Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 21
AFP 18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Úrslitaleikur HM í Brasilíu fer fram á einum frægasta knattspyrnuvelli sögunnar, Estádio do Maracanã í Rio de Janeiro. Leikvangurinn var byggður fyrir HM 1950 og heitir form- lega Estádio Jornalista Mário Filho, eftir blaðamanni sem barðist ötullega fyrir því að völlurinn yrði byggður. Það heiti er þó sára- sjaldan notað, völlurinn er iðulega kenndur við Maracanã-ána sem liggur gegnum borg- ina. Estádio do Maracanã er í eigu borgar- yfirvalda í Rio. Fjögur félagslið hafa aðgang að vellinum, Botafogo, Flamengo, Fluminense, og Vasco da Gama, en þess utan er hann vinsæll vett- vangur fyrir íþróttaviðburði af öðrum toga, að ekki sé talað um tónleikahald. Sumar- ólympíuleikarnir 2016 verða í Rio og fara opnunar- og lokaathöfnin fram á Maracanã. Leikvangurinn var endurbyggður að hluta fyrir álfukeppnina á síðasta ári og enn verður aukið við leikvanginn fyrir HM. Þeim fram- kvæmdum er raunar ennþá ólokið og hafa sumir efasemdir um að verklok verði í tæka tíð. Ef til vill væri ekki úr vegi að senda nokkra íslenska iðnaðarmenn á vettvang, menn sem eru vanir að vinna undir álagi. Estádio do Maracanã tók upphaflega tæp- lega 200.000 manns en það var á tímum stæðanna. Eftir að hann var sætisvæddur fyr- ir um tveimur áratugum lækkaði sú tala veru- lega. Uppgefinn sætafjöldi í dag er 78.838. Það þýðir að Maracanã er ennþá stærsti knattspyrnuleikvangur í Brasilíu og raunar Suður-Ameríku allri. Estádio do Maracanã er ekki amalegt mannvirki. Þar hafa margir merkir kappar látið ljós sitt skína. AFP Einn merkasti leikvangur í heimi SUMARFRÍ MEÐ ALLT IN NIFALIÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLD UNA! OKKAR ÓDÝRASTA ALLT INNIFALIÐ BON APART -ALANYA Gildir eingöngu nýjar bókanir, með minnst tvo saman í herbergi. ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR! PEGASOS WORLD -SIDE Gildir eingöngu nýjar bókanir, með minnst tvo saman í herbergi. 1 vika 2 vikur 9/7 159.599 249.599 16/7 159.599 249.599 13/8 139.599 199.599 20/8 123.999 199.599 1 vika 2 vikur 18/6 99.999 Örfá sæti laus 25/6 99.999 139.999 23/7 119.999 159.999 30/7 119.999 Örfá sæti laus nazar.is · 519 2777 Til Tyrklands frá Keflavík

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.