Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 64
SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2014 USA Traveller Velkomin í Vodafone Byltingarkennd lækkun á farsímakostnaði í USA og Kanada Vafraðu um netið í Bandaríkjunum og Kanada fyrir 99% lægra gjald og hringdu eða sendu SMS á mun hagstæðara verði. Móttekin símtöl eru 0 kr. og einungis 990 kr. daggjald. Skráðu þig núna í Vodafone USA Traveller með því að senda sms-ið „USA“ í 1414. Vodafone Góð samskipti bæta lífið H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA „Ég mun fjalla um framhjáhöld í fyrsta þættinum. Við ákváðum að fjalla um þetta af því að það hefur ekki verið fjallað mikið um þetta hingað til,“ segir Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður en ný þátta- sería af Málinu í hans umsjá hefst á mánudaginn eftir helgi. Meðal þess sem Sölvi tekur fyrir næstu vikur er, auk framhjáhalds, myglusveppir, dómstólar götunnar og hjartagátt Landspítalans. „Þetta er efni sem er erfitt að rannsaka með tölum, þar sem eina leiðin er að fá fólk til að svara spurningalistum samviskusamlega. En flestar rannsóknir benda til að þetta sé töluvert algengt í öllum þjóðfélagshópum og á öllum aldri. Við munum bæði fjalla almennt um framhjáhöld, en einnig segja tiltekna sögu um framhjáhald. Við munum svo halda áfram á svipuðum nótum og áður í næstu þáttum. Reyna að fjalla um mál sem snerta stóra hópa, en eru kannski ekki í fókus frá degi til dags í íslenskum fjölmiðlum.“ Framhjáhöld komast reglulega í hámæli. Í byrjun árs var framhjáhald Frakklandsforseta til umfjöllunar um víða veröld.. AFP MÁL SÖLVA TRYGGVASONAR Á DAGSKRÁ Framhjáhald í fyrsta þætti Sölvi Tryggvason hefur nú í maí starfað í 10 ár í fjölmiðlum og við hæfi að ný sería af Málinu fari í loftið á sama tíma. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Strangtrúaðir hindúar í borginni Amritsar á Indlandi heiðruðu gyðj- una Maha Mariamman á mæðra- daginn í síðustu viku með skrúð- göngu. Maha Mariamman, sem einnig þekkist sem Shitala meðal Indverja, er dýrkuð víða um Suð- ur-Asíu. Í Nepal, Bangladesh, Pak- istan og Norður-Indlandi má finna hof henni til heiðurs. Er hún gyðja sára og sjúkdóma. Þeir sem setja stálbita, sem kall- ast Trishula, í gegnum kinnina og ganga þannig í skrúðgöngunni um götur Amritsar trúa því að gyðjan verndi þá, færi þeim velmegun og góða heilsu. Það var þó ekki bara fólk með stálbita í gegnum kinnina sem vakti athygli ljósmyndara AFP fréttaveitunnar því í skrúðgöng- unni mátti einnig finna konur með gatað bak sem drógu strætó í kaðli sem bundinn var í lokka á bakinu. Rúmlega 80% Indverja eru hind- úatrúar en rúmlega milljarður manna um allan heim er hindúa- trúar. Langflestir búa í Suður- Asíu. FURÐUR VERALDAR Gataðar kinnar Strangtrúaðir hindúar fórna sér fyrir gyðjuna Maha Mariamman með því að setja stálbita í gegnum kinnina. Það á meðal annars að færa þeim góða heilsu. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Jared Leto leikari og Óskarsverðlaunahafi. Conchita Wurst sigurvegari Eurovision. Baltasar Kormákur leikstjóri og Edduverðlaunahafi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.