Málfríður - 15.10.2005, Qupperneq 32

Málfríður - 15.10.2005, Qupperneq 32
32 MÁLFRÍÐURFranska í blíðu og stríðu Handbók um franska málfræði eftir Katrínu Jónsdóttur er í senn uppflettirit og námsbók þar sem fjallað er ítarlega um málfræði franskrar tungu, allt frá framburði og viðteknu orðalagi um hversdagslega hluti til hinnar flóknu sagnbeygingar. Byrjendur jafnt sem lengra komnir finna því upplýsingar við sitt hæfi og sérstök áhersla er lögð á atriði sem gjarnan vefjast fyrir Íslendingum. Á heimasíðu Eddu (edda.is) eru gagnvirkar æfingar þar sem notendum bókarinnar býðst að þjálfa þau atriði sem þar eru kennd. Nýtt og spennandi námsefni í frönsku Carte blanche er kennsluefni sem hentar í fyrstu áföngum í frönsku í framhaldsskóla. Rík áhersla er lögð á að þjálfa færni nemenda í að tjá sig munnlega og skriflega auk þess sem leitast er við að þjálfa lesskilning, málnotkun og málfræði og festa orðaforða í sessi. Lesbókin inniheldur fjölbreytta texta um Frakkland, franskt þjóðlíf og menningu. Bókinni fylgir geisladiskur með upplestri á textunum í bókinni auk fjölda hlustunaræfinga. Í æfingabók sem tengist lesbókinni eru fjölmörg verkefni sem þjálfa málfræði og málnotkun og vekja nemendur til vitundar um rétt mál.

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.