einstaklega efnilegar en skólinn vill styrkja Pálínu til námsins að hluta til sem er tölu- verð viðurkenning í sjálfu sér. Ugla hlaut verðlaun í síðustu viku sem efnilegasti leikstjórinn á öðru ári í skólanum og er það mikill heiður að fá. Auk þess hefur henni verið boðið að leikstýra stórri stuttmynd í New York á næsta ári. Ugla hefur lokið tveggja ára grunnnámi við kvikmyndadeild skólans en næst tekur við hjá henni þriggja ára nám þar sem hún mun leikstýra stuttmyndum og undirbúa handrit í fullri lengd til framleiðslu eftir skólavist. Nám Pálínu við leikstjórnardeild skólans hefst í haust og þá mætast mæðg- ur. Hvernig leggst það í ykkur að vera saman í skóla? Pálína: „Það getur ekki orðið annað en draumur sem verður að veruleika að ganga inn í þetta mennta- og listamusteri með dótt- ur mína mér við hlið. Það vill líka svo skemmtilega til að við erum báðar skráðar í Class of 2017, svo ef guð lofar útskrifumst við á sama tíma sem er skemmtilega mögnuð tilhugsun.“ Ugla: „Ég er virkilega spennt að fá mömmu í skólann. Það er líka gaman að við séum ekki alveg á sömu braut. Mamma hefur meiri áhuga á leikhúsinu og ég á kvik- myndum. Ég er þó viss um að leiðir okkar munu liggja saman og að við munum vinna mikið saman í framtíðinni.“ Pálína: „Leikstjóri og leikstjóri, móðir og dóttir, já slegið!“ Eruð þið nánar? Pálína: „Já!“ Ugla: „Við mamma erum ekki bara mæðgur, við erum líka svo góðar vinkonur. Ég hugsa líka að það að hafa alist upp með mömmu sem leikkonu og hafa verið mikið í kringum leikhús, leikara og lista- fólk hafi haft mikil áhrif á mig. Það var ekkert annað að gera en að feta í fótspor hennar og verða sjálf lítil listaspíra.“ Áður en Ugla komst inn í Col- umbia var hún nemi við Cooper Union, sem er inn virtasti listahá- skóli í Bandaríkjunum og lagði hún þar áherslu á ljósmyndun. Ugla: „Í skólanum prófaði ég í raun allt, að mála, gera skúlptúra, hljóðvinnslu, að búa til vídeóverk og var auk þess að gera ýmsar til- raunir með stuttmyndir á filmu. Það að hafa listrænan bakgrunn hefur hjálpað mér mikið að feta mína eigin leið og finna mína eigin rödd.“ Kvikmyndagerð sameinaði öll áhugamálin í eitt Ugla lauk síðan BFA-gráðu í Coo- per Union með fullum skólastyrk árið 2011. Hvað var það sem kveikti áhugann á heimi kvik- mynda? Ugla: „Þegar ég var á síðasta árinu mínu í Cooper Union fékk ég hugmynd að stuttmyndinni Vera. Ég hafði enga reynslu í kvikmyndagerð, hafði aldrei leik- stýrt eða skrifað handrit en ég ákvað að henda mér bara ofan í djúpu laugina. Ég kom saman tökuliði og bauð mömmu aðal- hlutverkið. Myndin var frumsýnd á RIFF, Reykjavík International Film Festival, sama ár og við út- skrift Cooper Union vann ég kvik- myndaverðlaun skólans. Ég hafði mikla unun af því að leikstýra og einhvern veginn fannst mér kvik- myndagerð sameina áhugamál mín. Þessi upplifun kveikti eld í mér og hann hefur ekki slokknað síðan.“ Ugla hefur unnið nokkrar stutt- myndir með samnemendum sínum úr skólanum og hafa nokkrar þeirra ratað á virtar kvikmyndahá- tíðir víða um heim, m.a. Milk and Blood sem hún skrifaði handritið að sjálf og framleiddi en myndin var tekin upp á Íslandi. Pálína, þú hefur leikið í mynd- um eftir dóttur þína. Hvernig finnst þér að Ugla leiti til þín með verkefni? Pálína: „Hjartað tekur gleðikipp þegar Ugla leitar til mín hvort sem það er að leika í mynd fyrir hana eða eitthvað annað. Ég lít á það sem forréttindi að lifa og starfa með henni.“ Alltaf verið eigin herra Pálína hefur verið sjálfstætt starf- andi og hreyfanleg innan leiklist- arinnar bæði hér heima og erlend- is. Hún hefur starfað sem leikari, kennari, leikstjóri, höfundur og framleiðandi. Pálína: „Fyrir utan mín eigin verkefni hef ég undanfarin ár tek- Ugla hlaut verðlaun í síðustu viku sem efnilegasti leikstjór- inn á öðru ári í skólanum og er það mikill heiður að fá. Mæðgur elta drauma sína ÞÆR ERU LISTRÆNAR OG SAMRÝNDAR MÆÐGURNAR PÁLÍNA OG UGLA SEM SETJAST SENN SAMAN Á SKÓLA- BEKK Í COLUMBIA-HÁSKÓLANUM Í NEW YORK. STÓR- BORGIN KALLAR REGLULEGA TIL ÞEIRRA OG ÓHÆTT AÐ SEGJA AÐ FRAMTÍÐIN SÉ BJÖRT. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is „Leikstjórnin tók sér ból- stað í mér fyrir mörgum árum eftir að ég hóf að færa út mínar eigin list- rænu kvíar,“ segir Pálína. Morgunblaðið/Ómar 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.