Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 24
K ópavogsþríþrautin fer fram í dag, sunnudaginn 18.maí. Keppnin var hald- in fyrst árið 1996 en hef- ur verið árlegur viðburður frá árinu 2006. Þríþrautin í Kópavogi er sú þríþrautarkeppni sem haldin hefur verið lengst hér á landi og er að jafnaði fjölmennasta þríþrautarkeppni landsins. Um er að ræða hefðbundna keppni í þrí- þraut sem er hluti af Íslandsmóti í sprettþraut þar sem bestu þríþrautarmenn landsins keppa sín á milli. Að auki er nú boðið upp á byrjendariðil en hann er fyrir alla sem vilja spreyta sig á þríþraut í fyrsta skipti og gullið tækifæri til að kynnast íþróttinni. Þá er einnig boðið upp á sérstaka fjölskyldu- og unglingaþríþraut en þar er keppt í styttri vegalengd- um og fjölskyldan getur keppt saman. Systkini, foreldrar, ömmur og afar og frændur og frænkur geta þá keppt í hverjum hluta fyrir sig. Meðan amma eða afi synda geta t.d. barnabörnin hlaupið og foreldrarnir hjólað. Keppir með mömmu sinni, ömmu og langömmu Friðmey Camilla Magnúsdóttir er aðeins sex ára gömul en hún ætl- ar að keppa í fjölskylduþrautinni með mömmu sinni, ömmu og langömmu í dag og er þetta hennar fyrsta þríþrautarkeppni. Amma hennar, Lovísa Ólafsdóttir, segir alla fjölskylduna spennta fyrir keppninni en sjálf er hún að keppa í fyrsta skiptið og segist hlakka til. „Ég er farin að hlakka til að taka þátt en þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í keppni af þessu tagi og í raun af nokkru tagi,“ segir Lovísa en hún og móðir hennar, Þórdís Njáls- dóttir, langamma Friðmeyjar Ca- millu, þurfa að hafa sig alla við til að halda í við Friðmey Camillu en Lovísa segir ömmubarnið sitt vera mikla íþróttastelpu. „Dóttir mín, Ingibjörg Sævarsdóttir, er dugleg að hreyfa sig og hleypur mikið og auðvitað eltir ömmubarn- ið mitt mömmu sína út um allt þegar hún fer út að hlaupa.“ Hugarfarið skiptir meira máli en formið Lovísa segir alla geta tekið þátt í þríþrautinni sem hafi heilsu til að hreyfa sig. Þetta snúist fyrst og fremst um hugarfar og vilja ekki bara líkamlegt form og þol. „Ég syndi reglulega en fer rólega yfir og hefði aldrei trúað því að ég myndi etja kappi við fólkið sem syndir í hraðari brautum laugar- innar.“ Auk þess að synda reglu- lega hjólar Lovísa tvisvar til þrisvar í viku og telur sig því ágætlega undirbúna fyrir þrí- þrautina þrátt fyrir að hún líti alls ekki á sig sem afreksíþrótta- mann. „Ég hélt að ég gæti þetta ekki en mér snerist hugur þegar ég varð vitni að fólki á sjötugs- og áttræðisaldri stinga sér til sunds í sundkeppni Garpa, sem eru sundmenn eldri en 25 ára, sem Breiðablik hélt hér í Kópa- vogi fyrir tveim vikum. Þátttaka er spurning um hugarfar, ekki form. Við þurfum að venja okkur af því að draga sjálf okkur niður. Allir geta tekið þátt í þríþraut sem vilja og við förum bara yfir þetta á okkar hraða og keppum við okkur sjálf í stað þess að horfa í sífellu á þá bestu í kring- um okkur.“ Lykillinn er því að sögn Lovísu að hafa smá trú á sjálfum sér og fara rólega af stað. Kapphlaup við tíman er ekki fyrir alla og mik- ilvægt að hafa það í huga að fara rólega af stað. Skráning er á thriko.is en einnig er mögulegt að skrá sig á staðn- um í fjölskylduþrautina milli kl. 11.30 og 12.30 á keppnisstað, en keppnin sjálf hefst klukkan 13.00. KÓPAVOGSÞRÍÞRAUTIN FER FRAM Í ÞRÍTUGASTA SINN Fjórir ættliðir keppa saman í þríþraut Stelpurnar eru klárar í þríþrautakeppnina. Sumarleg og klædd í gult stendur Lovísa Ólafsdóttir milli dóttur sinnar Ingi- bjargar Sævardóttur og barnabarns síns Friðmeyar Camillu auk móður sinnar Þórdísar Njálsdóttur lengst til hægri. Morgunblaðið/Eggert * Dagskrá keppninnar:8.10 Fundur yfirdómara 8.40 1. Riðill ræstur. 9.06 2. Riðill ræstur. 9.32 3. Riðill ræstur. 10.30 Verðlaunaafhending. 13.00 Ræst í fjöskylduþrautina. Markaður og veitingasala opin frá 9.30 - 14.30 LOVÍSA ÓLAFSDÓTTIR ÆTLAR AÐ KEPPA Í FJÖLSKYLDU- ÞRAUTINNI Í KÓPAVOGSÞRÍÞRAUTINNI Á SUNNUDAG,18 MAÍ, EN HÚN TEKUR ÞÁTT MEÐ MÓÐUR SINNI, DÓTTUR OG BARNABARNI, ÞVÍ MÆTA FJÓRIR ÆTTLIÐIR TIL LEIKS. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Heilsa og hreyfing Í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og kapphlaupi án hlés. Þannig telst allur tími keppenda milli greina með og því mikilvægt að vera fljótur að skipta um gír þegar einum hluta keppninar lýkur og annar tekur við. Þríþraut er einstaklingsíþrótt þar sem reyn- ir hvað mest á þol keppenda. Fyrstu keppn- ir í íþróttinni voru í Frakklandi á 3. áratug 20. aldar en hin staðlaða ólympíuvegalengd í keppnisgreinum þríþrautar er 1500 metra sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup. Þrátt fyrir að keppt hafi verið í sundi, hjól- reiðum og hlaupi til margra ára á stórmót- um er þríþrautin ný keppnisgrein á stærri mótum en fyrst var keppt í þríþraut á Ól- ympíuleikunum í Sydney árið 2000. Þá er Alþjóða þríþrautasambandið aðeins 25 ára en það var stofnað árið 1989. HVAÐ ER ÞRÍÞRAUT? Þríþrautarkeppni Sundkeppni þríþrautarinnar er 1500 metra sund þar sem keppendur ráða sundstíl sínum og tækni sjálfir. Morgunblaðið/Ómar Í þríþraut er stranglega bannað að hjóla of stutt fyrir aftan næsta keppanda og þegar keppandi tekur fram úr hefur hann 20 sek. til þess. Morgunblaðið/Ómar Þegar hlaupið er skiptir engu hvort sprett er eða jafnvel gengið, það eina sem má ekki er að skríða eða hlaupa berfættur. Morgunblaðið/Ómar Ekki þykir öllum hvítlaukur góður enda ekki sama hvernig hann er matreiddur. Nú benda hins vegar ýmsar rannsóknir til þess að hvítlaukur hjálpi okkur að draga úr stressi. Ýmsar þjóðsög- ur eru til um hvítlaukinn og lækningamátt hans en nú er ljóst að margt af því virðist vera rétt. Hvort hann fæli í burtu goðsagnakenndar verur og óvætti er enn óvíst en stressið flýr hann. Hvítlaukur slær á stressið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.